mánudagur, apríl 08, 2002

Nú er ég komin frá útlöndum... eða nánar tiltekið Westman Islands. Það er búið að vera stanslaus drykkja frá upphafi til enda.
Í vinnunni á föstudaginn gerði ég lítið annað en að pakka inn happdrættisvinningum og stakk svo af snemma til að fara finna til draslið mitt. Jæja ég plata Kristínu til að fara með mér í Kringlunna. Ég hafði alls ekki mikinn tíma og varð að finna mér eitthvað til að vera í á árshátíðinni. Ég átti eftir að gera ALLT. Við þræðum hverja búðina á fætur annarri í miklum flýti. Kristín fer allt í einu að leita sér að bikiní fyrir ferðina sem hún er að fara í.....um verslunarmannahelgina eftir 4 mánuði ég átti að vera mætt eftir klukkutíma! Hvort er sniðugra að leita að? Annars finn ég það sem ég er að leita að og fer í ríkið og versla etanól og audda í apótekið og kaupi sjóveikistöflur.

Ég bruna heim klára að taka allt saman og er readý á mjög fínum tíma. Hringi í fólkið sem ætlaði að pikka mig upp en neiiii það er ekki tilbúið þannig ég sat og beið og reykti bara og drakk bjór. Fínt fínt. Síðan kemur liðið og við leggjum í hann drekkum audda bjór á leiðinni til Þorlákshafnar.

Síðan sé ég Gubbólf í öllu sínu veldi. Ég er komin í þvílíka þjóðhátíðarskapið. Við höldum inn og förum út uppi á dekki. Við hittum þar einhvern Gumma sem gefur nokkrum af okkur bjór hann var sko vel í glasi. Enda bíður löggan hans um leið og komið var á bryggju í eyjum. Veit iggi akkuru.

Loksins komin til Eyja og athugið það eru bara 116 dagar, 5 klst, 6 min, 47 sek, til Þjóðhátíðar 2002! Við húrrum okkar yfir á gistiheimilið en þá kemur í ljós að ég og tvö önnur eigum að vera á öðru gistiheimili. Damn just my luck. Ekkert hægt að breyta þessu. Við hendum dótinu okkar inn og förum svo aftur til hinna. Því audda erum við öll að fara á djammið á lundanum. Það var svooooo gaman þar. Þegar lagið lífið er yndislegt kom varð ég að hringja í hana Kristínu og leyfa henni að heyra. ég held ég hafi vakið hana...tíhí Við hittum nokkra vinnufélaga okkar þarna í eyjum ótrúlega gaman.

Daginn eftir vakna ég með heimsins mesta hausverk og man þá að ég var ansi skæð í staupunum og þá aðallega AfterShock (þjóðhátíðardrykkur a la Hrebbna) Úff ég hefði ekki átt að drekka svona mikið í gær. Timburmennirnir vinir mínir mæta í heimsókn.
Við förum á Mánabar að horfa á fótbolta það sást í gegnum mig ég var sko glær enda gerði fólkið pínu grín af mér. Ég og Sólborg erum svangar þannig við hoppum yfir á Cafe María mmmm food. Jæja klukkan að verða eitt og þá eigum við að mæta í einhverja móttöku hjá Íslenskum Matvælum. Hitta eitthvað af starfsfólkinu og skoða húsið og svona.

Síðan gerumst við túristar og förum í rútu og skoðum eyjunna ó´trúlega skemmtilegur gaur að lýsa öllu þessu. Við skoðum stafkirkjuna og alles sem vert er að skoða þarna. Að rútuferð lokinni þá fara sumir að horfa á fótbolta aftur. Mjög miklar fótboltabullur sem ég er að vinna með. En ég og tvær aðrar förum á eitthvað kaffihús að tjilla.
mmmmm svefn ég sofna í ca klukkutíma og síðan er hafist handa við að gera sig til.

Við mætum á hitt gistiheimilið og þá er náttúrulega enginn til þannig við bara reykjum og drekkum á meðan. Síðan bætist alltaf í hópinn hjá okkur þangað til allir eru til. Þá kemur rúta að sækja okkur. Í rútunni er í fyrsta skipti komið saman allt liðið sem er að vinna hjá fyrirtækinu. Stoppað er á hertoganum. Allir út!!!

Maturinn er geggjaður og skemmtiatriðin mergjuð. Ég lenti í einhverri spurningakeppni. Just my luck. Árshátíðarlagið er klikk flott. Allir skemmta sér held ég mjöög vel. Happdrættið er mjög fyndið ég er náttúrulega síðasta nafnið í pottinum þannig ég fæ bara dagatal en ég gaf rútubílsstjóranum það fyrir frábæra ferð fyrr um daginn. Árni Johnsen var leynigestur kom og spilaði fyrir okkur.
Við höldum öll í Höllina. Dansa eins og vitleysingur við tónlist Lands og Sona. Allt í einu er kippt í mig áður en ég veit af er einhver gamall karl búinn að króa mig af og heldur mér, hristir mig og öskrar á mig eitthvað ég veit ekki hvað og hann sparkar í mig fíflið. Ég öskra bara slepptu mér slepptu mér og reyni að losa mig en það virkar ekki. Síðan koma nokkrir vinnufélagar mínir og bjarga mér. Veit iggi af hverju ég lendi alltaf í svona.
Æ vá ég held bara áfram að skemmta mér. Allt í einu er ég frekar drukkin eiginlega einum of. Andsk... AfterShock. Best að koma sér í bólið áður en ég geri mig að fífli. Kannski var ég búin að því.

Ég rotast um leið og leggst á koddann. Vakna á sunnudegi með mikla þynnku en samt ennþá drukkin. Æ vá pakkað saman og síðan haldið yfir á hitt gistiheimilið. Sjóveikistaflan tekin og hálfum bjór sturtað í sig bara til að lifa sjóferðina af. Þegar í Herjólf er komið planta ég mig niður á eitthvað borð og steinsofna og sef eiginlega allann tímann. Það var mjög slæmt í sjóinn og fólk var ælandi í hvert horn æ vá eins gott að ég var sofandi því annars hefði ég orðið veik.

Komin heim leggst uppí sófa og er þar rænulaus það sem eftir lifir af degi.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home