föstudagur, maí 31, 2002

Jæaja núna er búið að ganga frá ÖLLU í sambandi við árshátíðina!!! Húrra fyrir mér og gauja.....
Dagskráin byrjar á hádegi og verður fram eftir degi. Farið verður út að borða, erum með sal til að vera í eftir matinn, græjur og míkrófóna, og svo kemur leynigestur um kvöldið. Vegna alls þessa og svo miklu miklu meira þá kostar á manninn 6000 kr samtals, ef þið eruð ósátt við verðið þá getið komið óánægjuröddum til hrebbnu en ekki okkar (mín og gauja). Get ekki farið nákvæmlega útí hvað þið eruð að borga fyrir því þá myndi það ekki koma á óvart. Lítið bara á þetta sem óvissuferð, óvissuferð sem ekkert slær út og þetta verður vel þess virði!
Tími eftir til árshátíðar : 7 dagar 23 klst 11 mín og einhverjar sek.

Jæja nú fer ég ekki að vinna á Prestó á næstunni. Sagði að ég hefði ekki tíma en það mætti hringja í mig ef það er alger neyð. O well annars var klikkun þarna í gær. Tveir hópar komu á sama tíma. það var á tímabili setið í hverjum einasta stól. Minns er frekar þreyttur í dag. Geisp.
Sólveig, Eva, Kristín, Bjarki, Þráinn og Gaui litu öll við. Að vísu langaði mig að lemja Þráinn og Gaua því þeir komu og sögðu mér að þeir væru að fara í golf. :(
Klanið kom í gær. Vaknaði í morgun við gráturinn í Huga...tvistarnir hafa stækkað alveg hrikalega mikið ég á barasta ekki til orð. Algerar rúsínur. ó mæ gad ég verð að fá mér kaffi......feels like its gonna be a looooooong day.

fimmtudagur, maí 30, 2002

Ok ég skil þetta barasta ekki nú finn ég ekki vinnugemsasimkortið mitt. Ég var með það í bílnum en bara allt í einu horfið núna. Shit! Svo er ég svo mikill aumingi þori ekki að segja frá því að ég sé búin að týna litla appelsínugula kortinu í símann. Það væri kannski aulalegra að týna því eins og Katla gerði, simkortið var í símanum en nú er kortið týnt en ekki síminn. Vííííí það er að koma helgi enn einu sinni. Nóg að gera um helgina. Dekra við litlu frændsystkinin mín og djamma smá (held ég) og náttúrulega GOLF. Allir sem hafa ekkert að gera í kvöld mega heimsækja mig í vinnuna á kaffihúsinu! :) Ég nenni barasta ekki að vinna þarna lengur og er að spæla í að segja upp. Ég hef 110% vinnu á daginn, svo verð ég að hafa tíma fyrir golfið ef ég ætla að verða næsti Tiger.

Hvaða dæmi er etta með mömmu mína og þurfa að sótthreinsa allt áður en fólk kemur í heimsókn. Ég get svarið það að síðustu tveir dagar hafa farið í að ÞRÍFA húsið. Sko mamma ég stórlega efast um að þau fari að leita af drasli í skápnum mínum og undir rúminu. Nei vá er ekki eðlilegt að loftið fyrir ofan sturtuna sé svoldið rakaskemmt?? Já þau ætla einmitt að fara að gá hvort rúmfötin séu strauuð í réttum brotum. Allavega hefur öll fjölskyldan þurft að taka þátt í þessum skrípaleik. Vei ég fæ sem sagt að sofa inni á skrifstofunni næstu daga á dýnu á golfinu. Ó me fríkíng bakk! nehhh það er alveg vel þess virði ef ég fæ að leika við Heklu og Tvistana.

miðvikudagur, maí 29, 2002

Einu sinni var ung stúlka sem vann og vann og vann en samt var hún aldrei að vinna því hún var bara tilraunadýr fyrir Íslenska Erfðagreiningu sem var að rannsaka líkur á að fá geðsjúkdóma í tengslum við annasama vinnu.
Þegar hún var hætt í þessari rannsókn vissi hún barasta ekkert hvað hún átti að gera. Hún hékk á netinu, spjallaði á MSN og bloggaði fyrir þann tíma sem fór áður í að vinna. Metnaðarleysisandinn sveif yfir vinnustaðnum. Allir sváfu sínum væra svefni uns enginn nennti lengur að mæta í vinnuna einu sinni. En svo einn góðan veðurdag gerðist þessi stúlka atvinnugolfari og lifði hamingjusöm til æviloka.

