Gleðilegan flöskudag!!!
Enn og aftur komin helgi. Maður er varla búin að jafna sig á síðustu og þá er komin önnur....ég er alls ekki að kvarta.
Í kvöld ætla einhverjir félagar að djamma..humm kemur á óvart. Ég er að reyna að draga fólk á sveitaball um helgina. Nema bara eitt vandamál sveitaböll eru yfirleitt í sveitinni og hún er úti á landi þú veist langt í burtu. Það þýðir að einhver af byttunum þyrfti að vera á bíl þannig strax fellur hugmyndin um sjálfa sig. Við edrú...yeah right! Mér finnst allavega kominn tími til að við förum í laugavegsleikinn! Það verður a.m.k. að fara í hann í sumar.
Já Laugavegsleikurinn spyrðu..
Hann gengur út á það að byrjað er öðru hvoru megin á laugaveginum og fara verður inn á hvern þann stað sem hefur áfengi upp á að bjóða og drekka einn slíkan drykk og fara svo á næsta. Sá sem kemst lengst vinnur! Ef staður er of shabbý þá má sleppa honum en þá verða allir að vera sammála um hættu á hugsanlegri áfengis-bakteríu-fylliraftaeitrun. Athugið tímamörk eru á því hvað má dvelja lengi inni á hverjum stað..ákveðið hverju sinni.
Hver og einn fær nokkur spjöld. Einungis má nota hvert einu sinni.
Cruiltyspjaldið....þú ræður hver drekkur þinn drykk.
Aumingjaspjaldið...þú þarft ekki að drekka eða þú drekkur óáfengan drykk.
Skot....á línuna allir verða að skjóta.
Surprise....þú mátt velja hvað sem er og sá sem fær spjaldið verður að drekka það. (nema Hrebbna þarf ekki að drekka Tequila)
Síðan er málið bara að vera dugleg við að koma með hugmyndir að nýjum spjöldum.
Athugið sjaldnast kemst maður niður allann laugaveginn.
Hugleiðing dagsins: Hvað á ég að kaupa í Ríkinu fyrir helgina??
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home