Ég er búin að fá útborgað! :)
Komdu þá og fáðu þér eins og "einn" bjór með okkur.
Útivistarfélagið Díonýsus
þriðjudagur, apríl 30, 2002
mánudagur, apríl 29, 2002
Yello Hello Börnin góð,
Á laugardag var setið tjillað og tjattað á Kofanum með bjór í hönd (allavega ég og Helena (hinir eru aumingjar)). Síðan komu nokkrir og voru mér til selskaps meðan ég vann á prestó á sunnudag. Sem betur fer ég var að mygla úr eigin kurteisi. Ég var virkilega komin með ógeð á gervibrosinu mínu. Um kvöldið hitti ég Stebba og við fórum og fengum okkur að borða og síðan var haldið í kvikmyndahús að sjá hreyfimyndina Ísöld. Ég hló allan tímann næstum því. þessi mynd er bara schniiiilld.
Ég hlakka geggjað til að fara í utanbæjardjammið okkar. Hey en hvernig væri bara að á lausu og próflausu fari að djamma saman á morgun? Mér líst mjööög vel á þá hugmynd.
Síðan er árshátíðin sem verður geggjun can´t wait!
sunnudagur, apríl 28, 2002
Jæja góðar fréttir og vondar fréttir...
Vondu fréttirnar fyrst.
1. Næsta helgi verður ekki, með áherslu á ekki, sú helgi sem á lausu klúbburinn fer út úr bænum. Þið sem verðið í prófum ennþá og voruð mikið sár yfir að missa af henni getið tekið herðartréð og snúið því við því utanbæjarfylliríið verður þann 11. -12. maí. (Þetta eru reyndar góðar fréttir í vondum!). Staðsetningu verður haldið leyndri eins lengi og unnt er og er þetta því nokkurn veginn óvissuferð. En farið verður á laugardagseftirmiðdag (langt orð) og verður grillað. Ég mun sjá um matinn (en þið getið gleymt því að ég sjái um áfengið, ég þyrfti að taka bankalán til þess) og verða svo bara þáttakendur rukkaðir í ferðinni fyrir ´´hótelþjónustuna´´. Þessi ferð var upphaflega hugsuð fyrir próflaust fólk því fólk sem er að ljúka prófum verður alltaf svo skrýtið eftir prófin, ofurölvi og vita ekkert hvað þau eru að gera og satt að segja erum við prólausu hálfhrædd við þau. En heilladísirnar ykkar eru greinilega ölvaðar í vinnutíma og því getið þið komist með (held ég). Eruð þið ekki orðin spennt??? :)
2. Hin vonda fréttin er að ég eyddi kvöldinu í gær í HELVÍTI. Sannleikurinn og kontór er ekki skemmtilegt með fyrrverandi kæ.og núverandi barnsmóður og allra síst þegar hún er full í fyrsta skipti síðan 2000. 5 manns, ég, fúsi, rakel (my x), vinkona hennar og frænka. Ég kom EKKI nálægt skipuleggingu þessa kvölds heldur var það fúsi og R. Byrjaði svo sem allt í lagi. ég ætlaði að vera edrú en svo þegar ég sá hvert stefndi ( sem var beint niður ) þá ákvað ég að það væri alveg eins gott að detta bara í það. Hápunkturinn var samt sannleikurinn. Fór bara snemma að sofa (4 leytið).
Góðu fréttirnar!!! (hin góða fréttin var inní þeirri vondu)
ÁRSHÁTÍÐ, já ég vissi að þið biðuð eftir þessu, það sést á ykkur. Hin árlega og árvissi stórviðburður sem lýst hefur verið með orðum eins og stórkostlega, ævintýralega, svakalega, spennuþrungna, stórskreytta, skemmtilega, ástríðufulla, litskrúðuga, fjölbreytta, sykursæta, súrrealíska, beyska, töfrum vafin, skotfasta, grípandi, hoppandi skoppandi, rauðröndótta, massaða, fitumikla, næringarríka, trefjaríka en með litlu kolefnisinnihaldi, sólskinsglaða, þrumandi, sællega, góða, óviðjafnanlega, frábæra, innrammaða, beislislausa, alveg í lagi, fína, smellna, beint í mark, útúrflúraða, fallega, rósótta, draumkennda, líflega, guðdómlega, vöðvastælta og vel rakaða en samt ólýsanlega árshátíð (þetta er kannski aðeins of náin lýsing á henni en þið verðið að geta ímyndað ykkur hana á réttan hátt). eða m.ö.o. ÁRSHÁTÍÐ þann 8. JÚNÍ en ekki þann 8. maí eins og sumir prófarar vilja halda. Þetta er laugardagur og skuluð þið taka hann frá, reyndar ættuð þið líka að taka sunnudaginn frá því ég efast um að nokkur maður nenni neinu þann daginn. vonandi sofnuðuð þið ekki yfir þessum fáu orðum mínum og við sjáumst.
laugardagur, apríl 27, 2002
Í gærkveldi var ég að vinna á Prestó, ótrúlega gaman þegar leiðinlega tussu mellu frekjan kom. Mig langaði til að skalla hana en ég hamdi mig. Síðan að loknum löööööngum vinnudegi (fyrir utan smá stopp á kaffihúsi þar sem ég sólbrann, hallooo ég sat INNI á kaffihúsi) fórum ég, Hildur og Helena að hitta Krúsa og vini hans. Þeir voru vægast sagt ölvaðir. Haldið var í bæinn þar sem Hildur virtist ekki geta haldið á bjór án þess að fá hann yfir sig. Buff var að spila á Vídalín og svaka stuð þar en vegna ofurölvunar eins úr hópnum var ákveðið að yfirgefa staðinn. Haldið var á Viktor til að hlyja sér meðan eitthvað var ákveðið. MMMM kaffi.... Síðan var staðið fyrir utan Hlölla í um það bil klukkutíma til að komast að þeirri niðurstöðu að fara heim. Ég hélt á mér hita með því að æfa Karate-spörk og stökk.
