sunnudagur, júní 20, 2004

Lægðin er horfin

ÉG er virkilega að reyna að aflétta þessari lægð sem hefur verið yfir fjelaginu í fjarveru minni í útlandinu.

Fyrsta skrefið var ammælispartýið um daginn. Gerði heiðarlega tilraun að plata meðlimi á ball í tengslum við víkingahátíð í Hafnarfirði. En þess í stað hittust nokkrir meðlimir á Ara í Ögri og teiguðu nokkra öllara.

Ég auglýsi eftir þeim sem telja sig vera virka meðlimi félagsins... þá veit maður hvern maður á að bögga í tengslum við hinar ýmsu hugdettum mínum um uppákomur.

fimmtudagur, júní 03, 2004

Nú styttist óðum í að tveir gildir limir félagsins komi til Frónsins.... í heimsókn. En mér finnst sem formanni (ég í raun skylda alla til að mæta) að við ættum að halda teiti í þessu tilefni.

Sérstaklega þar sem Formaður og Þórunn, hæstvirtur meðlimur, eiga einnig afmæli á næsta leiti. Ég mun leitast eftir að hafa þennan samfögnuð þann 12. júní núkomandi að öllum líkindum að félagsheimili félagsins í Kópavogi.
Allar nánari upplýsingar veitir Formaður.