Það er sko skipulögð dagskrá sem hefst held ég upp úr hádegi.
Síðan er haldið út að borða.
Síðan er partý fram á nótt í sal sem við erum með leigðan.

Ali G myndin er bara sniiiillld!!!! Við fórum nokkur í gærkvöldi og hlóum okkur máttlaus (aðallega Fúsi samt) Gaui átti eitthvað erfitt með að koma sér fyrir vegna gifsins.

Annars styttist mjög í árshátíðina hún verður 8. júní sem er ekki núna um helgina heldur næstu. Það væri ágætt að fá að vita hverjir ætla alveg pottþétt að mæta.

þriðjudagur, maí 28, 2002

Jæja þá er búið að opna sim-kortið mitt aftur. einhver fyllibyttan um helgina hélt að síminn minn (Þráins) væri sinn og sló inn sitt pin-númer oft. Þannig síminn minn læstist. Þvílíkt bögg. Svo þegar ég var þarna hjá Tal að þylja upp allar tölurnar mínar, kennitala, sími, nafn, heimilisfang, pin-númer bara til að fá annað númer, þá gerði ég mér grein fyrir því hvað maður þarf að kunna ógislega mikið af tölum. Fullt af símanúmerum, pin-númer á síma og kortum, kennitala, heimilisfang, og svona hin og þessi password. Ég meina ég er til dæmis með ansi mörg símanúmer, það er gemsinn, vinnugemsinn, heimasími og vinnusími og svo faxnúmerið í vinnunni. Takk fyrir 35 tölur í ákveðinni röð! Æ well ég er farin í mat áður en ég fer að bulla meir.

mánudagur, maí 27, 2002

Jæja þá er helgin liðin og endurfundir þeirra Hildar og Elínar afstaðnir....eða bara rétt að byrja. Annars átti ég alveg yndislega helgi. Á föstudag var bara farið í golf og síðan bara tjillað með Stebba að horfa á videó. Síðan var vaknað frekar snemma farið og kosið og síðan í golf. Að því loknu var skundað í ríkið :) og haldið í sumarbústað rétt hjá Laugarvatni. Veðrið var geggjað.
Um leið og við vorum komin á Laugarvatn var opnaður bjór og þambað fram á nótt við undirspil gítars og söng sumarbústaðagesta. Spiluðum reyndar smá Trivial og stelpuliðið vann. Ég er búin að komast að því að ég á alltaf að spila Trivial full því þá get ég svarað miklu fleirri spurningum. hehe.
Daginn eftir var mikil þynnka á Hrebbnu. En það batnaði þegar á daginn leið. Veðrið var svo geggjað að við vildum ekki fara strax heim. Sátum úti í sólbaði, Hrebbna lítur út eins og tómatur akkúrat núna. Sólbrann bara pínu.
Þegar í bæinn var komið gat ég ekki stillt mig það var liðinn meira en sólarhringur síðan ég fór í golf síðast þannig audda fór ég í golf. Ég veit ég er geðsjúk!

laugardagur, maí 25, 2002

Góða ferð Hildur! skemmtu þér vel út í hinum stóra heimi. Kysstu og knúsaðu Elínu frá mér.

föstudagur, maí 24, 2002

Ég er ekki að fatta af hverju Sjálfstæðisflokkurinn leggur mig í einelti en ekki aðra í fjölskyldu minni. Það var hringt þrisvar í mig í gær frá Sjálfstæðisflokknum. Í annað skiptið trúði ég ekki manneskjunni. Samtalið var svona:
Góða kvöldið ég heiti Ester og hringi frá Sambandi ungra Sjálfstæðismanna...
H: já góða kvöldið, Hildur mér finnst þetta ekki fyndið
E: Ha? Hildur ég heiti Ester
H: Hildur sko sjálfstæðisflokkurinn er búinn að hringja þannig ég trúi þér ekki, á ég að sækja þig?
E: nei sko þetta er ekki djók ég hringi í alvöru frá SUS
H: þetta er ekkert fyndið á ég að sækja þig eða ekki?
E: ha?
H: æ vá mér finnst þetta alls ekki fyndið lengur.... eða er þetta kannski ekki Hildur?
E: nei eins og ég var að segja þá heiti ég Ester og hringi frá SUS
H: Ó!
E: hélstu að þetta væri eitthvað djók?
H: Já því Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að hringja ansi oft í mig.
E: en ert þú búin að kynna þér stefnuskrá okkar....
H: já og búin að ákveða mig.... takk
E: allt í fína bless
H: já bæ

Úps Hrebbna snillingur...
Annars var farið á Players í gær að kveðja Hildi góð mæting og allt..... allir að fullvissa sig um að Hildur fari. híhí
Golf á eftir með Bjarka og kannski fá Kristín og Þórunn að reyna að hitta á kúluna sjáum til.

fimmtudagur, maí 23, 2002

Oj svindl!!!!!!!!!