Nota bene ég var edrú og á bíl!!!!! Moi Hrebbna ekki að drekka. Ótrúlegt en satt.
Ég veit ekkert hvað dagskráin er fyrir kvöldið en ég er til í að bralla eitthvað sniðugt en það verður eiginlega að vera áfengislaus skemmtun. hehe
föstudagur, apríl 26, 2002
Ég er ógislega góð í keilu, hehe. Ég vann í gærkvöldi í æsispennandi slag með einu stigi. Ég hef samt aldrei á ævinni verið í einn og hálfan klukkutíma að spila einn fokkings leik. Þetta drasl var alltaf að bila og ég veit ekki hvað og hvað. Gaman að fylgjast bara með sjónvarpinu bara á meðan. Sá þar einhver kunnugleg andlit í einhverjum djammþætti á popptíví. Skemmtilegt kvöld.
Ég er svona alveg að fá röddina mína aftur eftir bíóferð sem farin var á miðvikudag. Athugið alltaf um hvað myndin er þegar þið eruð að fara í bíó með Þránni. Ég var sko komin ofan í úlpuna mína -°°- svona var ég! augun upp úr jakkanum og síðan var maður öskrandi af hræðslu í næstum tvo klukkutíma. Síðan fórum við og fengum okkur bjór til að róa taugarnar og þangað komu að hitta okkur voru Hildur, Fúsi, Þórunn og Kristín ( já ótrúlegt Bjarki losaði handjárnin og hleypti henni út).
fimmtudagur, apríl 25, 2002
GLEÐILEGT SUMAR
Sumarheiti (þú veist eins og nýársheiti):
Ég lofa að djamma rosalega mikið!
Ég lofa að fara að djamma út á land!
Ég lofa að skemmta mér geðveikt vel!
Ég lofa að fara á Þjóðhátíð!
Ég lofa að vera geðveikt dugleg að stunda/skipuleggja atburði innan Díonýsus!
Hver lofar það sama og ég?
miðvikudagur, apríl 24, 2002
ÞJÓÐHÁTÍÐ ER EFTIR 100 DAGA!
Jæja á að gera eitthvað í kvöld í tilefni af frídegi á morgun? Frá og með á morgun er sumarið komið og það þýðir einungis eitt.....djamm! ´Meðlimir þessa félags ætla að vera ótrúlega duglegir við að stunda djammið í sumar alla daga vikunnar!
þriðjudagur, apríl 23, 2002
Smælingjar og undimálsfólk þessa lands sameinumst öll í fögnuði því nú eru þriðjudagstilboðin mætt til leiks aftur!!!
Hvað um það, ég er farinn í bíó.
E.s. ég er blankur en fúsi fór út til að kaupa sér lottómiða. Hann hringir í þig ef hann vinnur...
Takk Katla gott að vita til þess að þegar þau henda mér út þá þarf ég ekki að búa undir Kópavogsbrúnni, því ég held að það sé pínu erfitt að sofa þarna vegna hávaða frá umferðinni.
Ok ég er sannfærð ég þarf að leggja foreldra mína inn á Klepp þessi vorhreingerning er ekki fyndið. Það hefur aldrei verið svona vorhreingerning heima hjá mér áður og þetta er ekki sniðugt að þrífa hvern einasta fermillimeter í húsinu. Þau eru nú að innrétta herbergið mitt hvernig það á að vera þegar ég fer, hey ég er meira að segja að fá nýtt rúm því þetta á að vera gestaherbergi. Ok hendið mér bara út strax mér er alveg sama. Ég skal bara búa undir kópavogsbrúnni.
mánudagur, apríl 22, 2002
Kristín ef þú mannst hvernig símar virka þá bara hringiru og þá er ekkert mál að taka þig með þegar ég fer næst að klifra. það er nemmilega veggur niðri í sveit.
Hæ hæ ég verð bara að segja að ég upplifði ekki þynnku í gær. Þó svo að ég hefði verið á eyrunum á laugardag þetta þýðir aðeins eitt SUMARIÐ ER AÐ KOMA!!!! Ég skemmti mér ótrúlega vel á laugardag nema á reunioninu. hehe. Elín Ása ég er búin að reyna að bjarga Kristínu en hún vill ekki einu sinni hitta mig ákveður frekar að fara í bíó með vinum Bjarka en að hitta vinkonur sínar sem hún hefur varla séð í margar vikur nema þá í mýflugumynd. Já ég og Elín erum að spæla í að koma saman til Danmerkur í Júlí.
Næst þegar ég fer á djammið ætla ég að vera í íshokkíbúning! Ég vona að það sé safe.
sunnudagur, apríl 21, 2002
E.s. Þar sem margir hafa greinilega áhuga á að skipta um dekk þá ætlar Á lausu klúbburinn að standa fyrir innanhúsmóti í dekkjaskiptingum. keppt verður í bæði liða og einstaklingsgreinum í t.d. boltalosun með og án atrennu, upptjakkingu bæði undir og ofaná og mun keppnin svo ná hápunkti þegar keppendur berjast um að koma ónýta dekkinu fyrir á sem snyrtilegastan hátt í skottinu hjá Sólveigu. Verðlaun verða veitt og eru þau ekki af verri endanum og má nefna sem dæmi tjakkur úr volvó ´85 árgerð, felgulykill úr rútu og baksýnisspegill úr lödu. sem sagt til mikils að vinna og fer skráning fram í síma 118.
Á lausu strikes again!!!
