þriðjudagur, apríl 02, 2002

Páskarnir búnir og ekkert letilíf lengur. Gleðilega páska allir saman vonandi áttu allir góðar stundir um helgina.
Ég átti æðislega páska á Vestfjörðum þrátt fyrir ýmsar hrakfarir við að komast þangað og aftur heim.
Hér kemur ferðasagan mín:
Miðvikudagur:
Við leggjum af stað full tilhlökkun um hádegi. Við kíkjum náttúrulega á textavarpið og hringjum í vegagerðina...engar athugasemdir! Við klárum að fara í hvalfjarðargöngin og þegar við komum þar út er vegurinn við hafnarfjall (vegurinn að borgarnesi) ófær og barasta lokaður. Jæja við ákveðum að fara bara á Akranes og bíða þar á kaffihúsi meðan óveðrið lægir. Sitjum þar í uþb klukkutíma og leggjum svo í hann aftur. Frekar mikið óveður um Hafnarfjallið humm skrítið að það sé búið að opna. Komumst að vísu að því seinna að það var barasta ekkert búið að opna. En golfinn hans pabba heldur að hann sé fjórhjóladrifinn jeppi. Höldum ferðina áfram. Svona ca klukkutíma áður en við komum að hólmavík fer pústið undan bílnum á mjööööög holóttum vegi. Hljóðin voru þvílík í bílnum. Mér leið eins og ég væri í rallíbíl. Er við komum á hólmavík þá er okkur hent inn á svona ekta ferðamannaskála (bensínstöð) og pabbi fer með bílinn til viðgerðar. Jæja ég panta mér franskar ásamt fleirum úr hópnum. Korteri seinna engar franskar komnar ennþá....hálftíma seinna enn engar franskar komnar. Úff Hrebbna orðin verulega svöng og pirruð. Ég gæti verið búin að tína kartöflur, þrífa þær, skræla þær, skera þær og steikja á þessum tíma.Sko það var nefnilega ekki hægt að afgreiða þennan einfalda mat á undan stórsteikunum. Pabbi búinn að láta púsla pústið saman og þá fer ég sko að æsa mig. Segi við afgreiðsludömuna að á þessum tíma sem ég er búin að bíða er búið að þrífa bílinn, gera við hann og fylla hann af bensíni. Ég fæ loksins franskarnar og við förum. hljóðið í bílnum hefur minnkað en er þó ekki alveg farið. Við keyrum víst fleiri vegi sem voru lokaðir en só what. Við komumst loks til Ísafjarðar seint og síðar meir eða um hálf ellefu. 10 og hálfs tíma akstur! Einn bjór .... ok tveir og síðan farið að sofa.

Fimmtudagur
Vöknum frekar snemma og förum að gera okkur klár í Skírnina hjá drengjunum. Gerum salinn klárann og svona. Síðan sturta og sparifötin. Strákarnir eru skírðir Hilmir og Hugi. Síðan er borðað yfir sig af mat og þegar heim er komið er bjórinn opnaður. Við sitjum að sumbli fram á nótt. Það eru meira að segja nokkur ákavítisstaup tekin.

Föstudagur
Við vöknum við öskrin í Hilmi hann er sá frekari og þegar hann er svangur þá vita það allir. Við förum að gera okkur klár í að fara upp í fjall. Leggjum af stað. Síðan er upp í fjall er komið eru skíðin spennt á sig og........íris getur ekki spennt skíðaskónna þeir eru of litlir....greit! Ég nennti ekki að fara að skíða allann daginn ein. Þannig við erum bara að tjilla uppí fjalli mergð af fólki við erum að tala um stappað enda skíðavika. Leikum okkur með Heklu og bara horfum á skrítna fólkið. Síðan förum við heim aftur. Þá er svaka dinner. Allir að elda og svona. Fullt af red-vino. Þegar búið var að kýla vömbína og gott betur þá ákváðum ég og íris að skella okkur niður í bæ að kíkja á mannlífið. Við vorum hvorugar í svona svakadjamm fíling meira svona sitja og drekka fíling. Þannig staðurinn sem varð fyrir valinu var Á Eyrinni. Þar var stórhljómsveitin gabríel að spila. Mjööööög skrítið fólk þarna inni. En samt gaman að komast út.