Ég fékk frí á Prestó þannig ég mæti á Players í kvöld á skikkanlegum tíma! Veiiiii

aldrei er of mikið af því góða. Haallloooo ég ætla að verða næsti Tiger Woods.

Hvað ætlar svo fólkið að kjósa?

miðvikudagur, maí 22, 2002

OK ég veit ég hef ekki verið dugleg við að hitta vini undanfarið.... sumir hafa kennt Stefáni um en hann hefur hitt mig sjaldnar en þið. Þið verðið að kenna golfi um. Þegar fólk sem vinnur á golfvellinum er farið að commenta á það ég sé þarna mikið þá held ég að það sé svoldið mikið. En málið er að ég ætla að verða góð. Þegar að því kemur að ég fari út í skóla mun ég taka golf sem aukagrein því er eins gott að geta nú eitthvað áður en maður byrjar í því. He he með háskólapróf í golfi er það ekki svona ekta framkvæmdastjóradæmi???

Um helgina mun ég fara á djammið en því miður mun ég líklega ekki hitta ykkur. Því ég verð einhversstaðar í sumarbústað....ég er ekki alveg viss hvar en það kemur í ljós.

Áfengislaus kosningahelgi??? Er það hægt ég bara spyr.
Varðandi Prestó-Players dæmið ég er alveg sammála þér Hildur, Prestó er einmitt bara svona tjill staður en ekki stuð staður en ég myndi bara koma og hitta ykkur að vakt minni lokinni. I´ll be there for you la la la la

þriðjudagur, maí 21, 2002

Síðasta helgi átti að vera fríhelgi mín frá fylliríi og fara uppá jökul og gera ýmislegt heilsusamlegt en nei mér tókst að slasa mig lítillega á fimmtudag og koma þannig í veg fyrir för mína vestur. En ég bætti það upp með djammi á föstudag, laugardag og sunnudag þannig að ég hafði þannig séð afsökun fyrir að fara hálftíma á undann stelpunum heim úr bænum á sunnudag. Ég gerði könnun á Ara í ögri um helgina og hef ég komuist að því að stauplistinn sem þeir hafa er ansi stór, en ég á eftir að prófa milli 15 og 20 af rúmlega 30. Ég á það bara inni á næstu djömmum, maður verður að hafa einhver markmið á djamminu. En næsta helgi verður áfengislaus (vonandi) því ég er búinn að gera nógu marga scandala um þessa helgi sem duga út sumarið fyrir mig. En hins vegar er fimmtudagur ekki orðinn löglegur hluti af helginni ,aðeins hálfættleiddur, þannig að ég er alveg til í kíkja á players á fimmtud. og gera aðeins lokagrín að framtíðarferðalangnum fyrir brottför.

