fimmtudagur, janúar 31, 2002

SPURNING: HVER ÆTLAR AÐ VERA Á BÍL?
og já hvernig verður etta á föstudag?

Hildur: málið er að ég verð að vera í fríi eftir hádegi á mánudag. En mig langar rosalega að fara með svona til að kveðja Elínu áður en heldur til fyrirheitna landsins. Sérstaklega ef verið er að tala um mat og drykk! En við þurfum að finna eða föndra einvherja kveðjugjöf handa henni. Spurning hvað það gæti verið!? Ég veit það er hægt að láta prenta mynd á bangsa er þaggi ágæt hugmynd. En þá er vesenið með mynd.
Æ vá ég er ekki í ástandi til að hugsa akkúrat núna. Hafiði haft svona tilfinningu um að hugsun ykkar tilheyrir ekki líkama ykkar? Mjög freaky.
Eru Krúsi og Helena að vinna þennan dag?
Ég er sammála Hildi. Eva þú mátt ekki lifa þig svona inn í þessa veruleikaþætti, ITS NOT REAL!
Ég er eiginlega hálfveik en samt nennti ég ekki að vera heima í dag. Týpískt ég.

þriðjudagur, janúar 29, 2002

Ég þakka öll þessi jákvæðu orð um skipulagshæfni mína. :)
Nú er ég einnig búin að taka hið erfiðiða og laaaanga SAT próf. Nú líður mér eins og ég megi vera laus við allt samviskubit og þarf ekki að vera gera eitthvað annað þegar ég ákveð að leggja mig eða fara á kaffihús eða jafnvel ákveð að fara að djamma. Þetta er mjööög góð tilfinning þar sem ég hef aldrei fundið fyrir þessu á ævinni. Enda búin að vera í skóla stanslaust síðan ég byrjaði í leikskóla tæplega tveggja ára. Ansi löng skólaganga. Annars var prófið rosalega erfitt ég fór ekki að sofa vegna þess að ég var svo stressuð. Ég lá uppi í rúmi og hummaði. Ég fór svo loksins á fætur eitthvað um hálf-fimm. En ég var komin til Keflavíkur fyrir sjö um morguninn, me insane I know. Annars var mæting um 7:30 þannig ég var ekki svo geðbiluð því það voru einhverjir mættir á undan mér. Annars byrjaði prófið ekki fyrr en um 8:30 og við fengum ákveðinn tíma til að klára hvern hluta og það er sko ekki auðvelt að klára 45 spurningar af stærðfræði á 30 minútum! Og ég náði að klára hvern hluta. Ég kláraði loksins klukkan korter yfir eitt!!! Við fengum eina tíu mínútna pásu og eina eins mínútna. Hallo prófið tók 4 klukkutíma og 45 mínútur. Ótrúlegt. Ég var orðin verulega þreytt. En þegar ég kom heim úr prófinu ákvað mamma að ég væri að fara í Smáralind með henni, gleymdi að spyrja mig. En ég fékk bjórkippu fyrir að fara með :) ÞAð er alls ekki gaman að versla ef maður nennir því ekki og sérstaklega þegar mamma nennir því.
Beint úr blessuðu limalindsferðinni fór ég og hitti Önnu Jónu og Gyðilíus á kaffihúsi. mmmmm coffee.
Ég kom heim úr þeirri blessuðu ferð þá varð ég að hjálpa að elda. Ég lá dauð fyrir framan sjónvarpið í smá stund líka híhíhí
Við fengum rauðvín með matnum og vegna þreytu minnar kikkaði það svona rosalega inn. MIG LANGAÐI 'A DJAMMIÐ hringdi í Kristínu og hún kom í heimsókn.
Það var farið fyrst á Kofann og setið þar í heimsókn hjá Önnu Jónu, gott útsýnið þar, dyravörðurinn sko. Við fórum því næst á Glaumbar þar sem við vissum að Þráin, Fúsi og einhverjir fleiri sátu ´þar að sumbli. Stuð þar. Síðan var farið á Málarann fullt af fólki og ótrúlega fyndið. Kristín fór heim og skildi mig eina eftir hjá strákunum og ég verð að segja að þetta var mjöög fyndið, skemmtilegt og furðulegt kvöld. Ég var á eyrunum því strákarnir fylltu mig ég þurfti ekki mikið skal ég segja ykkur. Ég veit að við fórum aftur á Kofann, síðan aftur á Málarann og enduðum á Glaumbar.
Ég er ekki viss hvað klukkan var þegar ég kom heim. En ég sofnaði um leið og ég lagðist í rúmið. LAAAAAngur dagur.