Þar sem þessi helgi stefndi í blankheit og útafliggjandi rólegheit má segja að hún hafi tekið krappa beygju og inná veg óstöðugleikans. Ég og Gaui vorum að reyna að vinna framúr kvöldinu í gær þegar okkur datt í hug að skella okkur á djammið. Hringt var í Hrefnu um 22.00. og málum reddað. Við vorum á leið á reunion hjá réttó. Þar mundi enginn eftir mér þegar ég sagði við viðkomandi að það væri nú langt síðan við sáumst síðast en það var allt í lagi, ég mundi ekkert eftir þeim heldur enda var ég aldrei í réttó. Svo var það bærinn. byrjað á Ara í ögri og þar var keyptur grjónagrautur, þetta er snilldardrykkur sem er staup sem samanstendur af ainhverju og einhverju og eldi og kanilsykri. Stakasta snilld. Næst komið við á prikinu og hittum við þar nokkrar stelpur sem voru/eru hver annarri fallegri og þar var spjallað í einhvern tíma. Peningaleysi er ekki vandamál því Atli bjargar málunum. Hann var straujaður óspart og er ég orðinn helvíti góður í að skrifa Guðbjörn G. þó ég hafi kannski ekki alltaf hitt á réttan stað á kvittunninni þá gekk það samt. Þó svo að Hrebbna hafi afsalað sér öllum karlkyns eiginleikum á fim. síðasta þá ætlaði hún nú bara samt að ráðast á einhvern unglinginn sem var svo ógæfusamur að þekkja hana og kýla hana, og þá kastaði hún frá sér öllum kvenlegheitum og var orðin eitthvað sem ég veit ekki hvað skal kalla fyrir utan Hrebbna. En endað á viktor (reyndar bara því að strákurinn hljóp þangað inn en hann fannst aldrei), hann var sorglegur núna, fyrir utan austur-þýska techno gógódansarann, þaðvar sýning útaf fyrir sig að fylgjast með honum reyna við miss Tæland 54. og hann kunni bara eina hreyfingu á gólfinu og hann var fastur í henni örugglega allt kvöldið. Ekki hefði ég nú viljað vakna í hans sporum í morgun. :)En þegar þar lokaði þá var okkur hent út sem var eftir minni klukku kl. korter í 12. en hún var víst bara stop. Gaui þurfti að komast á klósettið svo hann gerði atlögu að klósettinu sem þarf að borga inná fyrir utan hlöllabáta. Peningarnir virkuðu ekki svo hann reyndi að nota kveikjara og hársprey það gekk ekki betur en að hann þarf ekki að raka hárin af höndunum á sér á næstunni. Við nefnilega skildum kúbeinið eftir heima núna en hann eyddi örugglega 30 mín. í að reyna að komast inn, hann bara fattaði ekki að klósettið var lokað. það var miði og allt sem sagði það. En á meðan þetta var að gerast og við hlógum að honum þá kom þessi líka svaka sjarmur að okkur og spurði hrebbnu hvort hún væri ekki til í að fara úr að ofan fyrir sig. Þið getið ímyndað ykkur svarið. En jæja þá var farið heim. Þar sem við fengum enga kerru lánaða var ekki um annað að gera en að fá taxa og kom ég snemma heim eða um korter í 12 (rauntími = ???). En í dag er engin þynnka!!!!, nema alveg pottþétt hjá Hrebbnu.
föstudagur, apríl 19, 2002
Þetta fer að vera viss og reglulegur viðburður þegar ég hitti meðlimi dío. að það springur og af einhverjum ástæðum er það ég sem þarf að skipta um dekkið. ???
Hrefna auðveldasta leiðin í sambandi við að skipta um dekk er myndi ég segja að væri þín aðferð, að hringja í einhvern annann!!! Annars hafa bara einfaldlega ekki allir þennann hæfileika að geta skipt um dekk. Þetta krefst mikillar útsjónarsemi og dirfsku, þannig að ekki vera hörð við sjálfa þig þó þú getir ekki skipt um dekk því það eru alveg örugglega samtals 4-5 manneskjur á Íslandi sem geta ekki skipt um dekk. :)
Elín, Daður þarf ekki að vera gott nema til að ná árangri og þar sem ég stefni að voðalega litlum árangri sem stendur þá hef ég litlar áhyggjur því hvort ég daðri vel eða ekki. Það eru stelpurnar sem daðra við mig.
Sko Elín ef þú hefur ekki tjekkað á meilinu þá er þetta slóðin á síðu þar sem við getum öll sett inn myndir, atburði í dagatal, og bara allt sem okkur dettur í hug. http://communities.msn.com/Dionysus Endilega kíkið á þetta!
Annars fóru nokkrir félagar á uppistand á Sportkaffi í gærkvöldi. Radíusbræður eru frekar slappir verð ég að segja. En upphitunaratriðið var schniiilllld. Hildur vonandi ertu búin að jafna þig á öllu tali um leðurgorma og þessháttar hluti. Á tímabili hélt ég að Þráinn ætlaði að kafna. Já anda inn anda út.
Ég er snillingur í að skipta um dekk! Það sprakk hjá Sólveigu í gær og vitiði hvað ég gerði..... ég hringdi í Þráin. hehe. Ég reyndi samt og Sólveig líka. Gaui var mjög öflugur að taka dekkið af og setja leikfangadekkið undir. Ég og Sólveig reyktum bara og horfðum á. Getur einhver sagt mér auðveldari leið en þetta að skipta um dekk?
Mér finnst við virkilega þurfa að fara að endurskoða alla titla og sérsvið! Það er enginn að standa við sitt. Sjáið bara starfandi varaformann: hún hefur ekki sést í margar vikur ég held henni sé haldið sem kynlífsþræl fyrir Bjarka. Bjarki hvernig væri að gefa henni frí í eitt kvöld?
Elín Ása segist vera hætt að daðra.... Menntunarfulltrúi okkar er að hætta í skóla.... Sumir eru að vísu að standa sig alveg stórkostlega vel en við verðum að íhuga nafnabreytingar.
Katla þetta með myndirnar fer allt að koma. Það stendur til að skanna inn myndir af öllum á meðan verðuru að láta þér nægja þessar fjórar myndir sem ég póstaði á hinn vefinn.
