laugardagur, desember 29, 2001

Hæ hó.
Dagurinn í dag fór í það að skrifa skemmtilegar ritgerðir um hvernig persóna ég er. Þessi inngöngupappírar eru skrítnir ég þarf að tilgreina allt sem ég hef gert um ævina á einhverjum þremur línum. Hvernig í andsk. á ég að geta það ég hef haft um það bil 10 vinnur um ævina og verið í 7 skólum eða eitthvað álíka. Æft allt milli himins og jarðar og bla bla bla.
Og hvaða hæfileika hef ég? Það veit ég ekki!!
Hefuru stundað einhverja góðgerðarvinnu? Nei, hver hefur tíma!
Einstaklega gaman síðan er ég að fara til yfirmanns míns í vinnunni og biðja hann um að ljúga einhverju góðu um mig sem meðmæli síðan þarf ég að biðja einn til tvo kennara um meðmælabréf.
Ég þarf meira að segja að fara upp í Réttó og biðja þá um staðfest einkunnaspjald á Ensku og helst meðmælabréf frá þeim skóla! Það eru rúm 5 ár síðan ég var í þessum skóla!!

Ég á mér ekkert lif klukkan er 23.28 á laugardagskvöldi og ég er fyrir framan tölvuna! Er ég orðin gömul því ég nenni ekki að djamma? SORGLEGT

föstudagur, desember 28, 2001

GEISP!! Jæja hvað á að gera um áramótin? Ég held ég hafi sofið of mikið í fríinu því það líður ekki mínúta án þess að ég geispi.
Ég var bara hörð í dag og var að láta laga launin mín og fleira. Og heimtaði svör EN ég hér með auglýsi ef einhver veit um lausa vinnu þá vil ég fá hana.

Best að klára þessa blessaða reikninga. BLAH!

Meira seinna

fimmtudagur, desember 27, 2001

Jó hóhóhó
Þá er maður búin að éta yfir sig af dýrindis krásum. Sofa alltof mikið og tala enn meira í símann.
Yndisleg þessi jól. En nú hefst átakið. Ég ætla að vcera geðveikt dugleg í líkamsrækt og hætta að borða óþverra. Jafnvel já jafnvel hætta að reykja.
Annars fór ég á NASA í gærkvöldi og það er geðveikur staður stór, flottur og góð tónlist. Að vísu svolítið dýr ég borgaði 500kr fyrir lítin bjór og Kristín borgaði 1100 kr fyrir einfaldann malibu í ananassafa. Og þar að auki kostaði 1000 kr inn. En við fórum á okkar ástsæla vínbar fyrst en honum var lokað kl. 1 þannig eitthvert þurftum við að fara.

Veistu ég var að gera mér grein fyrir því að núna er ekkert frí heldur bara lífsins alvara ég workinggirl (ekki í vændiskonumerkingu) og ég er orðin fullorðin. Very scary!! Mig langar að vera áfram krakkaskratti sem þarf ekki að hafa neina ábyrgð og þarf ekki enn að fara að vinna að því að verða "eitthvað".
Mjög heimspekilegar hugsanir eða þannig.
Jæja best að halda áfram að vera löt í vinnunni.

þriðjudagur, desember 25, 2001

Gleðileg Jól

sunnudagur, desember 23, 2001

Hæ hó,
Ótrúlegt en satt ég er búin að öllu og ég hef aldrei verið svona snemma í þessu. Ég hef verið að klára allt um 17:30 á aðfangadag en núna hálfleiðist mér. Ekkert stress bara rólegheit. En ég ætla ekki að fara í búðir fyrr en í júlí ég er komin með ógeð. Æ mér finnst bara ekkert gaman að versla.
En annars óska ég öllum gleðilegra jóla og sjáumst hress og kát á nýju ári. Það verður örugglega eitthvað djammað á nýju ári jafnvel milli jóla og nýárs.
Það er ótrúlega skrítið að vera í fríi og ekki vera með samviskubit yfir að vera ekki í vinnunni eða ekki að læra. Ég held ég hafi bara aldrei upplifað þessa stemmingu.
Jæja nú ætla ég að fara að slappa af með rauðvín og osta og njóta jólanna í botn.


fimmtudagur, desember 20, 2001

Akkkuru eru allir í vondu skapi í dag og kvarta og kveina. Það er allt sem gat farið vitlaust búið að fara vitlaust. Ég vera svolítið pirruð. Líklegast bara þreytt.

