fimmtudagur, febrúar 28, 2002

AUMINGI!!!!!! ótrúlegt hvernig ferðu að þessu eiginlega?

Sælir kæru lúðar.
Hvað er spennandi að gerast í lífi ykkar um þessar mundir?
Í kvöld ætla nokkrir lúðar að fara í keilu og það verður fyndið að sjá með hve mörgum hundruðum stigum ég tapa. En fínt að ég skuli ekki vera tapsár því ég tapa ALLTAF í keilu.
Ég ætla líka að reyna að æfa golfið mitt eftir vinnu þar sem ég hef ekki prófað að sveifla golfkylfu síðan í sumar held ég að ég verði brandari í augum annarra golfiðkenda á svæðinu. Á morgun verð ég búin að losa mig við foreldra mína, eina ömmu og bróður. Hvað er þetta eiginlega er ég svona hrikalega leiðinleg að allir yfirgefi mig bara? Vá nóg af þessu væli í mér.


miðvikudagur, febrúar 27, 2002

Þið getið lesið um "á lausu" klúbbinn hérna

Fleiri stelpukvöld?! þannig þið getið frætt mig um þessa æðislegu kærasta ykkar. Við vorum þó tvær í mínu liði síðast en nú er ég alein í liði.

Í gær komst ég að þeirri sorglegu staðreynd að ég er ein af mjööööög fáum sem er enn á lausu í útivistarfélaginu Díonýsus. Margir hafa komið að máli við mig og bent mér á þessa staðreynd en ég hef bara ekki velt þessu fyrir mér fyrr en núna. En eins ég segi alltaf Who cares!
í gærkvöldi fór ég á kaffihús með einni vinkonu minni sem tilheyrir þessum fámenna hópi í samfélaginu. Við skemmtum okkur hið besta og sáum það að það er er betra að vera á lausu en í sambandi. Auðvitað vorum við að réttlæta þetta karlmannsleysi okkar. Ég skemmti mér hið besta og fékk slúður og fréttir af fólki sem ég hef ekki hitt í langan tíma. Þetta var kærkomin tilbreyting. Í ljósi þessa hef ég ákveðið að umgangast meira þennan fámenna en góðmenna hóp fólks sem kennir sig við "á lausu". Einnig hef ég ákveðið að stofna klúbb innan Útivistarfélagsins Díonýsus sem samanstendur af þessum hópi. Mun þessi klúbbur standa fyrir uppákomum sem einungis þessir meðlimir hafa aðgang að. Dæmi um uppákomur: "á veiðar kvöld", "grát- snökt-hvað er að mér kvöld" og önnur kvöld sem stuðla að bættri vellíðan þessa hóps í heimi giftra. Að sjálfsögðu ætla ég að leita eftir nýjum félögum sem tilheyra þessum hópi.
Ef einhver vill aðgang að þessum klúbbi hafið samband við mig (hrebbna@hotmail.com) og við getum dissað þetta sambandspakk saman.

þriðjudagur, febrúar 26, 2002

Okay ég veit mér leiðist!


Who are you? Find out @ She's Crafty


Which Sex and the City Player Are You? Find out @ She's Crafty


Which My So-Called Life Character Are You? Find out @ She's Crafty


Which Empire Records Character Are You? Find out @ She's Crafty

Bara svona smá upplýsingar ég lá á sófanum í allt gærkvöld án þess að geta hreyft mig!

