mánudagur, maí 06, 2002

hmm... Djamm á miðvikudag? ekki laust við að hljóma svolítið furðulega jafnvel eilítið útí óvenjulegt en það má gera gott úr því. Þetta er nú búið að vera þægilegasta vor sem ég hef lifað (frá því ég var 5 ára) því engin hafa þau verið prófin sem ég hef þurft að taka en ekkert endist að eilífu, skóli næsta haust. :/
Elín, ég er bara að gera mitt besta til að halda dío. sem fjölbreyttustum og gefa ykkur smá vísbendingar um það hvernig árshátíðin verður. Einnig er ég að fara að gefa út bók, hún mun heita ,,Lýsingarorð í sinni réttu mynd". Hvet ég alla til að ná sér í eintak þegar hún kemur út, en ætli það verði ekki á svipuðum tíma og bókin ,,Lærið að skilja skrift Hildar" kemur út (en þess ber að geta að höfundur hennar er enn að klóra sér í hausnum).

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home