Góðan daginn.... sumir hafa barasta engan áhuga á að hanga í tölvunni á góðviðrisdögum eins og síðustu daga. Þar af leiðandi kemur ekkert blogg frá þeim. Síðustu dögum hef ég eytt í sveitinni í Grafarvogi að slá í litla hvíta kúlu. Sumum þætti þetta hobbý frekar undarlegt en það er ótrúlegt hvað er gaman og vandasamt að slá kúlunni þannig hún hitti á réttann stað. Þetta sport höfðar einstaklega vel til þrjósku minnar.
Djammið
Föstudagur
Sumir er vafalaust að velta fyrir sér fór Hrebbna ekkert á djammið um helgina. Örvæntið ekki, hún hefur ekki alveg misst vitið. Á föstudag var nennusemin ekki upp á marga fiska en Sólveig kíkti í heimsókn og við sötruðum bjór og ákveðið var að halda í heimsókn til vinkonu okkar Heiðrúnar. Stuðið þar var brjálað. Farið var seint í bæinn en er þangað var komið var farið á Gaukinn....ég hefði átt að sleppa því. Það var elektrólúx kvöld eða eitthvað teknó tónlist dauðans og minn var ekki alveg í skapi fyrir þannig tónlist var orðin frekar þreytt eftir amstur dagsins. Hélt snemma heim á leið.
Laugardagur
Neibb fór snemma að sofa.....en ég fékk reglulega um nóttina fréttir úr miðbænum!!
Sunnudagur
Já ok ég fór á djammið. Kom heim af golfvellinum rétt fyrir klukkan ellefu um kvöldið dreif mig í gallann og fór til Sólveigar. Þráinn, Fúsi og Gaui voru þegar mættir þangað og allir í góðum gír. Sturtað í sig áfengi og síðan var haldið í bæinn. Ég og Sólveig erum ekki nógu gamlar til að fara inn á Hverfisbarinn því við erum ekki orðin 22 ára. Fórum því næst á Vegamót...æ frekar slappt þar. Síðan fórum við humm..... minns reyna að muna.... Æ já fórum á Ara í Ögri og fengum okkur grjónagraut bara snilld. Síðan fylgdu einhverjir aðrir drykkir í kjölfarið. Ég hitti þar þjóðhátíðarforeldra mína og spjallaði kannski of lengi við þau því Fúsi og Þráinn sem sátu í hinum enda salarins voru farnir að hringja í mig. Úps.. ég kvaddi enda búið að loka og þá fórum við á Viktor. Dönsuðum eins og hálfvitar þar. Ouch skotin farin að virka.... greinilega farin að virka á Sólveigu líka híhí. Þráinn og Fúsi gefast upp og yfirgefa samkvæmið. Sólveig og ég frekar skrautlegar sitjum og spjöllum um lífið og tilveruna....já komin á trúnó. Shit klukkið er orðið hálfsex... ég er að fara í golf í hádeginu. Best að drífa sig heim að lúlla.


Hildur ég er að vinna á Prestó á fimmtudagskvöldið. Á ég að reyna að fresta þeim vinnudegi mínum eða............
Ég er mikið að spæla í að hætta á Prestó ég er einhvern veginn búin að fá ógeð á að þjóna. úff æi ég veit það ekki.

föstudagur, maí 17, 2002

Eina stora feita flösku af kahlùa og storan feitan appelsinudjùs helst i einhverri annarri bùd og svo er bara ad sheika upp kahlùa et orange. Djöfulli gott og storhaettulegt alveg eins og vid viljum hafa dad!! Nù ef dér list ekkert à detta dà hefur viski alltaf séd um sina !!!!!!!

Gleðilegan flöskudag!!!
Enn og aftur komin helgi. Maður er varla búin að jafna sig á síðustu og þá er komin önnur....ég er alls ekki að kvarta.
Í kvöld ætla einhverjir félagar að djamma..humm kemur á óvart. Ég er að reyna að draga fólk á sveitaball um helgina. Nema bara eitt vandamál sveitaböll eru yfirleitt í sveitinni og hún er úti á landi þú veist langt í burtu. Það þýðir að einhver af byttunum þyrfti að vera á bíl þannig strax fellur hugmyndin um sjálfa sig. Við edrú...yeah right! Mér finnst allavega kominn tími til að við förum í laugavegsleikinn! Það verður a.m.k. að fara í hann í sumar.
Laugavegsleikurinn spyrðu..
Hann gengur út á það að byrjað er öðru hvoru megin á laugaveginum og fara verður inn á hvern þann stað sem hefur áfengi upp á að bjóða og drekka einn slíkan drykk og fara svo á næsta. Sá sem kemst lengst vinnur! Ef staður er of shabbý þá má sleppa honum en þá verða allir að vera sammála um hættu á hugsanlegri áfengis-bakteríu-fylliraftaeitrun. Athugið tímamörk eru á því hvað má dvelja lengi inni á hverjum stað..ákveðið hverju sinni.
Hver og einn fær nokkur spjöld. Einungis má nota hvert einu sinni.
Cruiltyspjaldið....þú ræður hver drekkur þinn drykk.
Aumingjaspjaldið...þú þarft ekki að drekka eða þú drekkur óáfengan drykk.
Skot....á línuna allir verða að skjóta.
Surprise....þú mátt velja hvað sem er og sá sem fær spjaldið verður að drekka það. (nema Hrebbna þarf ekki að drekka Tequila)
Síðan er málið bara að vera dugleg við að koma með hugmyndir að nýjum spjöldum.
Athugið sjaldnast kemst maður niður allann laugaveginn.