Hvað er dæmið eiginlega með ömmur og halda að maður borði ekki. Allavega fór ég og dabbi í mat til ömmu í gær. Lööööngu búið að ákveða þetta. Kerlingin þurfti fyrirvara. Enda ekki á hverjum degi sem hún eldar. Okay ég skil það vel hún býr ein og allt það. En vá hvað það er mikið fyrirtæki að fara í mat til hennar. Okay byrjaði á því að fara með henni í búð. Amma mín er yndisleg en á það til að vera smámunasöm og fara svolítið í taugarnar á mér. Ég vafraði um nóatún í frekar langan tíma en kerlingin fór fram og aftur ég veit ekki hvað oft. Strákurinn í kjötborðinu var farin að vorkenna mér ég sá það á honum. Hallo ég var meira að segja spurð hvar grænar baunir voru geymdar og fáranlega við það er að ég gat svarað! jæja svo er farið heim til hennar ömmu og byrjað að elda. Eftir að hafa hlustað á þessa frægu setningu billjón sinnum, ég kann nú eiginlega ekki að elda lengur. Maturinn smakkast mjög vel. Og við verðum að troða í okkur endalaust því annars færi hún í fýlu. ég þekki ömmu mína. Málið er ég borða ekki hrásalat en vá ég þori ekki að segja nei við kerlinguna þannig ég borðaði það og sagði að mér finndist það rosalega gott.
Okay ég búin að borða 20 fiskibollur eða eitthvað álíka og dabbi orðinn grænn í framan. Kemur hún ekki þá með eftirrétt! úff meira át. Hey ekki einn heldur tvær tegundir. Það var bæði frómas og heimatilbúinn ís. Ég get ekki meir. Á þessari stundu átti ég erfitt með að hreyfa mig. Frómas er ekki mitt uppáhald mér finnst hann meira að segja vondur. Hefur einhver verið svo saddur og verið við að springa og einhver treður eitthvað sem þér finnst vont upp í þig? Það er sko kvöl og pína. Amma er þannig að það er ekki gott að hafa hana í fýlu og ef maður borðar ekki þá fer hún sko að væla eða eitthvað álíka. Ok náði að kyngja nokkrum bitum af frómas og ís. Ég gat ekki hreyft mig á eftir og mig langaði mest til að æla. Þegar ég fékk hreyfigetuna aftur og Dabbi líka sko hann var mun verr settur en ég. Hann var látin éta örugglega líter af ís. Við fyrsta tækifæri flúðum við! Við vorum meira að segja með tilbúna afsökun áður en við komum til ömmu.
Þegar við vorum að kveðja fór hún að kvarta yfir því að við höfðum ekki borðað neitt!
Ekki hægt að gera henni til geðs.

Gaman að sjá að það er alltaf að bætast fólk á bloggið okkar! Tveir nýir í gær takk fyrir. velkomin Íris og Hrefna.
Nokkur svör við undanförnum bloggum:
Hildur: kallinn var fyrir mér næst man ég að klára kókómjólkina áður en ég hendi henni í fólk!
Eva: Þú átt þetta sérsvið mun meira skilið. Þótt survivor er í pásu eru margir aðrir svona þættir sem þú horfir á eins og þú fáir borgað fyrir það.Þar að auki er ekkert gaman að slúðra við þig því við þekkjum engan á Akureyri. Landsliðsþjálfari í krullu hefur örugglega verið að tala við þig en ekki í skíðaíþróttinni. Fyrir þá sem ekki vita hvað krulla er þá er það að sópa svell og þetta er alvöru ólympíugrein. Eva þannig það fari ekkert milli mála skal ég bara segja þér frá öllu sem ég geri og býð þér með! Okay nú er ég að fara á klósettið og þér er guð velkomið að koma með. Við búum í nafla alheimsins meðan þú býrð einhversstaðar í rassgati. Við gerum örugglega eitthvað þar sem þú kemst ekki með.
Jæja þangað til ég blogga næst. Live long and prosper!

mánudagur, febrúar 25, 2002

Eva mér einhvern veginn datt ekki í hug að þú gætir komist þannig ég var ekkert að svekkja þig neitt.

Sko maðurinn var leiðinlegur! Mig langaði ekki að horfa á hann. Og ljótur og asnalegur og ég hélt að kókómjólkin væri búin og það átti ekki að fara upp um alla veggi. Þráinn lá á bjöllunni og hringdi í mig það voru ekki Fúsi og Þórunn!!!
Þráinn er sadisti! Okay þá, Fúsi og Þórunn líka!! Allir sáttir?
Bróðir minn hefði nú alveg líka getað hjálpað lagað til þar sem megnið af þessum skít var eftir vini hans, mínir vinir eru þó húsvanir.
Hjálpa mér að laga til kæru frú og herra Kristín, neibb þið tvö voru nú ekki hressustu verurnar sem ég hef séð. Ef ég man rétt lá Kristín fram á borðið og Bjarki kvartaði undan verkjum. Að nota ykkur í húsverk hefði verið eins og að nota ryksugu sem er stungin í samband. Sem sagt ekki gert neitt gagn.


Útivistarfélagið Díonýsus hefur verið ansi öflugt nú síðustu vikur. Á föstudagskvöld var haldið kvennakvöld fyrir meðlimi díonýsusar. Frekar slappt var það en ákveðið var að spara alla orku fyrir laugardagskvöldið. Laugardagskvöld var haldið mjólkurteiti fyrir meðlimi félagsins. Þátttaka var góð og skemmtu allir sér hið besta. Sýnileg ölvun var mikil og var það hið besta mál. Drykkjuleikir áttu stóran þátt í þessari ölvun og má segja að vatnsfallið hafi farið með suma Þ.á m. mig!
Ég vil þakka Snædísi og Kristínu fyrir þessar ljúffengu veitingar. Og einnig vil ég þakka öllum fyrir að hjálpa mér að laga til. Ég verð kannski búin á næsta ári. Æ who cares!
Næsta laugardag verður öflug skautaferð og vonumst við eftir því að sem flestir taki þátt.