Í gær fór ég í ræktina og hitti Hildi, Krúsa, Elín Ásu og Kristínu á Victor þegar ég var búin að hoppa og skoppa eins og fífl. Við rifjuðum upp blessaða djammið á gauknum þar síðustu helgi. Við ætlum að endurtaka það um helgina. híhí. Ég má alveg djamma án samviskubits núna.

Jæja ég ætla að vinna smá. blogga seinna.

mánudagur, janúar 28, 2002

Velkomin Hildur í veröld okkar tölvulúðanna.

föstudagur, janúar 25, 2002

Dad er bara allt a fullu er ennda i Montpellier og er nuna a einhverri radstefnu fyrir evtopusambandid finnst mjög leidinlegt en er bara herna fyrir kampavinid sem er mjög gott.Fer heim a sunnudaginn veii. frekar slaemt ad vera her svona lengi dar sem eru engir saetir strakar herna

Búúúú! Gettu hver?!
Nú er ég búin að skipuleggja og framkvæma brúðkaupsveislu! Ég var á billjón í allann gærdag, ég skal bara segja þér það að þetta var erfitt. Þegar ég kom var kokkurinn (Nonni) bara í góðum gír að slæpast! Ég var frekar pissed. Þannig ég fór að skipa honum fyrir og koma honum af stað. Síðan leit ég á salinn... aaaaaarrrrrrrrggg það var ekki einu sinni búið að taka óhreinu diskana af borðinu síðan í morgunmatnum, og klukkan var að verða tvö. Ég gekk frá öllu þurfti náttúrulega að henda eitthvað af borðum burt og raða öllu upp á nýtt. Þetta var að minnsta kosti mettími sem ég gerði þetta á. Síðan þurfti að dúka... sumir dúkarnir voru með gati eða blettum þá þurfti ég að vera sniðug og raða þeim þannig að það sæist ekki. Svo var það THE MASTERPIECE úff, skreyta borðið. Það kom rosalega vel út. Ég kláraði að ryksuga og henti öllum aukastólunum inn á Broadway shit klukkan var orðin fjögur ég enn í íþróttagallanum og fullt sem á eftir að gera! Hí hí ég fékk alla sem ég sá í að gera eitthvað. Fór heim í sturtu,klæddi mig fór í blómabúð, keyrði bróður minn, málaði mig og þetta tók hálftíma. Hey ég á nú heima í Kópavogi og Hótel Ísland er í Reykjavík og það var miiiikil umferð.
Þegar ég kom aftur voru brúðhjónin mætt á svæðið.Þau voru alveg stórglæsileg. Þá var að klára allt svo ekkert myndi bera á. Það var einn réttur á borðinu sem á að vera bakaður en var það ekki, Nonni hélt því fram að þetta væri betra svona! Neibb kom ekki til greina inn í ofn með þetta.
Klukkan fimm á slaginu var allt klárt og fínt og ég gjörsamlega búin á því.
Gestirnir komu og allir að spjalla. Svoooo voru það ræðurnar! Ouch, ég var orðin svo þreytt og allt í einu geðveikt stressuð að ég mundi nú ekki alveg allt sem var í ræðunni minni en ég held að hún hafi komið svona út: Já einmitt TIL hamingju Skál. Kannski var ein setning á milli ég veit það ekki híhí. Síðan hélt Stebbi ræðu well hann var ótrúlegur hann mundi ekki neitt og hann var með hana á blaði fyrir framan sig, hann átti nú að tala á ensku en neiiii hann gleymdi því. Alveg ótrúleg.
Svo leið og beið. Klukkan var orðin sjö hálfátta. Fólk farið að koma sér heim (Thank god).
Ég hjálpaði að ganga frá og soleiðis. Aumingja Hrefna Líneik var með geðveikan hausverk og leið eitthvað illa og þau voru að fara út að borða.
Hlutverki mínu var lokið og ég fór heim að læra.
Dagurinn var samt alltof fljótur að líða.

miðvikudagur, janúar 23, 2002

Vinna vinna vinna da da da dí dum da dída da dí dí la la lí.