Hugleiðing dagsins: Hvað á ég að kaupa í Ríkinu fyrir helgina??

fimmtudagur, maí 16, 2002

Nú eru einungis 78 dagar til Þjóðhátíðar. (78 dagar of mikið)

Hildur mig dreymdi í nótt að þú hefðir hringt í mig úr flugstöðinni í nótt hefðir bara farið til Danmerkur án þess að kveðja. Þvílíkur dónaskapur.

23 dagar í árshátíð Díonýsusar.
2 dagar þangað til ég sé Star Wars.

humm hva meir......

miðvikudagur, maí 15, 2002

er alveg sammàla henni Kötlu, langar ekkert sérlega ad sjà dau öll bulla à oskiljanlegri frönsku. Svo er kannski einhver gamall karl sem tala fyrir Ewan McGregor ekkert sérlega spennandi!

Ég viðurkenni það alveg ég er nörd og lúði en Star Wars er schniiiilld. I wanna see this movie as soon as possible.

þriðjudagur, maí 14, 2002

Nananananana ég og Sólveig erum búnar að kaupa miða á StarWars í lúxus salinn. Djö.... hlakka ég til!




As dictators go, you're kind of pathetic! Instead of military coup or systematic persecution to get power, you just happen to be the head of the only party in the UK that isn't totally worthless! While not very impressive it is none the less effective! You can do whatever the hell you like without any chance of getting voted out of office! People know that the only alternative would have them eating their children if they ever got back into power! However, you still think that you are as loved as you were when you were first elected into power… News flash for you: You're not!

What tin-pot dictator are you? Take the "What Dictator am I?" test at PoisonedMinds.com

Hildur hvenær ferðu út??? Þráinn þá getum við ákært þig fyrir tilraun til manndráps af gáleysi. Eða eitthvað...
Hvað er planið fyrir helgardjammið?? Þið vitið að bráðum fer að koma að almennilegu fimmtudagsdjammi!!! Svona Glaumbar eða eitthvað, bjór og allt það. Bara schniiiild.
ég hef eiginlega ekkert að segja þannig ekki meira að sinni.

mánudagur, maí 13, 2002

Ég ber við sakleysi gagnvart morðtilraunum herra dómari, þetta var aðeins sjálfsvörn en ég skal játa að rothöggið, með áherslu á að þetta var aðeins eitt rothögg, kom gjörsamlega útúr kú (það er kannski þaðan sem dýrahljóðin komu??)

Ég verð aðeins að gefa skýringu á af hverju við urðum seinar!! Við urðum bensínlausar við hliðina á Esso í árbænum en þó var greinilegt að við vorum ekki á leiðinni á bensínstöðina því við vorum komnar framhjá þar sem átti að beygja. Týpískt við. Jæja loksins komin af stað. Humm bjór la la la la. Þegar loksins var komið í bústaðinn var eins og þráinn sagði byrjað að gera allt klárt. AAAArrrg síminn minn náði ekki sambandi í sveitinni. Að Díonýsusar sið var byrjað á drykkjuleikjunum. Fubar, Rehab, þríhyrningur all our favorites. Borðaður dýrindismatur. Að máltíð lokinni hellir einhver fullt af rauðvíni niður á allt þó aðallega skjannahvíta bolinn hennar Þórunnar og nýju hvítu peysuna hennar Sólveigar.
Í pottinum var rætt um heimsins málefni...bíómyndir-nútíð-fortíð-framtíð-bardagamyndir-upphafsatriði og la la la , fótbolti-enski-ítalski-þýski-íslenski, og svo náttúrulega sannleikurinn og kontor. Síðan voru einhverjar morðtilraunir gerðar og rothögg flugu í allar áttir þá ákváðu sumir að nóg væri komið af þessari vatnsleikfimi og fóru inn. Ölvun var áberandi en það var ekkert verra.
Á heimleiðinni mætti halda að Sólveig væri enn ölvuð ( hún var að keyra) en hún fór með öll dýrahljóð sem hún kunni og söng hátt og snjallt öll þau orð sem hún kunni en ekki voru þau mörg í hverju lagi sem ómaði í útvarpinu. Þórunn var mikið að spá í að flýja og labba bara heim vegna látana í Hrebbnu og Sólveigu. Frábær ferð ég þakka kærlega fyrir mig.

