miðvikudagur, maí 29, 2002

Einu sinni var ung stúlka sem vann og vann og vann en samt var hún aldrei að vinna því hún var bara tilraunadýr fyrir Íslenska Erfðagreiningu sem var að rannsaka líkur á að fá geðsjúkdóma í tengslum við annasama vinnu.
Þegar hún var hætt í þessari rannsókn vissi hún barasta ekkert hvað hún átti að gera. Hún hékk á netinu, spjallaði á MSN og bloggaði fyrir þann tíma sem fór áður í að vinna. Metnaðarleysisandinn sveif yfir vinnustaðnum. Allir sváfu sínum væra svefni uns enginn nennti lengur að mæta í vinnuna einu sinni. En svo einn góðan veðurdag gerðist þessi stúlka atvinnugolfari og lifði hamingjusöm til æviloka.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home