Jæja

þriðjudagur, janúar 22, 2002

Þetta er ógeðslega erfitt skal ég segja ykkur, það að vera hætt að reykja... það vantar eitthvað með kaffibollanum mínum.

Velkomin Anna Jóna!

mánudagur, janúar 21, 2002


What Video Game Character Are You? I am a Gauntlet Adventurer.I am a Gauntlet Adventurer.


I strive to improve my living conditions by hoarding gold, food, and sometimes keys and potions. I love adventure, fighting, and particularly winning - especially when there's a prize at stake. I occasionally get lost inside buildings and can't find the exit. I need food badly. What Video Game Character Are You?

Eva mín væri nú ekki ráð að fara á deit með þessum gæja( lúðar eru líka fólk) og hver veit kannski er etta æðislegur strákur.
Hey já annað Eva þegar þú ert að pósta blogg gerðu póst and publish þá birtist þetta strax.

Laugardagskvöld: Skemmtilegasta djamm sem ég hef farið á síðan ég veit ekki hvenær.
Mjög busy dagur! En strax að því góða. Ég ætlaði alls ekki að djamma! Við vorum heima hjá Elín Ásu og allir að komast í fíling og þar á meðal ég. Því tók ég þá ákvörðun að fara heim skipta um föt ná í áfengi og mála mig meira. Síðan greiddi Flóra mér geðveikt flott.
Við tókum þetta líka nostalgíuflipp við dönsuðum við lögin sem voru vinsæl þegar við vorum á 10-12 ára diskótekunum. Híhíhí
Síðan var haldið niður í bæ. Við fórum á gaukinn þar sem Sálin spilaði. Ég var allt í einu á eyrunum, það var alltaf verið að rétta mér bjór. Annars er´ég þarna bara að skemmta mér með mínum vinum en vá það var engin smá athygli sem maður fékk þarna.
Ekki öll góð!
Það var einn gaur sem réðst á mig og byrjaði að slumma mig, ég reyndi að losa mig en var ekkert að ganga. Hildur varð alveg brjáluð og ætlaði að hjóla í strákinn. Ég reyndi og reyndi að losa mig við fíflið en það var ekkert hægt. Einhver annar sá þetta dæmi og kom mér til björgunar. Æ mér var nett sama og fór bara á efri hæðina og settist þar að. En nei þá byrjaði einhver annar að bögga mig...honum var hent út af dyravörðunum. híhí Svona gekk kvöldið, nota bene ég var ekki að reyna við neinn og ekki einu sinni að daðra, ég var búin að ákveða að skemmta mér. Það var eitthvað major að öllum þarna inni. En ég var góða stelpan og gerði ekkert af mér.

Vill einhver taka SAT fyrir mig? Ég er orðin stressuð fyrir þetta próf.

Merkilegur atburður gerðist á laugardagskvöld... ég hætti að reykja!

föstudagur, janúar 18, 2002

> > >> Smá inside scoop frá Skjá 1.
> > >>
> > >> Ég má til með að benda ykkur á að horfa á Djúpu laugina annað
>kvöld.
> > >>
> > >> Það er strákur að finna hjá okkur sem fór með parinu úr síðasta
>þætti á
> > >> stefnumót.
> > >> Hann misskildi aðeins hlutverk sitt, stakk undan herranum og svaf
>hjá
> > >> stelpunni.
> > >>
> > >> Hann var ráðinn sem myndatökumaður - ekki riðill!
> > >>
> > >> Þetta væri ef til vill ekkert merkilegt nema fyrir það að hann
>hefur
> > gert
> > >> þetta áður, við tókum hann á teppið, skömmuðum hann og hann
>fullvissaði
> > >> okkur um að þetta myndi ekki koma fyrir aftur.
> > >> Nú gerir hann ekki annað en að monta sig samstarfsfélaga sína að
>hann
> > >hafið
> > >> sofið hjá drottningunni og jari, jari, jari.
> > >>
> > >> Við ætlum að kenna honum lexíu. Við erum með heví plott í gangi.
> > Stúlkan
> > >> mun
> > >> afhjúpa þetta í sófanum í annað kvöld...
> > >> Hann er að vinna - verður á camerunni sem tekur þetta upp. Þegar
> > stúlkan
> > >> segir frá þessi mun önnur camera taka mynd af andliti pilts þegar
>hann
> > sér
> > >> þetta og heyrir. Honum verður brugðið, ekki bara það að hann á EKKI
>von
> > á
> > >> þessu heldur á kauði kærustu - honum var nær!
> > >>
> > >> N.B. þetta er bein útsending...

