mánudagur, maí 13, 2002

Ég verð aðeins að gefa skýringu á af hverju við urðum seinar!! Við urðum bensínlausar við hliðina á Esso í árbænum en þó var greinilegt að við vorum ekki á leiðinni á bensínstöðina því við vorum komnar framhjá þar sem átti að beygja. Týpískt við. Jæja loksins komin af stað. Humm bjór la la la la. Þegar loksins var komið í bústaðinn var eins og þráinn sagði byrjað að gera allt klárt. AAAArrrg síminn minn náði ekki sambandi í sveitinni. Að Díonýsusar sið var byrjað á drykkjuleikjunum. Fubar, Rehab, þríhyrningur all our favorites. Borðaður dýrindismatur. Að máltíð lokinni hellir einhver fullt af rauðvíni niður á allt þó aðallega skjannahvíta bolinn hennar Þórunnar og nýju hvítu peysuna hennar Sólveigar.
Í pottinum var rætt um heimsins málefni...bíómyndir-nútíð-fortíð-framtíð-bardagamyndir-upphafsatriði og la la la , fótbolti-enski-ítalski-þýski-íslenski, og svo náttúrulega sannleikurinn og kontor. Síðan voru einhverjar morðtilraunir gerðar og rothögg flugu í allar áttir þá ákváðu sumir að nóg væri komið af þessari vatnsleikfimi og fóru inn. Ölvun var áberandi en það var ekkert verra.
Á heimleiðinni mætti halda að Sólveig væri enn ölvuð ( hún var að keyra) en hún fór með öll dýrahljóð sem hún kunni og söng hátt og snjallt öll þau orð sem hún kunni en ekki voru þau mörg í hverju lagi sem ómaði í útvarpinu. Þórunn var mikið að spá í að flýja og labba bara heim vegna látana í Hrebbnu og Sólveigu. Frábær ferð ég þakka kærlega fyrir mig.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home