Jæja gærdagurinn gekk vel.
En vá sjokkið sem ég fékk þegar það var komið að mér í röðinni ég leit á spjaldið og sá 3 nöfn en ég heiti bara tveimur og ég var viss um að ég ætti ekki að vera að útskrifast en þegar betur var að gáð var búið að bæta orðinu Stúdent fyrir framan.
Mér fannst þetta samt svolítið sorglegt, hvað nú-spurningin kom ansi oft í hugann í gær. Ég er orðin fullorðin og þarf að fara að verða eitthvað. OUCH!

Annars hittumst við stelpurnar heima hjá Elín Ásu og borðuðum góðann mat saman og drukkum smá ethanól með. Síðan var haldið í bæinn við byrjuðum á að fara á Café Victor og hittum þar fullt af fólki en síðan fórum við á LA cafe þar sem stúdentarnir hittust allir. Ég var einhvern veginn of þreytt til að nenna að djamma. En gerði það samt. Það var geðveikt gaman.

En það á að endurtaka leikinn á föstudaginn þá ætlum við öll að hittast í bænum með hvítar húfur.

Dagurinn í dag virðist ætla að vera svona hrakfallabálkadagur!
Ég gat engan veginn vaknað í morgun og var hálfsofandi hérna í vinnunni þannig að ég fer og fæ mér kaffi. Það var verið að hella upp á þannig það var vel heitt. Ég hugsa mmmmkaffi, fæ mér bolla en helli honum yfir hendina á mér. MJÖG VONT. Ég er hrikalega brennd og svíður brjálæðislega.
Ég nenni ekki að vinna eða öllu heldur hef ekki orku í það.

En ég verð að reyna. BLAH

mánudagur, desember 17, 2001

Hæ hó deríó,
Djöfull var ljúft að vera í fríi í gær. Fyrsti frídagur í marga mánuði þ.e.a.s. engin vinna og enginn lærdómur algjörlega hrein samviska!
Ég fór að leita að jólagjöfum en viti menn ég fann ekkert sniðugt. Algjörlega týpískt ég.
Ekki fara í bíó og sjá myndina Glass House hún er ógeðsleg og ætti að flokkast sem B-mynd. Blah.

Ég fór og sótti blessuðu hvítu húfuna áðan. Ekkert smá gaman.
Að vísu þegar konan ætlaði að setja hana á hausinn á mér þá horfði ég hana með þvílíkum hræðslusvip (út af hjátrúnni um að setja upp stúdentshúfu áður en maður má!!)
hún sagði ósköp rólega þú ert búin að ná og það verður ekki tekið af þér. Þá varð ég eitt stórt sólheimabros!

föstudagur, desember 14, 2001

Ég náði öllu!!!!

en verst að geta ekki fagnað í kvöld.
me working....


Betri tíð í vændum ég ætla að vera í fríi í hádeginu á morgun til að komast á jólahlaðborð sem fyrirtækið stendur fyrir. Og meira að segja ætla ég að hætta fyrir kvöldmat annað kvöld! :)

fimmtudagur, desember 13, 2001

Á eftir er ég að fara á einstaklega skemmtilega æfingu nebblilega kirkjuæfingu fyrir útskriftina :) Ég er búin að vera geðveikt dugleg í dag í vinnunni. Þannig ég ætla að taka mér langan matartíma. Ég vera mikið löt.
Í gærkvöldi hitti ég Stebba og Hrefnu ótrúlegt en satt, Stebbi býr í Kópavogi og ég líka en samt er ég ekki búin að hitta hann síðan í maí. Eins og ég segi þá hef ég meira samband við vini mína sem búa í útlöndum en þá sem búa í næstu götu! Æ ég er bara tölvulúði sem elskar MSN og bloggið :)

Hey ef einhver hefur ábendingar um hvar ég get keypt mér útskriftarföt eru þau þegin með þökkum. I have no idea what to wear.

