þriðjudagur, maí 21, 2002

Góðan daginn.... sumir hafa barasta engan áhuga á að hanga í tölvunni á góðviðrisdögum eins og síðustu daga. Þar af leiðandi kemur ekkert blogg frá þeim. Síðustu dögum hef ég eytt í sveitinni í Grafarvogi að slá í litla hvíta kúlu. Sumum þætti þetta hobbý frekar undarlegt en það er ótrúlegt hvað er gaman og vandasamt að slá kúlunni þannig hún hitti á réttann stað. Þetta sport höfðar einstaklega vel til þrjósku minnar.
Djammið
Föstudagur
Sumir er vafalaust að velta fyrir sér fór Hrebbna ekkert á djammið um helgina. Örvæntið ekki, hún hefur ekki alveg misst vitið. Á föstudag var nennusemin ekki upp á marga fiska en Sólveig kíkti í heimsókn og við sötruðum bjór og ákveðið var að halda í heimsókn til vinkonu okkar Heiðrúnar. Stuðið þar var brjálað. Farið var seint í bæinn en er þangað var komið var farið á Gaukinn....ég hefði átt að sleppa því. Það var elektrólúx kvöld eða eitthvað teknó tónlist dauðans og minn var ekki alveg í skapi fyrir þannig tónlist var orðin frekar þreytt eftir amstur dagsins. Hélt snemma heim á leið.
Laugardagur
Neibb fór snemma að sofa.....en ég fékk reglulega um nóttina fréttir úr miðbænum!!
Sunnudagur
Já ok ég fór á djammið. Kom heim af golfvellinum rétt fyrir klukkan ellefu um kvöldið dreif mig í gallann og fór til Sólveigar. Þráinn, Fúsi og Gaui voru þegar mættir þangað og allir í góðum gír. Sturtað í sig áfengi og síðan var haldið í bæinn. Ég og Sólveig erum ekki nógu gamlar til að fara inn á Hverfisbarinn því við erum ekki orðin 22 ára. Fórum því næst á Vegamót...æ frekar slappt þar. Síðan fórum við humm..... minns reyna að muna.... Æ já fórum á Ara í Ögri og fengum okkur grjónagraut bara snilld. Síðan fylgdu einhverjir aðrir drykkir í kjölfarið. Ég hitti þar þjóðhátíðarforeldra mína og spjallaði kannski of lengi við þau því Fúsi og Þráinn sem sátu í hinum enda salarins voru farnir að hringja í mig. Úps.. ég kvaddi enda búið að loka og þá fórum við á Viktor. Dönsuðum eins og hálfvitar þar. Ouch skotin farin að virka.... greinilega farin að virka á Sólveigu líka híhí. Þráinn og Fúsi gefast upp og yfirgefa samkvæmið. Sólveig og ég frekar skrautlegar sitjum og spjöllum um lífið og tilveruna....já komin á trúnó. Shit klukkið er orðið hálfsex... ég er að fara í golf í hádeginu. Best að drífa sig heim að lúlla.


Hildur ég er að vinna á Prestó á fimmtudagskvöldið. Á ég að reyna að fresta þeim vinnudegi mínum eða............
Ég er mikið að spæla í að hætta á Prestó ég er einhvern veginn búin að fá ógeð á að þjóna. úff æi ég veit það ekki.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home