Hvernig stendur á því að þegar ég ætla að eiga rólega helgi þá kemur upp allskonar dæmi? Jæja í kvöld er það partý hjá Sólveigu, svo á morgun kaffiboð hjá ömmu (afmæli Heklu), útskriftarveisla Elín Ásu, djamm um kvöldið. En ég þarf og verð að læra. AAARG the pressure.
Mjög sniðugt ég var að vinna 10 stk rauðvínsflöskur!!! Ég sem sagt vann rauðvínspottinn í vinnunni.:)
Ég bíð til Rauðvíns og Osta einhvern tíman á næstunni!!!

fimmtudagur, janúar 17, 2002

Til hamingju með afmælið Sólveig!!!

Ég er að taka til í póstinum mínum og allt sem mér finnst fyndið hendi ég hérna inn :)

>Subject: Súkkulaði er hollt !!
>
>Súkkulaði er grænmeti: Súkkulaði er gert úr Cocoa baunum. Baunir =
>grænmeti. Sykur er unnin úr plöntum, þannig að sykur er grænmeti, til að
>segja aðeins meira að þá er í súkkulaði líka mjólk, sem er auðvitaði
>holl og góð. Þannig að þegar litið er til alls þá er súkkulaði
>heilsufæða.
>
>Súkkulaði inniheldur rúsínur, ber og allarahanda ávexti, svo að þú mátt
>borða eins mikið af þeim og þú vilt.
>
>Ef þú ert útötuð í bráðnuðu súkkulaði þá ert þú að éta það of hægt
>
>Eitt vandamál: hvernig á að koma heim kílói af súkkulaði á heitum degi í
>heitum bíl ? Éta það á bílastæðinu.
>
>Megrunarráðgjöf: éttu súkkulaðistöng áður en þú ferð að borða máltíð, þá
>hefur þú ekki eins mikla lyst á matnum og þú borðar minna.
>
>Settu miða á ískápinn "borða súkkulaði" þá allavega gerir þú eitthvað af
>því sem þú ætlaðir að gera.
>
>Í einu súkkulaðiboxi er nóg af daglegum kaloríuþörfum er það ekki
>frábært að geta haft það á einum stað í einni súkkulaðistöng ?
>
>Ef ekki væri til súkkulaði, færum við aldrei í sokkabuxur, væri það ekki
>ömulegt að hafa aldrei not fyrir sokkabuxur ? Og þær væru ekki
>framleiddar, og það má ekki gerast því þá er ekki nóga vinnu að hafa
>fyrir fólk.
>
>Mundu þessa ensku orðaútgáfu: "Stressed" er stafað afturábak "desserts."

> > >Ég held að ég hafi fundið leiðina að innri friði.
> > >
> > >Sálfræðingurinn minn sagði mér að til að öðlast innri frið ætti ég að
> > >klára hluti sem ég hefði byrjað á.
> > >
> > >Í dag hefi ég klárað tvo poka af kartöfluflögum, eina rjómatertu, einn
> > >líter af Baileys og einn konfektkassa.
> > >
> > >Mér líður strax mun betur.
> > >
> > >Endilega sendið þetta þeim sem vantar innri ró!

For those of you from Iceland - laugh.
And for those of you who just are lucky enough to know someone from Iceland
- maybe this will help you understand.

You know you are from Iceland when ................

Snow tires come standard on all your cars.

You have gotten frostbitten and sunburned in the same week.

You learned to drive a tractor before the training wheels were off your
bike.

Down South to you means Canada.

Birds chirping at 3am in July is normal.

You have a passport to leave the island.

You don´t have a caughing fit from one sip of Brennivin.

Your idea of creative landscaping is a tree.

Wearing high heels and a skirt, and going out dancing is "normal" during a
hurricane.

You were unaware there is a legal drinking age.

You decided to have a picnic this summer because it fell on a weekend.

You enjoy driving in the winter because the potholes fill in with snow.

Your sexy lingerie is tube socks and a flannel nightie.

Headlines read "Cow born in Strútafjörður"

At least once a year, a family members´ kitchen doubles as a meat
processing
plant.