Þráinn er sadistï!!!
Eftir langa og erfiða helgi sá ég loksins tækifæri til að slappa af og sofa vel og lengi á sunnudeginum. Um hádegi á sunnudag hringir síminn minn og dyrabjallan líka og þar að verki voru Þráin og Fúsi. Ég hefði getað myrt þá á þeirri stundu. Erindi þeirra var að draga mig á skíði. Ég var þunnari en allt og ég var svo glær að það hefði verið hægt að taka mynd af einhverju fyrir aftan mig. Hausinn á mér var við það að springa. já ég var þunn! En eftir smá tíma féllst ég á að koma með. Þá var það að finna græjurnar uppi á lofti úff klöng spliff bonck þvílíku lætin í mér. En þetta tókst.
Loksins koma þau svo aftur að sækja mig. Eftir nokkra brandara um ástand mitt komum við að Skálafelli. Brrrr mjög kalt ég smelli mig í græjurnar. Æ já man þá að skíðaskórnir mínir meiða mig alveg hrikalega. En ég er sterk ég get þetta! Tár tár af sársauka. Ég fer eina ferð niður án þess að fljúga á hausinn en vá hvað þetta var sárt. Ég reyni að laga blessuðu skónna. Önnur tilraun! Þráin, Fúsi og Þórunn eru einhversstaðar annarsstaðar best að drífa sig núna.
Yesss loksins komin upp. Vegna sársauka voru skórnir ekki alveg nógu vel festir en só ég get alveg skíðað! Ok fínt vá þetta er bara gaman. AAAAARRRRGG boink búmm ouch!! Flottasta bylta í heimi í MIÐRI brekkunni þar sem allir sjá. Bandið sem heldur upp snjóbuxunum mínum rifnar þannig buxurnar eru á hælunum í mínu yndislegu falli. Jæja standa upp telja sér trú um að enginn sá þetta. Kemur ekki þá einhver lítil stelpa "er ekki í lagi?" djöfulsins andskotans helvítis bííííííb. Festi skíðið aftur. Búmm dett aftur Okay þetta er ekki eðlilegt. Skoða bindingarnar er þá ekki önnur bindingin laus. Eftir nokkur vel valin blótsyrði klára ég að skíða niður með annað skíðið laust. Ég fer inn í skála og er þar þangað til hin þrjú eru búin að fá nóg. Það fannst öllum þetta voðalega fyndið.
Næst þegar ég er þunn þá ætla ég að slökkva á öllum símum og neita að fara til dyra.

laugardagur, febrúar 23, 2002

Þórunn það er skítkallt úti þetta er BARA gluggaveður!!!! Ég er haugur í dag!!!!

föstudagur, febrúar 22, 2002

Ljúft. Ég sofnaði geðveikt snemma í gær að vísu í sófanum fyrir framan imbann. Þetta átti að vera voðalega kósí bara afslöppun með bjór og horfa á sjónvarpið, ég náði að drekka tvo sopa áður en ég steinrotaðist. Ég er líka ofvirk ákkúrat núna of mikill svefn eða eitthvað. Fólkið hérna í vinnunni segja að það er greinilegt að það sé komin föstudagur því ég er eitthvað yfirmáta hress.
En eru ekki allir til fyrir helgina?
Stelpukvöld í kvöld og svo smá partý annað kvöld. Við erum fyllibyttur og stolt af því.

fimmtudagur, febrúar 21, 2002

Hvað segiði með Friends og/eða Sex in the city spólur??
Spilum og bara verum við! Sem sagt kexruglaðar

Hildur maður verður að hitta á takkana!!!

Já ég get líka eldað eða eitthvað sjáum bara til.

Eigum við kannski borða saman? kínverskan?
Eða kannski bara fullt af ís og nammi og snakki? mmmmm sweet :þ

Ég fíla alveg að taka allar fótboltaspurningar úr og allar erfiðar spurningar og allar spurningar sem ég get ekki. Annars getum við líka leigt einhverja gelgjuspólu. Allt inni í myndinni útilokum ekkert.

Ég mæti að sjálfsögðu á stelpukvöldið!!! En ég er að spá í að vera bara edrú því ég þarf nauðsynlega á spara sjálfa mig og peningana fyrir laugardaginn því þá er ég að fara á sólarhringsfyllerí að mér skilst. En eigum við kannski að spila e-ð? Ég get komið með Gettu Betur!!! þ.e. ef ég má taka allar fótboltaspurningarnar úr :o)

Ég er enn södd eftir að hafa farið í mat til ömmu í gær. Hún heldur örugglega að við systkinin erum ófær um að afla okkur næringu.