Hvað á svo að bralla um helgina?
fimmtudagur, apríl 18, 2002
Hvað meinaru Elín?? Ertað segja að ég daðri? Það varð einhver að taka við starfinu eftir að daður- og tálkvendið fór úr landi og hver var betur til þess fallinn en einmitt lærisveinn og æfingaviðfangsefni hennar. Ég held samt að ég muni ekki valda starfinu nógu vel. :)
Þar sem það er nú alltaf svo gaman hjá okkur sem erum á lausu þá höfum við ákveðið að fjölmenna á skemmtikvöld. Það verður svaka gaman og ekki síst því ég mun verða á svæðinu. Það kostar 1000 kall inn og þið megið fara eins oft og þið viljið á barinn. :) Byrjar kl. 10 en mætum um 8:30. En þeir sem eru í virkilega góðum gír geta alveg mætt fyrr...
(E.S. Hrebbna þú varst aðeins á undan mér en mín augl. er mun betri. :)
miðvikudagur, apríl 17, 2002
Fólk skiptist greinilega í tvær fylkingar hér varðandi Muppets prófið. Hvað er annars dagskráin fyrir helgina?
þriðjudagur, apríl 16, 2002
Yuoo ere-a zee Svedeesh Cheff! | |
Ég er ekki í skóla þar af leiðandi er ég ekki að fara í próf og þar af leiðandi get ég alltaf djammað. Audda er stemming fyrir utanbæjardjammi bara um leið og ég get borðað eitthvað aftur. Ég bryð verkjatöflur eins og er. OG ég held að ég ætti ekki að drekka ofan í það miðað við það að ég ætla að halda restinni af tönnunum mínum.
Sko ég held að miðað við fyrsta djamm á lausu klúbbsins þá mun enginn okkar fara í samband aftur það var bara einfaldlega of gaman. Nú er bara að sjá hvort blessaði framkvæmdastjóri klúbbsins standi sig.
Já einhvern tímann er allt fyrst!
Kristín þetta er á lausu klúbburinn!!! Þar eiga meðlimir að vera á lausu og þar vilja allir vera á lausu því það er svo gaman hjá þeim sem eru á lausu. Ekkert nöldur í hinum aðilanum, ekkert heimilisofbeldi né níðingar en að vísu er ekki eins mikið um ríðingar heldur, alla vega ekki svona sem þú vilt vakna við hliðina á aftur daginn eftir. En að vísu geta allir fengið sérstakt leyfi til að vera með á lausu klúbbnum en þá verða pör að vera ÓPÖR og engar kyssingar né kelingar á meðan á þáttöku stendur. Ég átti nú engann þátt í ákvarðanatöku með viktor en ég er búinn að komast að því að ef þú ferð þangað inn eða surtshelli þá detta allar kynferðislanganir niður í gegnum gólfið þannig að það var kannski kjörið að fara þangað. Fara kannski samt á diablo næst eða álíka.
En ég vil vita hversu margir það eru sem þykjast vera vant við látnir vegna prófa eða lærdóms á næstunni og hvort einhver stemmning sé fyrir utanbæjarfyllirí??? Svar óskast á bloggið merkt: Ég vil hitta þig.
Heil og sæl, og munið beauty is pain...........
mánudagur, apríl 15, 2002
Þetta var eitt allra dýrasta djamm sem ég hef farið á
7500kr fyrir bráðabirgða RÓTFYLLINGU þarf sem sagt að fara nokkrum sinnum í viðbót.
????kr fyrir nýjan síma
????kr sem ég eyddi á djamminu.
Ónýtur sími, laus tönn og klikkaður hausverkur ekki amaleg helgi. Drykkjan var svoldið mikil og sést það einna helst á stöðunni á bankareikningnum mínum. Ný sögn var færð inn í íslenska málið og hún er að geldast þýðir að láta eins og hálfviti. Ég varði deginum í gær í að fá sögur af því sem ég var að tjá mig og gera á laugardagskvöldið. Rannveig segir að ég hafi verið ansi skondin og haldið ræður um tilfinninglegt gildi símans míns.
Sella segir að ég hafi ætlað að ræna öllum jökkunum inni á Casa grande í leit að jakka Þórunnar. Gyða man ekki hvað gerðist. Þráinn varð þunnur sem hann verður aldrei. Fúsi fór af kostum og Þórunn var ansi skemmtileg. Ég veit ekkert hvenær ég var komin heim en man það að ég fór í leigubíl með Rannveigu.
En þetta var geðveikt skemmtilegt kvöld þrátt fyrir ótrúlega mikla ölvun. Á lausu klúbburinn er kominn til að vera.
