fimmtudagur, maí 30, 2002

Ok ég skil þetta barasta ekki nú finn ég ekki vinnugemsasimkortið mitt. Ég var með það í bílnum en bara allt í einu horfið núna. Shit! Svo er ég svo mikill aumingi þori ekki að segja frá því að ég sé búin að týna litla appelsínugula kortinu í símann. Það væri kannski aulalegra að týna því eins og Katla gerði, simkortið var í símanum en nú er kortið týnt en ekki síminn. Vííííí það er að koma helgi enn einu sinni. Nóg að gera um helgina. Dekra við litlu frændsystkinin mín og djamma smá (held ég) og náttúrulega GOLF. Allir sem hafa ekkert að gera í kvöld mega heimsækja mig í vinnuna á kaffihúsinu! :) Ég nenni barasta ekki að vinna þarna lengur og er að spæla í að segja upp. Ég hef 110% vinnu á daginn, svo verð ég að hafa tíma fyrir golfið ef ég ætla að verða næsti Tiger.

Hvaða dæmi er etta með mömmu mína og þurfa að sótthreinsa allt áður en fólk kemur í heimsókn. Ég get svarið það að síðustu tveir dagar hafa farið í að ÞRÍFA húsið. Sko mamma ég stórlega efast um að þau fari að leita af drasli í skápnum mínum og undir rúminu. Nei vá er ekki eðlilegt að loftið fyrir ofan sturtuna sé svoldið rakaskemmt?? Já þau ætla einmitt að fara að gá hvort rúmfötin séu strauuð í réttum brotum. Allavega hefur öll fjölskyldan þurft að taka þátt í þessum skrípaleik. Vei ég fæ sem sagt að sofa inni á skrifstofunni næstu daga á dýnu á golfinu. Ó me fríkíng bakk! nehhh það er alveg vel þess virði ef ég fæ að leika við Heklu og Tvistana.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home