You actually understand these jokes

>Chicken Soup for the Beer Drinker's Soul
>
>Sometimes when I reflect back on all the beer I drink I feel ashamed.
>Then I look into the glass and think about the workers in the brewery
>and all of their hopes and dreams. If I didn't drink this beer, they might
>be
>out of work and their dreams would be shattered. Then I say to myself, "It
>is
>better that I drink this beer and let their dreams come true than be
>selfish and
>worry about my liver."
>Jack Handy
>
>I feel sorry for people who don't drink. When they wake up in the morning,
>that's as good as they're going to feel all day.
>Frank Sinatra
>
>An intelligent man is sometimes forced to be drunk to spend time with his
>fools.
>Ernest Hemingway
>
>A woman drove me to drink and I didn't even have the decency to thank her.
>W.C. Fields
>
>When I read about the evils of drinking, I gave up reading.
>Henny Youngman
>
>24 hours in a day, 24 beers in a case. Coincidence?
>Stephen Wright
>When we drink, we get drunk.
>When we get drunk, we fall asleep.
>When we fall asleep, we commit no sin.
>When we commit no sin, we go to heaven.
>Sooooo, let's all get drunk and go to heaven!
>Brian O'Rourke
>
>Beer is proof that God loves us and wants us to be happy.
>Benjamin Franklin
>
>Without question, the greatest invention in the history of mankind is beer.
>Oh, I grant you that the wheel was also a fine invention, but the wheel
>does not go nearly as well with pizza.
>Dave Barry
>
>Beer: Helping ugly people have sex since 1862.
>Unknown
>
>Remember "I" before "E", except in Budweiser.
>Unknown
>
>To some it's a six-pack, to me it's a Support Group


OG ÞESS VEGNA DREKK ÉG BJÓR!

Eg vil þakka Gyðu kærlega fyrir að senda mér þennan brandara!

A girl & her new boyfriend go to the pub. When it's the girl's turn to
buy a round, she tells him that she's heard of a wonderful new drink he simply must try.
She returns with the usual half of lager for herself. For him, she has
two glasses. One contains a measure of Bailey's, the other lime juice.
She says: "OK, what you gotta do is, you gotta swig the Bailey's, hold it in your mouth, and then drink the lime juice."

He looks a bit dubious, but she's very enthusiastic so he decides to give it a go.

First the Bailey's; lovely smooth, creamy, warm feeling in the mouth.
Then he takes the lime juice.
T + 0.1 secs: The cream in the Bailey's curdles.
T + 0.3 secs: Boyfriend's face turns the color of fresh lime juice.
T + 0.6 secs: Boyfriend calms his stomach & swallows the gunge.
T + 1.5 secs: She whispers in his ear.... "It's called a Blowjob Revenge"


muhahahaha

Geisp! Akkuru er svona erfitt að vakna á morgnana?

miðvikudagur, janúar 16, 2002

VELKOMIN! OG MEGI ÞÚ BLOGGA VEL OG LENGI. :)

Hello I'm here finally!!!!

Ég held að blogspot serverinn sé eitthvað bilaður. Maður getur ekki skoðað heimasíðurnar sjálfar, bara post-síðurnar.

Drykkurinn kemur upp um þig
Drykkur
: Bjór
Persónuleiki: Óformleg, ekki þurftafrek; jarðbundin.
Nálgun: Skoraðu á hana í billjarð
Drykkur
: Hrærðir drykkir
Persónuleiki: Óáreiðanleg, síkvartandi, skapraunandi; alveg
óþolandi.
Nálgun: Forðastu hana nema þú viljir vera skósveinninn hennar
Drykkur
: Léttvín (Zinfandel hvítvín undanskilið)
Persónuleiki: Íhaldssöm og smekkleg; veraldarvön en fjörkálfur.
Nálgun: Segðu henni að þú elskir að ferðast og njóta rólegra
kvöldstunda í góðra vina hópi.
Drykkur
: Zinfandel hvítvín
Persónuleiki: Einföld; telur sig vera smekklega og veraldarvana en
hefur í raun enga hugmynd hvað það er.
Nálgun: Láttu henni finnast hún klárari en hún í raun er... þetta
ætti að vera einfalt skotmark.
Drykkur
: Skot
Persónuleiki: Kann því vel að hanga með hóp stráka og er mikið fyrir
að vera vel drukkin... og nakin!
Nálgun: Auðveldasta skotmarkið á staðnum. Þú hefur heppnina með
ér.Gerðu ekkert nema bíða, en ekki reita hana til reiði!
Drykkur
: Tequila
Engin þörf á frekari skýringum - segir allt sem segja þarf