Laugardagur
Jæja búin að vera í mömmuleik síðan ég kom. Tvistarnir eru ekkert smá sætir en vá þeir eru eins og svart og hvítt. Hekla heldur að ég sé jafngömul og hún og finnst ekkert smá gaman að ég nenni að leika við hana. Við byrjum í bjórnum um hádegi. gúddí fílingur. Síðan er svona síðbúinn hádegismatur um hálf þrjú bjór náttúrulega með. Og mudslidar í eftirrétt. He he soldið mikið áfengir enda bjó ég þá til. Síðan var bara legið í leti. Þangað til maður fór að gera sig kláran fyrir kvöldið. Pabbi skemmti sér konunglega við að búa til páskaeggjaleit handa Heklu. Ótrúlega gaman að horfa á þau fara út um allt hús eltandi gula póst-it miða sem pabbi var búinn að teikna á. Og vá gleðin þegar páskaeggið var fundið. Hún hafði ekki hugmynd að það var páskaegg í verðlaun. Jæja flýta sér að mála sig við eigum að vera mætt klukkan sjö shit og klukkan er korter yfir. Þetta hefst og þá er haldið á djasskvöld á Krúsinni. Þriggja rétta máltíð og nokkrir gamlir karlar að spila djass. Æ vá ég hélt að þetta yrði frekar slappt en vá þeir voru geggjaðir. Þvílíkt skemmtilegir. Algert stuð þarna fram á nótt. Síðan þegar lokað þar klukkan þrjú (gamla fólkið var allt farið heim bara ég og íris eftir) þá förum við að leita að frekara djammi. En neeeiiii allt lokað! Svindl. Við bjuggum að Urðarvegi sem er efstaaaaa gatan á Ísafirði. við byrjum að rölta í blindabyl heim. Ég hitti ekki á gangstéttina á einum stað og flaug á hausinn! Síðan á miðri leið þá setjumst við niður að smóka. En hrebbna festir hárið í eina tréinu á Vestfjörðum! Við komumst á leiðarenda loksins og ég er svaka stollt yfir að vera ekkert snjóug en nei ég leit ekki aftan á mig þar sem ég leit út eins og gangandi snjókarl! Ég reyni að klæða mig úr djammgallanum í náttfötin en festist í skyrtunni og fæ hláturskast í leiðinni og mér og Írisi fannst þetta frekar fyndið. Síðan er kjaftað eitthvað og sofnað.

Sunnudagur
Gvuð minn almáttugur hausinn minn er að springa!!!! Ég að deyja úr þynnku. Við byrjum að pakka saman dótinu okkar og erum síðan lögð af stað aftur heim um hádegi. Í skötufirði höfðu fallið fjögur snjóflóð sem lokuðu veginum og það varð að bíða eftir hefli frá súðavík. Þetta tók 2 og hálfan tíma. síðan þegar loksins var opnað var brunað í bæinn. Við ákváðum að stoppa ekki á hólmavík vegna þess við vissum að það tæki örugglega 2 og hálfan tíma í viðbót að borða þar. hehe skyndibitamatur eða þannig.

Þegar heim var komið var skolað af sér ferðarykið og haldið í heimsókn til Kristínar og Bjarka. Þetta átti að verða hið mesta djamm en það var bara eiginlega enginn í stuði ég var við það að sofna. En ég og sólveig unnum í Trivial. Stundum borgar sig að hafa lært í menntaskóla. hóst hóst bullshit. Ég lá svo í leti í allann gærdag og horfði á videó, sjónvarp og svaf til skiptis. Ekkert smá ljúft!

Síðan er það næsta helgi EYJAR!!! árshátíð.

En eins og ég var búin að segja var áfengisþurrð mín fyrir páska bara lognið á undan storminum því ég drakk áfengi frá þriðjudegi að sunnudegi síðan á að halda þessum byttuskap áfram fram á sumar!

Sæl að sinni byttur!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home