föstudagur, maí 10, 2002

Mér finnst mjöööög fyndið að Krúsi er orðinn sölumaður snyrtivara. híhíhí. Annars er bara tilhlökkun fyrir sumarbústaðaferðina á morgun. Að vísu er maður ennþá að jafna sig eftir miðvikudagskvöldið. Sem var eins og alltaf mjög skemmtilegt en furðulegt um leið. Þórunn hafði eitt markmið fyrir kvöldið og það var að verða drullufull og henni tókst það með prýði. Kristín þarf aðeins að endurskoða fótbúnað sinn áður en hún fer aftur í bæinn. Það þykir víst betra að geta staðið á skóm sínum og enn betra að geta labbað.
Nokkrir hafa helst úr lestinni með sumarbústaðadjammið okkar en það lítur út fyrir að við verðum bara fimm. Fámennt en góðmennt. Að sjálfsögðu. Minni hættur á skandölum og öðru sem maður vill ekki muna eftir hugsanlega daginn eftir. Jæja ég er farin að reykja var að troða í mig ógislega góðan kínverskan mat. MMMMMMM

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home