sunnudagur, maí 12, 2002

Það liggur við að ég þufri að gera bara vikuskyrslu nuna því ég var staddur á djamminu í mið og núna um helgina. Byrjum á mið. Ég fór ásamt 2 öðrum á sommelier á vínkynningu, var áður búinn að klára kippu heima, en þar var frítt áfengi því verið var að kynna nýja tegund af vodka. Hann er mjög góður, enda runnu glösin ljúft niður. Glösin voru líka helvíti flott, það er eitt svoleiðis fyrir framan mig núna, það er að vísu tómt en það má bæta úr því seinna. svo var farið á glaminn og sest niður og var alveg furðulegt hvað maður þekkti marga þar. í stuttu máli => margar ferðir á barinn, screwdriver hægrri vinstri og staup inná milli. Hitti þar nokkra dío. meðlimi, aka hrebbna, þórunn, og ég man ekki hver þriðja persónan var, fæ að vita það seinna. Farið svo heim. Til að undirstrika hversu fullur ég var þá vaknaði ég daginn eftir uppí rúmi í fötunum með símann í hendinni og það sem ég hélt að væri hálfskrifað sms en ég fékk að vita það um helgina að það komst til skila. :)

En þá er það aðallinn...
þessi helgi = bústaðaferð dío. Þetta var rosalegt. Það var auðvitað eins og stelpum er einum lagið þá voru þær seinar!!! Lagt af stað úr bænum kl að verða 7! en ekki uppúr 5. En það var allt í lagi, ég var með bjór. Reyndar kláraði ég kippuna áður en við komumst á leiðarenda. Byrjað var á að redda potttinum og grillinu, bara drukkið á meðan. Um 10 leytið var grillað, maturinn var æði, reyndar kokkurinn líka en það má ræða það seinna ef þið viljið fara í detail. Þar sem potturinn er ágætlega stór þá tók smá tíma að fylla dýrið á honum og tímanum var eytt á meðan í rehab. Pottur tilbúinn... allir ofaní og kjaftað um allt muligt en svo kom að því, einhverjum datt í hug að faraí sannleikann og kontor (ekki mín hugmynd) það var svo sem ágætis afþreying og var mikið stuð á mannskapnum. En ALDREI segja kontor við Sólveigu, hún lét mig hlaupa nakinn í kringum bústaðinn en ég náði að hefna mín seinna, lét hana dansa erótóskan dans við kústskaft. :) Um 4 leytið um nóttina var farið inn og fóru þá félagarnir að detta út einn á fætur öðrum. en þeir lífseigustu lifðu til 7. að vísu vaknaði ég kl 10 aftur og er þess vegna dauðþreyttur eftir bara 3 tíma svefn er þetta er samið. Félagsmenn vöknuðu allir í misjöfnu ástandi daginn eftir en þynnka dagsins var án efa Sólveig, hrebbna gerði að vísu góða tilraun til að ná fyrsta sætinu en bara hárgreiðslan gerði út um málið. Keyrt í bæinn. Þetta var án efa ein sú skemmtilegasta bústaða ferð sem ég hef farið í lengi og eiga skipuleggjendur hennar gott klapp skilið. Og þið sem misstuð af ferðinni hef ég aðeins eitt að segja: NANANANANANA!!! En myndirnar munu svo sýna hið rétta andlit ferðarinnar, veit samt ekki hvort þær munu vera gerðar opinberar vegna friðhelgi landsmanna.

föstudagur, maí 10, 2002

fylgihlutir í bústaðarferð :

* ÁFENGI (nauðsynlegt!! áfengisleysi ógildir miðann)
* svefnpoki (ó ætliði ekki að sofa neitt? jæja má sleppa pokanum)
* grillmatur (Þráinn var e-ð að tala um að hann ætlaði að sjá um grillið, tala við hann)
* ÁFENGI
* sundföt (betra ef þið ætlið í pottinn ÁÐUR en þið verðið ofurölvi og vitið ekki hvort þið eruð í fötum lengur)
* geisladiska (það er e-ð lítið tæki þarna með spilara)
* ÁFENGI

mér líst ekkert á þáttökuleysið í þessari sumarbústaðarferð :o( jæja þá skiptist skemmtunin bara niður á færri og þá fáum við meira...eða e-ð svoleiðis. Jæja ég er allavega að vinna til 17 á lau þa. við getum lagt af stað þá. Ef þið erum mjög æst þá megiði alveg fara fyrr og bíða fyrir utan! hehe nei nei þið getir skellt ykkur í sund :o) fyrir ykkur sem ekki vissuð þá er ferðinni heitið í Húsafell. "gatan" okkar heitir Stuttárbotnar og húsið heitir Sumarhöll Milljónafélagsins. Ég var að spá í að fara strax eftir vinnu. Þeir sem vilja koma með mér í bíl rétt upp hönd!! nenni ekki að keyra ein :o( það gæti líka sprungið og þá þarf ég að hafa e-n sem kann á þetta ;-) tíhí