SVO, smáviðauki um karlmennina - en aðförin ad strákum er alltaf mjög
einföld og skilvirk:

Innlendur bjór: Hann er fátækur og langar að ríða
Innfluttur bjór: Hann kann að meta góðan bjór og langar að ríða
Vín: Hann lifir í þeirri von að vínið gefi honum veraldarvant yfirbragð
sem auki líkurnar á að fá á broddinn.
Viskí: Honum er skítsama um allt nema að fá á broddinn
Tequila: Hann telur sig eiga sjens í tannlausu þjónustukonuna
Zinfandel hvítvín: Hann er hommi!

Fréttir dagsins
Elín Ása er búin að fresta Danmerkur ferðinni. Ég veit ekki alveg alla sögu málsins en ég mun vita allt bráðum.
Kristín Erla er farin að sakna Bjarka (ekki skrítið þetta er æðislegur strákur.)
Það eru allir í skólanum þessa dagana nema ég og Elín Ása. Hildur í heimspeki, Kristín í Þjóðfræði, Sólveig að læra undir læknisprófið og Eva Rut í nútímafræðum í HA og einhverjir fleiri líka að læra eitthvað sniðugt.

Gamla settið er að fara til Florida í febrúar og ég hefði ekkert á móti að fara með. Þau verða í geðveikri íbúð. Pabbi segir að þetta sé golfferð en mamma segir að þetta sé afslöppunarferð. Mér er nett sama hvað þau kalla þetta en mig langar með! Á þessu tímabili bíð ég til rauðvíns og ostakvölds... nánar síðar.

Ég er að spá í að fara eftir vinnu í dag að æfa golf í tennishöllinni. Ef ég ætla að geta eitthvað í sumar þá verð ég að byrja að æfa núna. Aðstaðan þarna í tennishöllinni er víst alveg frábær. Einhversstaðar verður maður nú að byrja.

þriðjudagur, janúar 15, 2002

You're Pugsley Addams!


Take The Addams Family Test Here!



Ok ég veit, en ég er orðin háð þessu!!!

i'm Cherry flavoured!



Já ég held að það sé greinilega að mér sé búið að leiðast í dag!

Hæ takið eftir hvað ég er mikill snillingur! Ég er með teljara á síðunni! Ég varð bara að prófa.

Einn brandari sem ég varð að pósta!! Ætli ég verði svona á næstunni?

Ég veit hann er langur en hann er frábær.


