sunnudagur, maí 12, 2002

Það liggur við að ég þufri að gera bara vikuskyrslu nuna því ég var staddur á djamminu í mið og núna um helgina. Byrjum á mið. Ég fór ásamt 2 öðrum á sommelier á vínkynningu, var áður búinn að klára kippu heima, en þar var frítt áfengi því verið var að kynna nýja tegund af vodka. Hann er mjög góður, enda runnu glösin ljúft niður. Glösin voru líka helvíti flott, það er eitt svoleiðis fyrir framan mig núna, það er að vísu tómt en það má bæta úr því seinna. svo var farið á glaminn og sest niður og var alveg furðulegt hvað maður þekkti marga þar. í stuttu máli => margar ferðir á barinn, screwdriver hægrri vinstri og staup inná milli. Hitti þar nokkra dío. meðlimi, aka hrebbna, þórunn, og ég man ekki hver þriðja persónan var, fæ að vita það seinna. Farið svo heim. Til að undirstrika hversu fullur ég var þá vaknaði ég daginn eftir uppí rúmi í fötunum með símann í hendinni og það sem ég hélt að væri hálfskrifað sms en ég fékk að vita það um helgina að það komst til skila. :)

En þá er það aðallinn...
þessi helgi = bústaðaferð dío. Þetta var rosalegt. Það var auðvitað eins og stelpum er einum lagið þá voru þær seinar!!! Lagt af stað úr bænum kl að verða 7! en ekki uppúr 5. En það var allt í lagi, ég var með bjór. Reyndar kláraði ég kippuna áður en við komumst á leiðarenda. Byrjað var á að redda potttinum og grillinu, bara drukkið á meðan. Um 10 leytið var grillað, maturinn var æði, reyndar kokkurinn líka en það má ræða það seinna ef þið viljið fara í detail. Þar sem potturinn er ágætlega stór þá tók smá tíma að fylla dýrið á honum og tímanum var eytt á meðan í rehab. Pottur tilbúinn... allir ofaní og kjaftað um allt muligt en svo kom að því, einhverjum datt í hug að faraí sannleikann og kontor (ekki mín hugmynd) það var svo sem ágætis afþreying og var mikið stuð á mannskapnum. En ALDREI segja kontor við Sólveigu, hún lét mig hlaupa nakinn í kringum bústaðinn en ég náði að hefna mín seinna, lét hana dansa erótóskan dans við kústskaft. :) Um 4 leytið um nóttina var farið inn og fóru þá félagarnir að detta út einn á fætur öðrum. en þeir lífseigustu lifðu til 7. að vísu vaknaði ég kl 10 aftur og er þess vegna dauðþreyttur eftir bara 3 tíma svefn er þetta er samið. Félagsmenn vöknuðu allir í misjöfnu ástandi daginn eftir en þynnka dagsins var án efa Sólveig, hrebbna gerði að vísu góða tilraun til að ná fyrsta sætinu en bara hárgreiðslan gerði út um málið. Keyrt í bæinn. Þetta var án efa ein sú skemmtilegasta bústaða ferð sem ég hef farið í lengi og eiga skipuleggjendur hennar gott klapp skilið. Og þið sem misstuð af ferðinni hef ég aðeins eitt að segja: NANANANANANA!!! En myndirnar munu svo sýna hið rétta andlit ferðarinnar, veit samt ekki hvort þær munu vera gerðar opinberar vegna friðhelgi landsmanna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home