Mér finnst mjöööög fyndið að Krúsi er orðinn sölumaður snyrtivara. híhíhí. Annars er bara tilhlökkun fyrir sumarbústaðaferðina á morgun. Að vísu er maður ennþá að jafna sig eftir miðvikudagskvöldið. Sem var eins og alltaf mjög skemmtilegt en furðulegt um leið. Þórunn hafði eitt markmið fyrir kvöldið og það var að verða drullufull og henni tókst það með prýði. Kristín þarf aðeins að endurskoða fótbúnað sinn áður en hún fer aftur í bæinn. Það þykir víst betra að geta staðið á skóm sínum og enn betra að geta labbað.
Nokkrir hafa helst úr lestinni með sumarbústaðadjammið okkar en það lítur út fyrir að við verðum bara fimm. Fámennt en góðmennt. Að sjálfsögðu. Minni hættur á skandölum og öðru sem maður vill ekki muna eftir hugsanlega daginn eftir. Jæja ég er farin að reykja var að troða í mig ógislega góðan kínverskan mat. MMMMMMM

miðvikudagur, maí 08, 2002

Helena mín leiðist þér eitthvað?

Allir sem hafa ekkert að gera á föstudagskvöld ætla að kíkja á mig á Prestó. Að vinna á föstudagskvöldi er ekki mín hugmynd um skemmtilegustu leiðina til að eyða djammkvöldum en það er ástæða fyrir þessu. ÞEAS laugardagskvöldið er sumarbústaðadjamm.
Hey en það sem ég var búin að skrifa í bloggið mitt sem hvarf. Þá er sumarbústaðaferð um helgina og þeir sem ætla að mæta þangað mega endilega láta mig, Sólveigu eða Þráin vita. Það verður drukkið og djammað að hætti Díonýsusar.

Annað varðandi kvöldið í kvöld þá ætla ég ekki að koma nálægt skipulagningu. Við verðum ekki heima hjá mér því við erum alltaf þar og það er komin tími til að einhver annar þrífi eftir ykkur. Látið mig bara vita hvar og hvenær ég á að mæta!!!

þriðjudagur, maí 07, 2002

Ég er komin með ógeð á fólki sem heldur að það komist áfram á frekjunni. Getur ekki einu sinni verið kurteist í símann við blásaklausar símastúlkur sem taka við pöntunum. Powerfrekjutripp sem er tekið út á fólki sem ég myndi segja ætti það ekki skilið. Þótt það sé komið svona fram við mann má maður ekki svara á móti því kúnninn á skilið góða þjónustu. Mér er nett sama og bráðum spring ég ef ein önnur manneskja byrjar að hringja og álasa mér fyrir eitthvað sem ég kom ekki nálægt. Því miður ég var ekki komin með kosningarétt í síðustu kosningum þannig ég ræð ekkert hvað skatturinn á matvöru er hár......já nei veistu opnunartíminn í Fjarðarkaup ég hef bara ekki hugmynd.....nei ég sel ekki aspas já bara sjávarafurðir og sósur......AAAAAAAAAARRRRRRRRRGGGGGG!!!!!!

Já hvað segiði djamm á morgun!!! ég er til bara til að drekka burt pirring minn í garð heimskra dónalegra Íslendinga.

mánudagur, maí 06, 2002










Sumarbústaðaferð











Hverjir ætla með í sumarbústaðaferð næstu helgi??
Audda ég kem!
Nei kemst ekki vegna lærDÓMS
Kemst ekki vegna þess að ég er í útlöndum
Fyllerí ég þar!!!!!
Ég kem en verð edrú
ha?! sumarbústaðaferð????
Veit iggi

Current Results
Create a FREE Alxnet Web Poll

hmm... Djamm á miðvikudag? ekki laust við að hljóma svolítið furðulega jafnvel eilítið útí óvenjulegt en það má gera gott úr því. Þetta er nú búið að vera þægilegasta vor sem ég hef lifað (frá því ég var 5 ára) því engin hafa þau verið prófin sem ég hef þurft að taka en ekkert endist að eilífu, skóli næsta haust. :/
Elín, ég er bara að gera mitt besta til að halda dío. sem fjölbreyttustum og gefa ykkur smá vísbendingar um það hvernig árshátíðin verður. Einnig er ég að fara að gefa út bók, hún mun heita ,,Lýsingarorð í sinni réttu mynd". Hvet ég alla til að ná sér í eintak þegar hún kemur út, en ætli það verði ekki á svipuðum tíma og bókin ,,Lærið að skilja skrift Hildar" kemur út (en þess ber að geta að höfundur hennar er enn að klóra sér í hausnum).