einn frekar svekktur

Í ÍÞRÓTTASALNUM
Um síðustu jól gaf konan mín mér vikukort í einkatímum í
heilsuræktarstöð.
Þó ég væri enn í frábæru formi frá því að ég var í
skólaskákliðinu ! Þá ákvað ég nú að það væri ekkert
svo slæm hugmynd að prófa þetta. Ég hringdi inn og
staðfesti tíma með einhverri kallaðri Tanya,
sem sagðist vera 26 ára eróbikkennari og
íþróttafata módel. Konan mín virtist mjög ánægð með
það hve mikinn áhuga ég hafði á því að byrja.
Dagur eitt
Þau ráðlögðu mér að halda þessa "æfingar dagbók"
til að skrá árangur minn þessa vikuna. Byrjaði
morguninn klukkan 7:00. Erfitt að koma sér á fætur,
en vel þess virði.
Þegar ég mætti á heilsuræktarstöðina beið Tanya
eftir mér. Hún er nokkurs konar gyðja, með ljóst
hár og töfrandi hvítt bros. Hún sýndi mér tækin og
tók svo af mér púlsinn eftir fimm mínútur á
göngubeltinu. Henni sýndist dálítið brugðið við
því hversu hár hann var, en ég held að hafa staðið við
hliðina á henni hafi bætt við tíu stigum. Naut
þess að horfa á eróbiktímann. Tanya var
mjög hvetjandi þegar ég gerði magaæfingarnar,
þó að mig hafi byrjað verkja fyrr á því að halda
vömbinni inni allan tímann sem ég var að tala við hana.
Þetta verður FRÁBÆRT.
Dagur tvö
Það tók mig tvo lítra af kaffi til þess að komast
í gegnum útihurðina, en ég hafði það niður á stöð.
Tanya lét mig leggjast á bakið og lyfta þessari
þungu járnslá upp í loftið. Síðan setti hún lóð
á hana, í Jesú nafni ! Fæturnir voru
dálítið óstöðugir á göngubeltinu, en ég náði
heilum kílómetra. Brosið hennar gerði það þess virði.
Mér líður FRÁBÆRLEGA í vöðvunum.
Dagur þrjú
Eina leiðin fyrir mig að bursta tennurnar er með
því að leggja burstann á vaskinn og hreyfa munninn
fram og aftur ofan á honum. Ég er viss um að ég
hafi fengið tvöfalt kviðslit. Það var í lagi að
keyra, svo lengi sem ég reyndi ekki að stýra.
Lagði ofan á Bjöllu. Tanya var dálítið óþolinmóð
við mig og sagði að öskrin í mér trufluðu hina
meðlimina. Göngubeltið gaf mér brjóstverki,
svo ég reyndi Stiga Skrímslið. Því ætti einhver
að vera að búa til vél sem hermir eftir aðgerð
sem varð úrelt við uppfinningu lyftunnar?
Tanya sagði mér að reglulegar æfingar myndu auka
lífsmöguleika mína. Ég gæti ekki ímyndað mér nokkuð verra.
Dagur 4
Tanya beið eftir mér með, það glitti í
vampýrutennurnar hennar. Ég get ekki að því gert
að ég var klukkutíma of seinn. Það tók mig það
langan tíma bara að reima skóna mína. Hún vildi
að ég færi að lyfta lóðum. Ekki sjéns,Tanya.
Ég faldi mig inní karlaklefanum þangað til
hún sendi Láka á eftir mér. Sem refsingu setti
hún mig á róðrarvélina..... hún sökk.
Dagur 5
Ég hata Tönyu meir en nokkur manneskja hefur
hatað aðra í allri mannkynssögunni.
Ef það væri einhver partur líkama míns sem
ekki væri stórþjáður myndi ég kýla hana með
honum. Hún hélt að það væri góð hugmynd að þjálfa
upphandleggsvöðvana mína. Ég er með fréttaskot
til þín Tanya, ég er ekki með neina helvítis
upphandleggsvöðva. Og ef þú villt ekki fá
beyglur í gólfið skaltu ekki rétta mér
neinar lyftistengur. Ég tek ekki ábyrgð
á skaðanum sem gæti orðið. ÞÚ fórst í
sadistaskóla, það er ÞÉR að kenna.
Göngubeltið henti mér á einhvern vísindakennara,
sem var helvíti vont. Af hverju gat það ekki verið
einhver mýkri, eins og tónmenntakennari eða
félagsvísindakennari?
Dagur 6
Fékk skilaboð Tönyu á símsvaranum mínum, vildi
vita hvar ég væri. Mig skorti styrkinn til þess
að nota fjarstýringuna svo ég horfði á Veðurrásina í
ellefu tíma óslitið.
Dagur 7
Jæja, þá er vikan búin. Guði sé lof að hún er búin.
Kannski gefur konan mín mér
eitthvað örlítið skemmtilegra næst, eins og
ókeypis tannborun hjá tannlækninum.


Ég er Karen út Will og Grace! Hver ert þú?





Prófið etta!!!

Hey hó fólk!
Nú ætla ég að vera geðveikt dugleg (ég veit að ég hef sagt þetta oft en nú....) Ég var að byrja aftur í baðhúsinu en ég keypti mér að þessu sinni 4 mánaða kort! Hollur matur og regluleg hreyfing svo ekki sé á minnst minna sukk (áfengi). Nú þar sem mánaðarlaun mín fara í sjóð og ég fæ vasapening vikulega verð ég að fara að spara. Eða eitthvað.

Hæ Eva velkomin til starfa!
Já Íslendingar eru gjörsamlega tillitslausir og fávitar fyrir að stoppa ekki og hjálpa þegar slys eru. Í USA hefði fólk sem ekki stoppaði verið kært til helvítis. En með fjölmiðla Íslands myndi ég ekkert vera að pæla í þessu. Þú græðir ekkert á því að vera skrifa í blöðin. Fjölmiðlarnir fá upplýsingar sínar frá lögreglunni þannig ég myndi frekar leiðrétta þetta við lögguna fáðu að vita hvað stendur í skýrslunni og fáðu það leiðrétt þar. Það getur nefnilega komið ykkur um koll síðar. En menntaskólastelpudæmið hey, ert þú ekki alltaf að kvarta yfir aldri, taktu þetta sem hrós!
Með Lovestonedæmið: með hverjum varst þú?!
Ég samhryggist með prófið. En hvað á þá að gera? Er ekki bara bankalán sem þú greiðir svo seinna eða hvað?
Hvernig líst þér annars á þessi nútímafræði?