Heimalingarnir Kristín og Bjarki mættu heim til sín í gær, að vísu ekki sú einu því Hrefna Líneik kíkti líka við. Við spiluðum ólsen ólsen og það þurfti nú að rifja upp reglunar fyrir suma já og Bjarki var ekki alveg að gera sér grein fyrir því að áttur breyta því sem er í borði.
Við héldum áfram með alþjóðlegu geðsjúkdómaviku Hrebbnu. Þetta var alveg að ganga sko í gær vorum við stjarfageðklofar, haldin víðáttufælni, innilokunarkennd, og eitthverja fleiri einstaklega skemmtilega geðsjúkdóma.

Já endilega láta mig vita hver mætir á stelpukvöldið. Ok hugmyndin er að gera þetta:
Drekka
Vera stelpur
Drekka en sleppa bæjardæminu. Bara vera í góðu chilli.

Allar ábendingar um hvað við getum viðhafst eru vel þegnar. HAFið samband við 554-BLAH!

Það sem ég best veit verða þetta Ég, Kristín, Hildur, Snædís, Sólveig, Þórunn, Birta, Hrefna (smá stund) og vonandi Helena.

Dagurinn byrjar alveg hrikalega vel í dag. Svaf yfir mig vakna nokkrar minútur yfir átta. Ég man mig var að dreyma símann minn og eitthvað að tala í hann en man ekkert eftir því að hafa slökt á vekjaraklukkunni. Týpískt ég. Svo kem ég í vinnuna og kíki á e-mailið mitt og hvað er þar að sjá ég vann tvo bíómiða. Kúl ég ætla sem sagt í bíó í kvöld á Arnold Schwarzenegger mynd (erfitt að skrifa etta nafn)

miðvikudagur, febrúar 20, 2002

þetta lagast. Ég get enn lamið þig á móti!
Ósanngjarnt nei alls ekki! Hvað meinaru ég bara skil þig ekki.

Ég nenni ekki að fara að versla með ömmu á eftir. Vesen á henni alltaf hreint.

Í gærkvöldi horfðum við á video. Mættir á staðinn voru Kristín, Bjarki, Sólveig, Harpa Fönn og að sjálfsögðu ég.
Við horfðum á Jóa Skít og Suðurgarð. Uncle Fucker lagið vakti mikla kátínu meðal glápenda.
Aumingja Bjarki að þurfa að vera með þessum kolrugluðu stelpum. Ég og Kristín tókum enn og aftur Matrix bardaga. Börðum einnig hvor aðra með öllu sem við fundum og þóttumst kunna að skylma. Takk Kristín mér enn illt í litla putta.
Ég var vond við yfirferð á verkefni fyrir Bjarka og Dabbi bróðir sem hefur mun meira vit á þessu en ég fann voðalega fátt að verkefninu. Davíð heldur því fram að vinkonur mínar eru ruglaðar ég bara skil ekkert hvað hann meinar með því.

Well ég ætla að fara að slæpast við vinnu núna.

þriðjudagur, febrúar 19, 2002

Audda kemuru með næst!!!!

úps þetta klúðraðist e-ð. Ég var sko ekki búin að væla nærri því nóg :o)
ókei here we go again: greeenj buhuhu ég þurfti bara að hlusta á leiðinlegu svilkonu mína allt laugardagskvöldið og það að auki varð hún ógeðslega full og þá varð hún ennþá leiðinlegri (vissi ekki að það væri hægt). Jæja ég skal fyrirgefa ykkur ef þið lofið að taka mig með næst!
ps. líst alveg glimrandi vel á stelpukvöld á fös :þ

buhuhu ég er í geðveikri fýlu af því að ég fékk ekki að fara með til Akureyrar í skíðaferð :o( snökt snökt

You're not drunk if you can lie on the floor without holding on.

Ég ætla að hafa geðsjúkdómaviku í næstu viku og þá ætla ég að halda því fram að ég sé með nýjan geðsjúkdóm á hverjum degi. Mánudagurinn verður schizophrenia dagur Þriðjudagur verður klofinn margþættur persónuleikadagur. Meðvikudag verð ég haldin andfélagslegum persónuleika með persónuleika truflunum. Fimmtudag verð ég haldin einhverju sem mér dettur í hug þegar ég er búin að skoða Geðsjúkdóma sálfræðibókina mína. Ég hlakka svooo til.