Ég hlakka klikk til á miðvikudag að fara á ærlegt og skemmtilegt djamm. Flestir búnir í prófum og Díonýsus fer í gang. Hey en svo er sumarbústaðaferð á laugardag allir að mæta hress og kát!! Nóg að gera á komandi vikum. Hey best að fara að vinna!

sunnudagur, maí 05, 2002

ég er að deyja mig langar svo í Burger King!!!! Hey Elín getur þú ekki sent mér einn whoopper?

já nákvæmlega Kristín mín, það er sko löglegur djammdagur á miðvikudaginn og því er skylda að djamma til átta en ekki eitt!!! Vei ég er sko pottþétt líka að fara að djamma því ég er búin að vera að vinna aaaaalla helgina. bara sofa vinna sofa vinna sofa vinna. Ég er reyndar að fara í afmæli á mið. en við hittumst bara galvösk í bænum, ekki satt? jú jú vei vei, maður verður svo skrítinn ef maður fær ekki að djamm heila helgi tíhí :o)

Hey fimmtudagur er frídagur þannig miðvikudagur er djammdagyr ekki bara opið til eitt...ALLIR Á DJAMMIÐ!!!!

laugardagur, maí 04, 2002

Fyllerí alla daga!

það er föstudagsköld...eða réttara sagt laugardagsmorgunn, klukkan er hálf sex og afhverju í ansk..er ég í tölvunni? af hverju er ég ekki niðrí bæ að gera e-a skandala? jú vegna þess að ég er í vinnunni og fæ þar með miðbæjarlífið beint í æð!! Þið sem ekki vitið þá er það á slysó sem djammið endar. vúhú það eru nú þónokkrir barðir og bitnir búnir að koma. Undarlegt nokk komu þeir flestir af uppáhaldsstaðnum mínum Nelly´s. Oj það ætti að loka þessari skítabúllu :o( þá yrði allavega minna að gera hjá mér og ég gæti leikið mér í tölvunni í friði. Vitiði hvað fullt fólk er leiðinlegt? og sérstaklega eftir að búið er að lemja það. Og svo lætur það sér bara blæða út beint á borðið mitt, þvílíkur dónaskapur!

föstudagur, maí 03, 2002

Fyrirgefðu Helena mín en við vorum ekki að fara að labba til Keflavíkur. Við værum þá að koma til þín um fjögur um nóttina og ég þurfti að mæta í vinnuna kl. 8 ég hefði aldrei náð þessu.

fimmtudagur, maí 02, 2002

Ég var að biðja til Díonýsusar!!!!

Góðan og blessaðan daginn,
Ég er alveg viss um að þið hafið öll mætt í kröfugöngu og mótmælt óréttlætum lífsins!? yeah right.
Hafið þið farið á útsölumarkað? Smá saga um það! Ef kerlingar heyra orðið útsala þá breytast þær í skrímsli! Árásargirnin og mannvonskan magnast upp og fær útrás á þessum svokölluðum útsölum. Í gær vakti mamma mig og sagði hey komdu með mér að versla. Ok ekki málið. Þegar við mætum á staðinn er ekki séns að fá bílastæði neitt nálægt. Inn geng ég.....shit Stéttarfélagið Efling hefði getað haft kaffisamsæti sitt þarna því það var krökt af fólki. Ég byrja að skoða hvað er í boði hélt á einhverri peysu og ég var ekki búin að leggja hana frá mér þegar eitt skrímslanna var búin að rífa hana af mér. Þegar nokkrar tilraunir við að skoða enduðu alltaf í ruðningum og veseni faldi ég mig úti í horni og bað til guðs um að leyfa mér að lifa lengur.
Þar að auki var ég þunn! búhú
Nei nei annars náði ég að versla ógislega sætt á frændsystkini mín. Ég hef greinilega líka þennan eðlislega útsölu-survival-of-the-fittest-gen!