Jæja nú ætla ég að vinna smá og svo blogga ég meira.

mánudagur, janúar 14, 2002

Ég sagði einu sinni þegar ég var lítil við mömmu að ég ætlaði aldrei að vera í saumaklúbb því það væri svo mikið vesen. En nokkrum árum seinna er ég í alveg eins saumaklúbb og mamma. Æ það er fínt en samt finnst mér ég vera orðin eitthvað gömul þegar maður hittir þessar stelpur því þær eru komnar með börn, hús, og mann. I have none of the above!
Brjóstagjöf, ólétta, innréttingar og allt það er ekki á minni dagskrá í bráð.
Jæja ég er farin heim í dag.

miðvikudagur, janúar 09, 2002

HALLÓ
jæja alltaf gaman þessa dagana.
Gæsaveisla fyrir Hrefnu verður haldin annað kvöld á Hard Rock. Þetta verður örugglega alveg mjöööög skemmtilegt. Hí hí.
Ég hlakka svo mikið til.
Síðan fer undirbúningur stóra dagsins að hefjast. Ég fæ að vera í þessu öllu. Meira segja með titil. Ég er að vísu bara að þessu þannig ég fái að halda ræðu. Hí hí.
Hekla litla frænka og náttúrulega foreldrar hennar koma bráðum í bæinn og ég er búin að panta að fá hana lánaða til að spilla henni. Æ það er svo gaman.
Annars fór ég á Vínbarinn í gærkvöld með Kristínu og Elínu. Klikkað stuð.
SLÚÐUR DAGSINS
Kristín og Bjarki eru í pásu (hætt saman). Elín er að fara til Danmerkur eftir 3 vikur til frambúðar. Já hún er að klára sveinsprófið í dag og vonandi gengur henni vel. Hún væri með strák sem heitir Rúnar núna ef hún væri ekki að fara út. Algjör sápuópera.

Annars verður feitt djamm um helgina. Útskriftarveisla og eitthvað fleira. Ég veit allavega að áfengi verður teigað.


Búið að sinni.

Hrebbna

mánudagur, janúar 07, 2002

Ég er með mjög fína vinnu sem ég ætla að halda. Ég sem sagt fékk að vera áfram hjá Íslenskum Matvælum. me very happy!! En ef ég sé einhverja sniðuga vinnu skal ég láta þig vita. Ég gæti ekki ímyndað mér að hafa ekkert að gera allan daginn.
Annars held ég að það sé að fara að losna á næturvöktum á Hótel Íslandi. Tjekkaðu á því.

Geturu maður orðið þunnur viku seinna eftir gamlárskvöld? Eða ég er kannski að verða veik.

Vill einhver vera vinur minn og senda mér e-mail??? Sérstaklega á vinnutíma!! ég er með fullt fullt af netföngum! Allir brandarar og myndir og stórir filear á að senda á edda@icefood.is (það er e-mailið mitt í vinnunni) en allt annað á hrebbna@visir.is eða hotmail.is eða hugi.is eða strik.is eða torg.is eða eða eða ..........eða whatever!!

Kaffihús bráðum!! ekki satt?

AAAAAAAAAAAARRRRG!!! Það er ömurlegt að vera atvinnulaus að leita sér að vinnu, og Hrefna, ef ég veit um vinnu ætla ég að taka hana sjálf! HAH! En á meðan það er ekki að gerast ætla ég bara að halda áfram að reyna að andast ekki úr leiðindum meðan ég leita að vinnu. Sí jú!! Já og bæ þe vei: GLEÐILEGT NÝTT ÁR 2002!!!

Hæ hó nú er ég loksins búin með umsóknina og ritgerðirnar!! Ég er brosið allann hringinn núna.
Ég fór á Vínbarinn í fyrsta skipti í geðveikt langan tíma :)

miðvikudagur, janúar 02, 2002

Gleðilegt ár!!! 2002 vá :)