sunnudagur, apríl 14, 2002
DÍSES!!!! Það er nú ekki hægt að segja annað en að það sé smá þynnka í gangi akkúrat núna. Þynnka dauðans á sumu fólki, kóklítrarnir hverfa hver á fætur öðrum og spegilinn greinir ekki þá sem standa fyrir framan þá. einhverjir hafa kannski vaknað og ekki fundið fyrir einhverjum líkamspörtum og enn aðrir (eða þeir sömu) jafnvel með lausar tennur. Þið eruð kannski að velta því fyrir ykkur hvað hafi gengið á hjá þessum aðilum í gær og loks áttið þið ykkur á þessu. Jújú það passar, Á lausu klúbbur Útivistarfélagsins Díonýsus gerði sér glaðan dag/kvöld/nótt og fór á djammið. Skotmarkið var salsa kvöld á Casa grande. Söfnuðust meðlimir saman hjá Hrebbnu og tóku þar við auðvitað drykkjuleikir af ýmsum toga, en allir meðlimir ættu að vita hvaða leikir það eru. þá var farið í bæinn. Sú bílferð var sú versta í langann tíma, þar sem bílstjórar voru bara tveir fyrir 11 manns þá var ansi þröngt og ég fékk þann heiður að liggja yfir Fúsa, Kidda og Gauja, ekki gott. Jæja hvað um það þá erum við á Casa G. og þá er óhææt að segja að drykkjan byrji fyrir alvöru. Á fyrstu 10 mín. þar drakk ég vondann kokteil, stórann bjór og 3 staup sem vor aftershock og fullnægingar. Meðlimir gerðu heiðarlega tilraun til að dansa eitthvað í líkingu við salsadans en með misjöfnum dómum og til votts um það þá hló söngvari hljómsveitarinnar stanslaust að meðlimum Dío. meðan á þessum afskræmingum stóð. Hápunktur kvöldsins á Casa var samt þegar undir/yfirritaður tókst á einhvern óskiljanlegan hátt að henda símanum hennar Hrebbnu ekki í hana heldur beint ofan í bjórglasið hennar sem akkúrat þá var fullt, og er síminn ennþá steindauður. RIP Þegar Casa ákvað að loka er óhætt að segja að hópurinn hafi tvístrast. Veit ég eigi hvert meirihlutinn fór en þau hörðustu fóru af stað í leit að ævintýrum (ég, fúsi, hrebbna, þórunn og rannveig). Glaumbar, inni í 30 mín. og þá var farið á Viktor. mér leist nú ekki á það til að byrja með en það rættist nú úr því. Bara á fyrstu mín. hrundi hrebbna í stiganum um sína eigin kápu (ef einhver veit hvernig það er hægt þá má hinn sami segja mér það) og reyndi í fallinu að bíta í handriðið. Afleiðing = nú á hún mjög erfitt með að borða pizzu. En við komumst upp án frekari áfalla og þar var hin ágætasta tónlist og tel ég mig hafa átt gólfið í gleði minni og sorg. Þar voru ýmsir nýbúar og vildi ekki betur til en eftir smástund að tælensk kona og kall komu og dönsuðu frekar nálægt mér og fúsa (stelpurnar sátu bara og þögðu held ég, þær hafa greinilega ekki það úthald sem þarf í svona). sama hversu mikið ég færði mig á gólfinu þau fyldgu alltaf á eftir. Svo kom að því, þau voru að reyna við okkur. Kallinn kleip fúsa í rassinn og konan reyndi við mig þannig að hreyfinginn um gólfið varð enn meiri. En stelpurnar aumkuðu sig yfir okkur og komu stöku sinnum til okkar á gólfið. Þetta er nú það merkasta við kvöldið og miðað við ástandið sem maður vaknaði í þá held ég að ég hafi verið ansi drukkinn undir lok kvölds/nætur, hvenar sem það nú var. Tekinn leigari heim og við sáumst ekki meira það sem af var nætur. En eftir þetta kvöld verð ég að biðja nokkra aðila afsökunar á ýmsu sem ég gerði eða sagði og þá sérstaklega einn meðlim. Þannig að hér endar lýsing mín á fyrsta opinberlega fundi Á lausu klúbbsins en óttist ei, því önnur helgi byrjar á næstunni og verður vonandi einhver hugmynd um hvað gera skuli þá. En nú skal þessu slúttast og ég er farinn í símann............
föstudagur, apríl 12, 2002
Á lausu klúbburinn ætlar að fjölmenna á Salsakvöld annaðkvöld á Casa grande (gamla amigos). 1000 kr inn einhverjar veigar í boði (var mér sagt) salsakennsla og þvílíkt stuð og stemming.
Sko Fyllerísmyndir eða eitthvað mér er slétt sama ég fékk mynd af Kötlu við uppvask, djamm myndir af Kristínu og Þórunni og mér. En svo er ég barasta ekki búin að fá fleiri myndir. En mér líst andskoti vel á þetta MSN communities ætla að athuga það í dag. Því einhvern veginn nenni ég varla að standa í þessu ein. En við bara sjáum til hvað verður.
fimmtudagur, apríl 11, 2002
Íslensk Sakamálaþátturinn sem við sáum á sínum tíma var viðbjóður. Líf fólks sem lendir í þessari tegund af ofbeldi er andlega vanheilt það sem eftir er ævinnar það er gjörsamlega búið að skemma lífið fyrir þeim. Ég fatta ekki af hverju réttarkerfið á Íslandi er svo fáranlegt að dómar fyrir fjárdrátt og skjalafals og önnur þess háttar afbrot fá mun hærri dóma en nokkurn tíman fyrir afbrot sem eyðileggja líf manna. Fíkniefnadómar eru einnig brandarar. Nýjasta dæmið er sýknunin fyrir amfetamín-málið, að maður sem játar brotið skuli fá sýknun vegna tækniatriða sem eru ekki á hreinu því einhverjir gamlir karlar sem vinna 9-17 vinnu á ríkisstofnunum nenna ekki að breyta hlutunum. Ef hæstiréttur samþykkir dóm héraðsdóms þá geta fíkniefnaafbrotamenn farið í mál við ríkið og fengið bætur fyrir óréttláta frelsissviptingu. Skattpeningar okkar eru að fara að borga þessum mönnum pening fyrir að brjóta af sér. Halloooo mér finnst þetta ekki alveg hægt.
Að skemmtilegri hlutum meðlimir Díonýsusar eru greinilega ekki alltof tölvuvæddir því það vefst eitthvað fyrir nokkrum þessi blessaði spurningalisti sem ég sendi út. Hafið þið góða fólk sem er á þrítugsaldri ekki þurft að gera ritgerðir í tölvum? Eða eruði svo gömul að þegar þið voruð ung þá gerði fólk hlutina í ritvélum eða handskrifaði og skreytti?
Það eru nokkrir búnir að skila spurningalistunum og svo er ég með myndir af Kristínu, Þórunni og Kötlu og eina mjööög vafasama af Elínu og eina næstum því mynd af Hildi. Allir hinir verða að senda mér eða skila inn mynd. Allar myndir sem þið eigið af meðlimum Díonýsusar mega lána okkur þær svo við getum skannað þær inn.
miðvikudagur, apríl 10, 2002
Vér mótmælum kynferðisafbrotadómum hér!
Sko málið er ég vinn hörðum höndum við að smíða nýja heimasíðu. Hallooo ég kann ekkert á tölvur og html kóda þannig ég er bara að reyna að læra þetta. En árshátíðin verður að öllum líkindum ekki fyrr en í júní. Fundur um helgina hjá á Lausu klúbbnum. Fundur hjá skemmtinefnd í næstu viku. Það eru ég, Kristín og Sólveig í skemmtinefnd.
