fimmtudagur, maí 02, 2002

Góðan og blessaðan daginn,
Ég er alveg viss um að þið hafið öll mætt í kröfugöngu og mótmælt óréttlætum lífsins!? yeah right.
Hafið þið farið á útsölumarkað? Smá saga um það! Ef kerlingar heyra orðið útsala þá breytast þær í skrímsli! Árásargirnin og mannvonskan magnast upp og fær útrás á þessum svokölluðum útsölum. Í gær vakti mamma mig og sagði hey komdu með mér að versla. Ok ekki málið. Þegar við mætum á staðinn er ekki séns að fá bílastæði neitt nálægt. Inn geng ég.....shit Stéttarfélagið Efling hefði getað haft kaffisamsæti sitt þarna því það var krökt af fólki. Ég byrja að skoða hvað er í boði hélt á einhverri peysu og ég var ekki búin að leggja hana frá mér þegar eitt skrímslanna var búin að rífa hana af mér. Þegar nokkrar tilraunir við að skoða enduðu alltaf í ruðningum og veseni faldi ég mig úti í horni og bað til guðs um að leyfa mér að lifa lengur.
Þar að auki var ég þunn! búhú
Nei nei annars náði ég að versla ógislega sætt á frændsystkini mín. Ég hef greinilega líka þennan eðlislega útsölu-survival-of-the-fittest-gen!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home