-Okey ég verð að fara að komast meira út úr húsi, vinnan er að fara gjörsamlega með mig.
*Hvað meinaru Hrebbna það er alltaf svo gaman að tala við mig ertu að segja að þú elskir mig ekki????
- audda elska ég þig (mig) en ég vil pásu og fá að hitta annað fólk.
*Ég hata þig (mig) fíflið þitt. Finnst þér (mér) ég ljót?
-Málið er ég vil eiga mitt eigið líf.
*Já já eins og þér hentar, en bíddu bara þú kemur skríðandi til mín innan örfárra daga.

Eva það láðist að nefna það við okkur að þetta var átján ára ball og að fólk fer ekki á böll fyrir Norðan við hefðum alvarlega íhugað að fara á annan stað! Og þar fyrir utan ég hef ekkert annað að gera en að tuða. Ég tala við sjálfa mig allann daginn og ég er búin að komast að því að ég er leiðinleg til lengdar allavega ein með sjálfri mér. Umræðuefnin verða stundum svolítið þreytt og það vantar einhvern veginn eitthvað inni í.

Kristín frábært að þetta gekk vel.

jæja nú ætla ég að fara í mat. mmmmmm sama og alltaf bollasúpa og brauð. Ég hlakka mjög til.

Ég er haldin klofnum persónuleika í dag!

Þreytan er enn til staðar. Ég geri ekki annað en að geispa.
Haglabyssa til sölu á Akureyri ef einhver hefur áhuga. Þetta vakti athygli okkar í dvöl okkar þar fyrir Norðan.

Eva: ertu búin að jafna þig eftir hrakfarir þínar á skíðum?

mánudagur, febrúar 18, 2002

Spurning: Nenntu þið að lesa ferðasöguna?

aðeins að ýta við þér????? við héldum þér uppi á tímabili. Hildur mín þú varst mjööög drukkin og Elva frænka þín var mjög hissa á þér.