Endilega ef þið viljið koma með ´tillögur látið mig vita!
Sumarið er á næsta leyti því legg ég til að við förum að hita upp.
Auk þess legg ég til að Karþago verði lögð í eyði.
Jæja nú er ég að fara að senda spurningalista á alla meðlimi í Díonýsus og vinsamlegast svarið honum! og náttúrulega sendið hann tilbaka. Annars er ég að æfa mig hérna á blogginu til að fara að skrifa skáldsöguna mína. ég held að mér gangi alveg ágætlega með það.
Hildur hafðu engar áhyggjur af Elínu hún er bara að æfa sig áður en þú kemur þannig hún hafi roð í þig. Elín ýttu bara á view web page hér að ofan þá kemur heimasíðan með tenglum á hina síðuna en tengillinn er http://hrebbna.blogspot.com . Síðan er Hrebbna að smíða nýja heimasíðu sem mun líta dagsins ljós einhvern tíman á næstu árum. híhí
Kæra fólk hvað er planið fyrir næstu helgi? Ég er að spá í að Útivistarfélagið fari nú að hittast! En vitiði ég fer bráðum að halda að ég verði að skella mér til Danmerkur í sumar til aðeins að taka þátt í þessari bjórdrykkju! Kannski maður fái að kíkja í heimsókn eina helgi.
Well back to work.
Og að lokum er hér blátt reiðhjól talnalásinn er inn út inn inn út.
þriðjudagur, apríl 09, 2002
Nú hef ég lokið hinu alræmda TOEFL prófi og ég er bara mjög sátt við framistöðu mína á prófinu. Ég var mjög fljót að klára prófið og prófdómarinn átti eiginlega ekki til orð þegar hún sá hvað ég var fljót og fyrstu einkunn mína á prófinu. ÉG held þetta boðar gott.
Ákveðið hefur að beiðni meðlima að fara að virkja á lausu klúbbinn og mun það vera gert eigi síður en fyrir mánaðarmót.
Ég vil einnig benda á að einungis eru 114 dagar í þjóðhátíð. Ég hef tekið ákvörðun um að láta mig alls ekki vanta í Eyjum þá!
Skemmtinefnd þarf að fara að koma saman og skipuleggja blessuðu árshátíðina ákveða dagsetningu og fleira.
voðalega eruði e-ð dugleg að skrifa!! Maður má ekki líta af ykkur í nokkra daga og þá eru bara komna nokkrar ritgerðir. Jæja Hrebbna mín þú virðist hafa skemmt þér ágætlega um helgina og það var nú gott. Ég er nú bara rétt að ná mér eftir þetta bölvað bindindi þ.a. ég djammaði bara á laugardaginn. Það var svaka stuð. Nenni ekki að skrifa meir, ég þarf að leggja mig!!
mánudagur, apríl 08, 2002
Nú er ég komin frá útlöndum... eða nánar tiltekið Westman Islands. Það er búið að vera stanslaus drykkja frá upphafi til enda.
Í vinnunni á föstudaginn gerði ég lítið annað en að pakka inn happdrættisvinningum og stakk svo af snemma til að fara finna til draslið mitt. Jæja ég plata Kristínu til að fara með mér í Kringlunna. Ég hafði alls ekki mikinn tíma og varð að finna mér eitthvað til að vera í á árshátíðinni. Ég átti eftir að gera ALLT. Við þræðum hverja búðina á fætur annarri í miklum flýti. Kristín fer allt í einu að leita sér að bikiní fyrir ferðina sem hún er að fara í.....um verslunarmannahelgina eftir 4 mánuði ég átti að vera mætt eftir klukkutíma! Hvort er sniðugra að leita að? Annars finn ég það sem ég er að leita að og fer í ríkið og versla etanól og audda í apótekið og kaupi sjóveikistöflur.
Ég bruna heim klára að taka allt saman og er readý á mjög fínum tíma. Hringi í fólkið sem ætlaði að pikka mig upp en neiiii það er ekki tilbúið þannig ég sat og beið og reykti bara og drakk bjór. Fínt fínt. Síðan kemur liðið og við leggjum í hann drekkum audda bjór á leiðinni til Þorlákshafnar.
Síðan sé ég Gubbólf í öllu sínu veldi. Ég er komin í þvílíka þjóðhátíðarskapið. Við höldum inn og förum út uppi á dekki. Við hittum þar einhvern Gumma sem gefur nokkrum af okkur bjór hann var sko vel í glasi. Enda bíður löggan hans um leið og komið var á bryggju í eyjum. Veit iggi akkuru.
Loksins komin til Eyja og athugið það eru bara 116 dagar, 5 klst, 6 min, 47 sek, til Þjóðhátíðar 2002! Við húrrum okkar yfir á gistiheimilið en þá kemur í ljós að ég og tvö önnur eigum að vera á öðru gistiheimili. Damn just my luck. Ekkert hægt að breyta þessu. Við hendum dótinu okkar inn og förum svo aftur til hinna. Því audda erum við öll að fara á djammið á lundanum. Það var svooooo gaman þar. Þegar lagið lífið er yndislegt kom varð ég að hringja í hana Kristínu og leyfa henni að heyra. ég held ég hafi vakið hana...tíhí Við hittum nokkra vinnufélaga okkar þarna í eyjum ótrúlega gaman.
Daginn eftir vakna ég með heimsins mesta hausverk og man þá að ég var ansi skæð í staupunum og þá aðallega AfterShock (þjóðhátíðardrykkur a la Hrebbna) Úff ég hefði ekki átt að drekka svona mikið í gær. Timburmennirnir vinir mínir mæta í heimsókn.