Af hverju eru allir strákar annaðhvort á föstu eða hommar? Ég sannfærðist um það enn frekar í gær. Sko ég og Kristín vorum að tala við kunningja hennar og síðan fórum við að tala um bíómyndir og hann sagði að uppáhaldsmyndir sínar væru Clueless, Miss Conginiality og Legally Blonde HAAAALLLLÓO hvað er að? þetta eru uppáhalds gelgjumyndirnar mínar. Æ það var geðveikt gaman að tala við og svo fór hann að tala um kærastann sinn eða eitthvað álíka.
Heellllo ég er að spá í að gerast nunna og ganga í klaustur. Eða vera bara ein það sem eftir er. Kristín er farin að pæla hvort ég gangi einhvern tíman út.

Ef ég er búin snemma í vinnunni þ.e.a.s. fyrir miðnætti ætla ég að fara á vínbarinn og fá mér rauðvín. Ég á það skilið ég er búin í prófum. :)

miðvikudagur, desember 12, 2001

Nú tekur alvaran við VINNA. Þar sem vinnan mín tengist að auðvelda fólki að kaupa jólagjafir til útlanda þá er desember geðsjúklings mánuður hjá mér. Í fyrra rétt náði að komast heim kl 17 á aðfangadag fara í sturtu og pakka inn öllum gjöfunum. Mamma og Pabbi voru svo góð að bíða með matinn eftir mér.
En svona er það enda er mjög gaman í Janúar að slappa af en það liggur við að maður þurfi róandi til þess að geta sofið.

ÉG ER BÚIN Í PRÓFUM liggaliggalá

þriðjudagur, desember 11, 2001

Jæja þá er Listasagan búin og guð minn almáttugur hér er mynd af byggingu frá hvaða ári er hún hver gerði hana hvar er hún hver eru stíleinkenni og bla bla bla. Ég get ekki sagt að þetta hafi verið skemmtilegt próf en nú þarf ég að bíða og sjá hvort ég hafi náð. Pleeeeeeeeaaasse god be nice!! Þá tekur við félagsfræði allt um íslam og þróunarlönd æ ég hef nú ekki miklar áhyggjur af því. Annars held ég að það sé best að sofna aðeins áður en ég tek upp bækurnar að nýju því ég gleymdi óvart að fara að sofa. Mogginn datt inn um klukkan 6 í morgun og þá fattaði ég hvað klukkan var. En í staðinn fyrir að fara að sofa þá hélt ég áfram því ég var hrædd um að vakna ekki ef ég sofnaði. Týpískt ég!

mánudagur, desember 10, 2001

OK ekki datt mér í hug að viðtökurnar yrðu svona góðar!! en endilega sendið invite á fleiri

Jú, tetta er alveg massa snidugt! Núna losnidi aldrei vid mig! HAHAHA! Ef ég fer á klósettid tá skrifa ég tad hér, ef ég hósta tá munud tid vita tad:) Verid tilbúnar undir >The Amacing Life of Gyda<

finnst ykkur etta ekki sniðugt?

Hola chicas!
Vard nú bara adeins ad prófa tetta svona í fyrsta sinn:) Annars hef ég ekkert ad segja thví ekkert hefur gerst í mínu auma lífi nýlega! En ég mun brátt vera stodd í Lundúnum ad versla frá mér peninga og vit. T.e. ef ég hef ekki eytt teim ollum hér á Estáni! Annars aetla ég bara ad halda áfram ad gera ekki neitt.
Hír jú leiter görls.

PS.. Ein ráðlegging, alltaf að ýta á post&publish þegar þið eruð búnar að skrifa, passa sig á að ýta ekki á Bara Post því þá hverfur bréfið bara en birtist ekki á síðunni.
Hér fyrir neðan er hægt að velja view web page og þá er skemmtilegra að lesa allt saman....... en til að skrifa þarf að vera í þessum glugga....
Good luck.

Jæja heil nótt af leiðinlegum lærdómi og dagurinn verður eins. Nema sú undantekning að ég þarf að vinna líka.
Þetta er alveg að verða búið og ég vona að ég nái öllu þannig ég geti virkilega djammað 19.des og allt eftir það.

Hæ hó deríó