föstudagur, apríl 26, 2002

Ég er ógislega góð í keilu, hehe. Ég vann í gærkvöldi í æsispennandi slag með einu stigi. Ég hef samt aldrei á ævinni verið í einn og hálfan klukkutíma að spila einn fokkings leik. Þetta drasl var alltaf að bila og ég veit ekki hvað og hvað. Gaman að fylgjast bara með sjónvarpinu bara á meðan. Sá þar einhver kunnugleg andlit í einhverjum djammþætti á popptíví. Skemmtilegt kvöld.

Ég er svona alveg að fá röddina mína aftur eftir bíóferð sem farin var á miðvikudag. Athugið alltaf um hvað myndin er þegar þið eruð að fara í bíó með Þránni. Ég var sko komin ofan í úlpuna mína -°°- svona var ég! augun upp úr jakkanum og síðan var maður öskrandi af hræðslu í næstum tvo klukkutíma. Síðan fórum við og fengum okkur bjór til að róa taugarnar og þangað komu að hitta okkur voru Hildur, Fúsi, Þórunn og Kristín ( já ótrúlegt Bjarki losaði handjárnin og hleypti henni út).

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home