Við förum á Mánabar að horfa á fótbolta það sást í gegnum mig ég var sko glær enda gerði fólkið pínu grín af mér. Ég og Sólborg erum svangar þannig við hoppum yfir á Cafe María mmmm food. Jæja klukkan að verða eitt og þá eigum við að mæta í einhverja móttöku hjá Íslenskum Matvælum. Hitta eitthvað af starfsfólkinu og skoða húsið og svona.
Síðan gerumst við túristar og förum í rútu og skoðum eyjunna ó´trúlega skemmtilegur gaur að lýsa öllu þessu. Við skoðum stafkirkjuna og alles sem vert er að skoða þarna. Að rútuferð lokinni þá fara sumir að horfa á fótbolta aftur. Mjög miklar fótboltabullur sem ég er að vinna með. En ég og tvær aðrar förum á eitthvað kaffihús að tjilla.
mmmmm svefn ég sofna í ca klukkutíma og síðan er hafist handa við að gera sig til.
Við mætum á hitt gistiheimilið og þá er náttúrulega enginn til þannig við bara reykjum og drekkum á meðan. Síðan bætist alltaf í hópinn hjá okkur þangað til allir eru til. Þá kemur rúta að sækja okkur. Í rútunni er í fyrsta skipti komið saman allt liðið sem er að vinna hjá fyrirtækinu. Stoppað er á hertoganum. Allir út!!!
Maturinn er geggjaður og skemmtiatriðin mergjuð. Ég lenti í einhverri spurningakeppni. Just my luck. Árshátíðarlagið er klikk flott. Allir skemmta sér held ég mjöög vel. Happdrættið er mjög fyndið ég er náttúrulega síðasta nafnið í pottinum þannig ég fæ bara dagatal en ég gaf rútubílsstjóranum það fyrir frábæra ferð fyrr um daginn. Árni Johnsen var leynigestur kom og spilaði fyrir okkur.
Við höldum öll í Höllina. Dansa eins og vitleysingur við tónlist Lands og Sona. Allt í einu er kippt í mig áður en ég veit af er einhver gamall karl búinn að króa mig af og heldur mér, hristir mig og öskrar á mig eitthvað ég veit ekki hvað og hann sparkar í mig fíflið. Ég öskra bara slepptu mér slepptu mér og reyni að losa mig en það virkar ekki. Síðan koma nokkrir vinnufélagar mínir og bjarga mér. Veit iggi af hverju ég lendi alltaf í svona.
Æ vá ég held bara áfram að skemmta mér. Allt í einu er ég frekar drukkin eiginlega einum of. Andsk... AfterShock. Best að koma sér í bólið áður en ég geri mig að fífli. Kannski var ég búin að því.
Ég rotast um leið og leggst á koddann. Vakna á sunnudegi með mikla þynnku en samt ennþá drukkin. Æ vá pakkað saman og síðan haldið yfir á hitt gistiheimilið. Sjóveikistaflan tekin og hálfum bjór sturtað í sig bara til að lifa sjóferðina af. Þegar í Herjólf er komið planta ég mig niður á eitthvað borð og steinsofna og sef eiginlega allann tímann. Það var mjög slæmt í sjóinn og fólk var ælandi í hvert horn æ vá eins gott að ég var sofandi því annars hefði ég orðið veik.
Komin heim leggst uppí sófa og er þar rænulaus það sem eftir lifir af degi.
föstudagur, apríl 05, 2002
fimmtudagur, apríl 04, 2002
Mér finnst þetta nú koma úr hörðustu átt Hrebbna, eða viltu að ég rifji upp fyrri daga? tengt að borða manstu???
og já meðan ég man. Ég fór á tónleikanna með The strokes um daginn og það var ótrúlega gaman, ég er farinn að finna aftur fyrir tánum á mér núna eftir að hafa verið á dansgólfinu á broadway. Langt síðan ég kom þangað edrú.
Laus staða: vinur sem nennir að hitta mig af og til á kaffihúsum og bralla ýmislegt. Má ekki segjast ætla hitta mig og fara svo að gera eitthvað annað. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
þriðjudagur, apríl 02, 2002
Páskarnir búnir og ekkert letilíf lengur. Gleðilega páska allir saman vonandi áttu allir góðar stundir um helgina.
Ég átti æðislega páska á Vestfjörðum þrátt fyrir ýmsar hrakfarir við að komast þangað og aftur heim.
Hér kemur ferðasagan mín:
Miðvikudagur:
Við leggjum af stað full tilhlökkun um hádegi. Við kíkjum náttúrulega á textavarpið og hringjum í vegagerðina...engar athugasemdir! Við klárum að fara í hvalfjarðargöngin og þegar við komum þar út er vegurinn við hafnarfjall (vegurinn að borgarnesi) ófær og barasta lokaður. Jæja við ákveðum að fara bara á Akranes og bíða þar á kaffihúsi meðan óveðrið lægir. Sitjum þar í uþb klukkutíma og leggjum svo í hann aftur. Frekar mikið óveður um Hafnarfjallið humm skrítið að það sé búið að opna. Komumst að vísu að því seinna að það var barasta ekkert búið að opna. En golfinn hans pabba heldur að hann sé fjórhjóladrifinn jeppi. Höldum ferðina áfram. Svona ca klukkutíma áður en við komum að hólmavík fer pústið undan bílnum á mjööööög holóttum vegi. Hljóðin voru þvílík í bílnum. Mér leið eins og ég væri í rallíbíl. Er við komum á hólmavík þá er okkur hent inn á svona ekta ferðamannaskála (bensínstöð) og pabbi fer með bílinn til viðgerðar. Jæja ég panta mér franskar ásamt fleirum úr hópnum. Korteri seinna engar franskar komnar ennþá....hálftíma seinna enn engar franskar komnar. Úff Hrebbna orðin verulega svöng og pirruð. Ég gæti verið búin að tína kartöflur, þrífa þær, skræla þær, skera þær og steikja á þessum tíma.Sko það var nefnilega ekki hægt að afgreiða þennan einfalda mat á undan stórsteikunum. Pabbi búinn að láta púsla pústið saman og þá fer ég sko að æsa mig. Segi við afgreiðsludömuna að á þessum tíma sem ég er búin að bíða er búið að þrífa bílinn, gera við hann og fylla hann af bensíni. Ég fæ loksins franskarnar og við förum. hljóðið í bílnum hefur minnkað en er þó ekki alveg farið. Við keyrum víst fleiri vegi sem voru lokaðir en só what. Við komumst loks til Ísafjarðar seint og síðar meir eða um hálf ellefu. 10 og hálfs tíma akstur! Einn bjór .... ok tveir og síðan farið að sofa.