Úff búin! ÉG Hreyfði mig ekki frá sófanum í gær. Alltof erfitt

Frábær ferð til Akureyrar!!! Ég er enn þunn!
FERÐASAGA:
VIð lögðum af stað um 2 á föstudag hittumst í Heiðrúnu og vorum þar ansi lengi að versla og keyptum full mikið. Við höfðum samt áhyggjur hvort við hefðum keypt nóg. Híhí. Fjórar flöskur af sterku og ég veit ekki hvað mikið af bjór og við vorum bara fjögur. :)
Færðin var ekki eins og maður hefði kosið og á Öxnadalsheiðinni var svo slæm færð að það sást ekkert og það varð bara að fara stiku eftir stiku. Samt ótrúlegt hvað sumt fólk keyrir eins og hálfvitar í slæmri færð. Bílar voru takandi framúr á heiðinni þó ekki neitt sást. En Ég Kristín og Þórunn fengum okkur bara nokkra bjóra á leiðinni og sungum eins og vitleysingar. Aumingja Bjarki.
Við komumst loks til Akureyrar um átta leytið. mmmmm bjór glugg glugg glugg. Ok það var ákveðið að panta pítsur og Það fóru allir með að sækja þær nema ég, Krúsi og Bjarki. Við sátum eftir og drukkum. Nema hvað það var ákveðið að fara í drykkjuleik og ég var tekin fyrir þegar krakkarnir komu aftur var ég á eyrunum. Ég drakk 5 bjóra og fáeinum mínútum. Jæja við borðuðum en enginn hafði lyst lengur á pítsu og við vorum étandi þetta næsta sólarhringinn og mig langar ekki í pítsu á næstunni.
Eftir kvöldmat var farið í fleiri sniðuga drykkjuleiki suma vafasamari en aðra. Við vorum öll að minnsta kosti vel í glasi. Og ég held að eiturgufurnar af naglalakkinu mínu bættu ekki úr.
Við ákváðum nú að skoða djammlíf Norðlendinga en gvuð minn almáttugur hvað það er slappt. Við fórum á eitthvað sem heitir Kaffi Akureyri= ömurlegur staður. OK gelgjutónlist, leiðinlegt fólk og ég veit ekki hvað og hvað. Við hefðum átt að sleppa því að fara í bæinn og vera bara í íbúðinni. Sissi og Krúsi fóru víst af kostum sökum ofdrykkju og gengu heim úr bænum gólið í þeim heyrðist langar leiðir. Sissi var mjög góður og mokaði af tröppunum um miðja nótt.
Við vorum frekar árrisul morgunin eftir þegar ég vakna rétt fyrir tíu eru Þórunn og Sissi búin að vaska upp og ganga frá öllu. Æðislegt. Við ætluðum á skíði. Við biðum og biðum og biðum eftir Krúsa (svefnpurkan) nei nei segi svona. Hildur, Bjarki og Kristín ákváðu að fara ekki á skíði. Gott og vel sofið bara á meðan! Dómari dómari!
Á leiðinni upp í fjall tilkynnir Eva mér að hún hefur ekki farið á skíði í átta já 8 ár úps við hin frekar vön skíðum og svona. En jæja þetta er eins og að hjóla hélt ég maður kann etta um leið og maður byrjar. Við leigjum skíði ég og Eva. svolítið nettur gaur í skíðaleigunni. Híhí
Við þurftum að kenna Evu að smella skíðaskónum hljómar ekki vel og svo toppurinn hvernig á að festa skíðapassann?! Ok þetta hlýtur að skána þegar við erum komin á skíði. Halló ég er bjartsýnismanneskja. Við forum upp í stólinn og eftir nokkra bið eftir Evu og eina byltu (sem Þórunn hjálpar henni upp við) skíðum við af stað Well Eva náði ekki að fara hálfa brekkuna áður en hún slasar sig. Við köllum á vélsleða að sækja hana. Skíðaferðin hennar búin! Við hin skemmtum okkur konunglega á skíðum og Þórunn er svo góð að henda yfir mig tveimur snjóflóðum. En það er allt í lagi því þórunn var með stykki í buxunum sem færi að pípa í snjóflóði. Híhí
Það var frekar kalt og skyggnið ekkert sérlega gott. En ég var bara ánægð með að vera á skíðum. Sissi show-off ætlar að vera voða flottur að stoppa rétt hjá Þórunni og flýgur á hausinn og tekur hana næstum með líka.
Við komum heim og þá ákveða sumir að fara í sund. Ég er letingi og ákvað að leggjast í sófann með svefnpokann minn og horfa á Skjá einn. Steinsofna náttúrulega.
Þegar þau koma aftur hefst undirbúningur fyrir djammið. Við pöntum okkur kínamat og vesenið. Það kemur einn sendill og posinn verður batteríslaus og þá kemur annar með annan posa. Svo kemur hann í þriðja skiptið með kvittunina hennar Þórunnar. Hún alger höstler maður. Híhí. Drykkjuleikirnir halda áfram. Úff úff ekki sniðugt. Við vorum öll á eyrunum enn og aftur. Við fórum í actionary heimatilbúið af Þórunni einstaklega skemmtilegt og gaman.
Hildur frekar aktív í tequilainu enda þurfti að halda henni uppi megnið af kvöldinu. Í hvert skipti sem einhver fékk sér tequila fékk Hildur sér með til að manneskjan þyrfti ekki að drekka ein. Ímyndið ykkur ástandið á henni.
Eftir skemmtilegan leik var ákveðið að halda niður í bæ á ball með stórhljómsveitunum Ber og Spútnik. Ok við komum þarna um half tvö og það var enginn inni á staðnum. Og þeir sem voru þar voru 16-18 ára. Gaman gaman. Spútnik byrjar að spila. Algert gelgjupopp. Svo byrjar fávitinn að öskra eru einhverjir rokkarar hér inni? Viljið hlusta á rokk! Og svo byrja þeir að spila Blink 182 lag. Þvílíkt rokk við hlógum og hlógum. Ber byrjaði að spila um þrjú leytið. Sjálf var ég orðin frekar þreytt og fannst ekkert sérstaklega skemmtileg stemming þarna. En við dönsuðum eins og fífl. Svaka stuð. Síðan var farið heim og það smá herbergispartý inni herbergi hjá mér og Þórunni allavega söfnuðust allir nema Bjarki( hann sofnaði eða drapst) þar inni og sátum og spjölluðum.
Við vöknum öll rétt fyrir hádegi daginn eftir, pökkum saman og leggjum í hann upp úr 14:30 og stoppum hér og þar. Ökulag ökumanna var ekki öllum að skapi. En færðin var betri en á leiðinni norður. Ég hélt að keyrslan heim myndi engan enda taka. Við vorum öll komin heim um átta leytið. Það er ekki gaman að sitja í bíl í svo langan tíma þunn. Mæli ekki með því.
Allavega Takk fyrir frábæra ferð.

föstudagur, febrúar 15, 2002

Nú er Katla að fara í flugvélina og ég er strax farin að sakna hennar. En mamma og pabbi fara um tvö leytið og ég held að ég eigi ekki eftir að sakna þeirra jafnmikið. Svo fer ég til Akureyrar í dag!!!! Það er allt komið á hreint með bílamál thank god. Nú er það bara að vinna til hádegis og fara heim pakka, kveðja settið og svo koma sér upp í Ríki (Heiðrúnu) kl 13.30.

fimmtudagur, febrúar 14, 2002

VEi HREBBNA feitt ánægð. Djöfull verður gaman hjá okkur. Ber er að spila á laugardagskvöldið og audda fjölmennum við á það ball því við vitum að þetta er geggjuð hljómsveit.
EVA raunveruleikasjónvarp er kjaftæði!!!! Í staðinn fyrir að lifa í sjónvarpsheimi hvernig væri að ranka við sér og taka eftir umhverfinu það er mun meiri skemmtun í því en nokkurn tíman sjónvarpinu.

