þriðjudagur, maí 28, 2002

Jæja þá er búið að opna sim-kortið mitt aftur. einhver fyllibyttan um helgina hélt að síminn minn (Þráins) væri sinn og sló inn sitt pin-númer oft. Þannig síminn minn læstist. Þvílíkt bögg. Svo þegar ég var þarna hjá Tal að þylja upp allar tölurnar mínar, kennitala, sími, nafn, heimilisfang, pin-númer bara til að fá annað númer, þá gerði ég mér grein fyrir því hvað maður þarf að kunna ógislega mikið af tölum. Fullt af símanúmerum, pin-númer á síma og kortum, kennitala, heimilisfang, og svona hin og þessi password. Ég meina ég er til dæmis með ansi mörg símanúmer, það er gemsinn, vinnugemsinn, heimasími og vinnusími og svo faxnúmerið í vinnunni. Takk fyrir 35 tölur í ákveðinni röð! Æ well ég er farin í mat áður en ég fer að bulla meir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home