mánudagur, maí 27, 2002

Jæja þá er helgin liðin og endurfundir þeirra Hildar og Elínar afstaðnir....eða bara rétt að byrja. Annars átti ég alveg yndislega helgi. Á föstudag var bara farið í golf og síðan bara tjillað með Stebba að horfa á videó. Síðan var vaknað frekar snemma farið og kosið og síðan í golf. Að því loknu var skundað í ríkið :) og haldið í sumarbústað rétt hjá Laugarvatni. Veðrið var geggjað.
Um leið og við vorum komin á Laugarvatn var opnaður bjór og þambað fram á nótt við undirspil gítars og söng sumarbústaðagesta. Spiluðum reyndar smá Trivial og stelpuliðið vann. Ég er búin að komast að því að ég á alltaf að spila Trivial full því þá get ég svarað miklu fleirri spurningum. hehe.
Daginn eftir var mikil þynnka á Hrebbnu. En það batnaði þegar á daginn leið. Veðrið var svo geggjað að við vildum ekki fara strax heim. Sátum úti í sólbaði, Hrebbna lítur út eins og tómatur akkúrat núna. Sólbrann bara pínu.
Þegar í bæinn var komið gat ég ekki stillt mig það var liðinn meira en sólarhringur síðan ég fór í golf síðast þannig audda fór ég í golf. Ég veit ég er geðsjúk!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home