Fimmtudagur
Vöknum frekar snemma og förum að gera okkur klár í Skírnina hjá drengjunum. Gerum salinn klárann og svona. Síðan sturta og sparifötin. Strákarnir eru skírðir Hilmir og Hugi. Síðan er borðað yfir sig af mat og þegar heim er komið er bjórinn opnaður. Við sitjum að sumbli fram á nótt. Það eru meira að segja nokkur ákavítisstaup tekin.
Föstudagur
Við vöknum við öskrin í Hilmi hann er sá frekari og þegar hann er svangur þá vita það allir. Við förum að gera okkur klár í að fara upp í fjall. Leggjum af stað. Síðan er upp í fjall er komið eru skíðin spennt á sig og........íris getur ekki spennt skíðaskónna þeir eru of litlir....greit! Ég nennti ekki að fara að skíða allann daginn ein. Þannig við erum bara að tjilla uppí fjalli mergð af fólki við erum að tala um stappað enda skíðavika. Leikum okkur með Heklu og bara horfum á skrítna fólkið. Síðan förum við heim aftur. Þá er svaka dinner. Allir að elda og svona. Fullt af red-vino. Þegar búið var að kýla vömbína og gott betur þá ákváðum ég og íris að skella okkur niður í bæ að kíkja á mannlífið. Við vorum hvorugar í svona svakadjamm fíling meira svona sitja og drekka fíling. Þannig staðurinn sem varð fyrir valinu var Á Eyrinni. Þar var stórhljómsveitin gabríel að spila. Mjööööög skrítið fólk þarna inni. En samt gaman að komast út.
Laugardagur
Jæja búin að vera í mömmuleik síðan ég kom. Tvistarnir eru ekkert smá sætir en vá þeir eru eins og svart og hvítt. Hekla heldur að ég sé jafngömul og hún og finnst ekkert smá gaman að ég nenni að leika við hana. Við byrjum í bjórnum um hádegi. gúddí fílingur. Síðan er svona síðbúinn hádegismatur um hálf þrjú bjór náttúrulega með. Og mudslidar í eftirrétt. He he soldið mikið áfengir enda bjó ég þá til. Síðan var bara legið í leti. Þangað til maður fór að gera sig kláran fyrir kvöldið. Pabbi skemmti sér konunglega við að búa til páskaeggjaleit handa Heklu. Ótrúlega gaman að horfa á þau fara út um allt hús eltandi gula póst-it miða sem pabbi var búinn að teikna á. Og vá gleðin þegar páskaeggið var fundið. Hún hafði ekki hugmynd að það var páskaegg í verðlaun. Jæja flýta sér að mála sig við eigum að vera mætt klukkan sjö shit og klukkan er korter yfir. Þetta hefst og þá er haldið á djasskvöld á Krúsinni. Þriggja rétta máltíð og nokkrir gamlir karlar að spila djass. Æ vá ég hélt að þetta yrði frekar slappt en vá þeir voru geggjaðir. Þvílíkt skemmtilegir. Algert stuð þarna fram á nótt. Síðan þegar lokað þar klukkan þrjú (gamla fólkið var allt farið heim bara ég og íris eftir) þá förum við að leita að frekara djammi. En neeeiiii allt lokað! Svindl. Við bjuggum að Urðarvegi sem er efstaaaaa gatan á Ísafirði. við byrjum að rölta í blindabyl heim. Ég hitti ekki á gangstéttina á einum stað og flaug á hausinn! Síðan á miðri leið þá setjumst við niður að smóka. En hrebbna festir hárið í eina tréinu á Vestfjörðum! Við komumst á leiðarenda loksins og ég er svaka stollt yfir að vera ekkert snjóug en nei ég leit ekki aftan á mig þar sem ég leit út eins og gangandi snjókarl! Ég reyni að klæða mig úr djammgallanum í náttfötin en festist í skyrtunni og fæ hláturskast í leiðinni og mér og Írisi fannst þetta frekar fyndið. Síðan er kjaftað eitthvað og sofnað.
Sunnudagur
Gvuð minn almáttugur hausinn minn er að springa!!!! Ég að deyja úr þynnku. Við byrjum að pakka saman dótinu okkar og erum síðan lögð af stað aftur heim um hádegi. Í skötufirði höfðu fallið fjögur snjóflóð sem lokuðu veginum og það varð að bíða eftir hefli frá súðavík. Þetta tók 2 og hálfan tíma. síðan þegar loksins var opnað var brunað í bæinn. Við ákváðum að stoppa ekki á hólmavík vegna þess við vissum að það tæki örugglega 2 og hálfan tíma í viðbót að borða þar. hehe skyndibitamatur eða þannig.
Þegar heim var komið var skolað af sér ferðarykið og haldið í heimsókn til Kristínar og Bjarka. Þetta átti að verða hið mesta djamm en það var bara eiginlega enginn í stuði ég var við það að sofna. En ég og sólveig unnum í Trivial. Stundum borgar sig að hafa lært í menntaskóla. hóst hóst bullshit. Ég lá svo í leti í allann gærdag og horfði á videó, sjónvarp og svaf til skiptis. Ekkert smá ljúft!
Síðan er það næsta helgi EYJAR!!! árshátíð.
En eins og ég var búin að segja var áfengisþurrð mín fyrir páska bara lognið á undan storminum því ég drakk áfengi frá þriðjudegi að sunnudegi síðan á að halda þessum byttuskap áfram fram á sumar!
Sæl að sinni byttur!