Vei Kristín ætlar að koma með til Akureyrar og ætlar meira að segja að draga kærastann sinn með.

miðvikudagur, febrúar 13, 2002

Hildur ég stórefa að þeir nenni eitthvað að tala við mig! Ég verð alein í lyftunum og alein að skíða niður og bara alein....
Nei nei það þarf ekkert að gráta bara drekka.

Nei sko málið er maður þarf ekki að vera single!
En ég var að fatta verð ég ein uppi í fjalli að ´skíða???? Mér líst ekkert sérstaklega vel á það! Það er ekkert gaman að vera einn á skíðum.

Mikið rosalega er ég stolt af ykkur nú er ég ekki eina manneskjan sem skrifar á þetta blogg. Annars er ég komin í vinnunna aftur eftir að hafa fengið allar helvítis pestir sem eru að ganga í EINU. Gleðilegan öskudag!
Á morgun valentínusardag ætlum við Katla að fara að fá okkur eitt stykki bjór bæði að gráta það að við eigum ekki kærasta og líka það að hún er að fara á föstudag. Hver sem vill má koma með!
Þetta er slæmt ég er að draga alla inni í heim tölvulúðanna. Sjáið bara Kristín og Elín Ása eru búnar að læra að senda e-mail. Kristín er meira að segja búin að blogga. Eva er komin með MSN og Hildur líka. Úff.

föstudagur, febrúar 08, 2002

Ég var að fá e-mail frá byttunni í Köben. Allt gott að frétta af henni. Hún er bara í fríi eins og er.
MSN er imbaproof Eva! En neiiii það er erfitt fyrir þig!
Hvað á svo að gera um helgina?
Það er fullskipuð dagskrá hjá mér. og ég er að vona að ég nái nú að hitta Evu eitthvað við reynum bara.
Hjalp ég get varla hreyft mig! Allavega mjög erfitt og sárt. Minnið mig á að fara aldrei aftur í body pump. Byrjar rosalega vel og auðvelt og allt það og er það eitthvað áfram en við lokin fer maður að líta á kennarann sem sadista brjálæðing!

miðvikudagur, febrúar 06, 2002

MIG LAAANGARR Í SÍGÓ!! það eru allir svo stressaðir og leiðinlegir í kringum mig þessa stundina. Framkvæmdastjórinn heldur að ég geti framkvæmd tuttugu hluti í einu en hallooooo ég er ein hérna. Æ vá mig langar heim eða í sígó. Annars gengur reykbindindið vel. :)

Sko að tala við Lín er eins og að reyna að skilja japönsku, nema hvað allt er mun ókurteisara. Ég fór til LÍN og var einmitt að fá lánaáætlun ok ég var búin að koma einu sinni og þá átti ég að geta komið daginn eftir að sækja blaðið en neeeiiii þegar ég kom þá sögðu þær að prentarinn væri bilaður eins og það séu ekki tuttugu prentarar þarna. Æ vá allavega þá átti ég að koma aftur seinni partinn við erum að tala um ég var í brjálaðri tímaþröng. Ég kem aftur ekkert mál jújú þetta var tilbúið en samt þurfti ég að bíða í hálftíma ég held bara til að láta mig bíða. Algerlega tilgangslaust. Annars átti ég að fá ágætan pening held ég. En náttúrulega ég á safnað þannig að það reddast allt hjá mér.
Eva ef þú gerir þér ekki grein fyrir því þá var gaur í hermannafötum með skotvopn sem gekk af göflum í húsinu þínu þannig hermaðurinn þinn hefur þegar komið en þú varst sofandi. híhí hvernig gengur að installa MSN?
Kemuru í bæinn um helgina eða á bara að vera í sveitinni?

Ég fór út að borða með Hrefnu, Ben og Stebba í gær. Þetta var alveg eins og það var hérna fyrir nokkrum árum. Þvílíkt bull frá okkur öllum og við hlæjandi eins og vitleysingar. Við vorum án efa leiðinlegustu gestir á staðnum! Í fyrsta lagi var gellann sem var þjónninn okkar ein ljóshærðasta ljóska sem hægt er að finna og hún hagaði sér eftir því! Við áttum ekki til orð. Hún var horror. Passið ykkur bara á ljóshærðum þjónum á Ruby Tuesday. Flýið ef þið sjáið eina slíka.

Annars er ekkert að frétta af mér alls ekki neitt. Mamma og Pabbi fara til Florida 15. febrúar og þá vonandi verður eitthvað meira að frétta af mér. Allavega finnst mér alltaf æðislegt að vera ein heima ég get gert nákvæmlega allt sem ég vil. Það á amk að halda rauðvíns og ostakvöld, fondue-kvöld, stelpu-dekurkvöld, videodag, og eitthvað sem ég man ekki í augnablikinu. Vííííííí

þriðjudagur, febrúar 05, 2002

Elín Ása er þá farin til Danmerkur. Hún var að kveðja mig á leiðinni út á flugvöll. Ég veit að hún á eftir að skemmta sér konunglega með hinum konunglegu hjónum.
Farvel og har det godt min kære ven!

Mér er kalt og ég er þreytt og allt hálf ömurlegt, ég nenni ekki að vera að vinna. Ég þoli ekki þegar maður er ekki alveg nógu veikur til að vera heima en eiginlega of slöpp til að vera í vinnunni.
Ég er viss um að Elín verður komin heim í haust. Ekki illa meint en hún á eftir að sakna okkar svo rosalega. híhí
Ég er viss um á sama tíma á næsta ári verða mjög fáir af mínum vinum á Íslandi, heldur verða þau dreifð um allann heiminn. Það eru nokkrir staðir lausir: Asía (Japan ekki laust en önnur lönd laus) , Norður- og Suður heimsskautland, Vatikanið og önnur lönd laus síðar.

mánudagur, febrúar 04, 2002

Helgin er rétt svo búin og það er búið að ákveða djamm þá næstu. Ég er með samning ekki djók skrifaðan samning við Hrefnu og Ben að fara að djamma. En vá ég hef aldrei verið þekkt fyrir að sleppa djammi.
ÉG FÍLA EKKI VERULEIKAKJAFTÆÐISBULLSHITSJÓNVARP!!!!
Ég er ekki svo desperat að ég fari að hafa samband við fylgdarþjónustur, ég get alveg farið og höstlað eitt stykki lúða ef það er málið. Já það spurning ég get örugglega fengið Flóru til að greiða mér aftur ef ég er alveg að farast úr einmanaleika.
En pælið í því Elín Ása fer á morgun! Mér finnst etta hálfsorglegt það eru allir að yfirgefa mig. En ég ætla að sjá til hvort ég komi með á morgun að kveðja, ég veit ekki hvort ég komist úr vinnunni. EN ÉG REYNI.
Jæja vinna smá núna

föstudagur, febrúar 01, 2002

hmmm ég væri alveg til í eitt stykki hunk! Ég á meira skilið en Eva! híhí akkuru ertu kölluð hjónadjöfull?

Hildur við finnum eitthvað út úr þessu. Ég er að vinna til 4 og svo getum við farið í leiðangur.

Annars er fullt að gerast um helgina.

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ TELMA Í DAG!!
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ÍRIS DRÖFN Í DAG!!!
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ FLÓRA Á MÁNUDAG!!!

Ok nóg um afmæliskveðjurnar ég man ekki eftir fleiri afmælum í dag! En ég er örugglega að gleyma einhverjum.

Nú ætla ég að segja ykkur frá ferðinni minni á fæðingardeildina.
Birna er að fara að eiga tvíbura og bað mig um að skutla sér í skoðunarferð á fæðingardeildina. Allavega ég fer með henni og við erum leidd þarna um allt eins og hálfvitar. Svo fer guidinn eitthvað að spyrja hvort þetta sé fyrsta barn hjá öllum. Nei nei það var misjafnt. Svo er ég spurð er etta fyrsta barn hjá þér og ég reyndi að útskýra að ég væri ekki ólétt heldur væri ég bara aumur bílstjóri fyrir einn hýsilinn. Ég held hún hafi nú samt ekki fattað það eða haldið að ég væri að ljúga. OK ég var í íþróttagalla og risastórum jakka æ bara svona kósíföt því ég var á leiðinni í ræktina. En úff.
Mig langar ekki í barn á næstunni og mér finnst fæðingardeildir ekki sérlega aðlaðandi allt kalt og grænt með fullt af leiðslum. Sogskálar, tangir, súrefnisgrímur, hitakassar, naflastrengshaldarar og allt það er ekki það sem mig langar að pæla í núna.