sunnudagur, apríl 28, 2002

Jæja góðar fréttir og vondar fréttir...
Vondu fréttirnar fyrst.
1. Næsta helgi verður ekki, með áherslu á ekki, sú helgi sem á lausu klúbburinn fer út úr bænum. Þið sem verðið í prófum ennþá og voruð mikið sár yfir að missa af henni getið tekið herðartréð og snúið því við því utanbæjarfylliríið verður þann 11. -12. maí. (Þetta eru reyndar góðar fréttir í vondum!). Staðsetningu verður haldið leyndri eins lengi og unnt er og er þetta því nokkurn veginn óvissuferð. En farið verður á laugardagseftirmiðdag (langt orð) og verður grillað. Ég mun sjá um matinn (en þið getið gleymt því að ég sjái um áfengið, ég þyrfti að taka bankalán til þess) og verða svo bara þáttakendur rukkaðir í ferðinni fyrir ´´hótelþjónustuna´´. Þessi ferð var upphaflega hugsuð fyrir próflaust fólk því fólk sem er að ljúka prófum verður alltaf svo skrýtið eftir prófin, ofurölvi og vita ekkert hvað þau eru að gera og satt að segja erum við prólausu hálfhrædd við þau. En heilladísirnar ykkar eru greinilega ölvaðar í vinnutíma og því getið þið komist með (held ég). Eruð þið ekki orðin spennt??? :)
2. Hin vonda fréttin er að ég eyddi kvöldinu í gær í HELVÍTI. Sannleikurinn og kontór er ekki skemmtilegt með fyrrverandi kæ.og núverandi barnsmóður og allra síst þegar hún er full í fyrsta skipti síðan 2000. 5 manns, ég, fúsi, rakel (my x), vinkona hennar og frænka. Ég kom EKKI nálægt skipuleggingu þessa kvölds heldur var það fúsi og R. Byrjaði svo sem allt í lagi. ég ætlaði að vera edrú en svo þegar ég sá hvert stefndi ( sem var beint niður ) þá ákvað ég að það væri alveg eins gott að detta bara í það. Hápunkturinn var samt sannleikurinn. Fór bara snemma að sofa (4 leytið).

Góðu fréttirnar!!! (hin góða fréttin var inní þeirri vondu)
ÁRSHÁTÍÐ, já ég vissi að þið biðuð eftir þessu, það sést á ykkur. Hin árlega og árvissi stórviðburður sem lýst hefur verið með orðum eins og stórkostlega, ævintýralega, svakalega, spennuþrungna, stórskreytta, skemmtilega, ástríðufulla, litskrúðuga, fjölbreytta, sykursæta, súrrealíska, beyska, töfrum vafin, skotfasta, grípandi, hoppandi skoppandi, rauðröndótta, massaða, fitumikla, næringarríka, trefjaríka en með litlu kolefnisinnihaldi, sólskinsglaða, þrumandi, sællega, góða, óviðjafnanlega, frábæra, innrammaða, beislislausa, alveg í lagi, fína, smellna, beint í mark, útúrflúraða, fallega, rósótta, draumkennda, líflega, guðdómlega, vöðvastælta og vel rakaða en samt ólýsanlega árshátíð (þetta er kannski aðeins of náin lýsing á henni en þið verðið að geta ímyndað ykkur hana á réttan hátt). eða m.ö.o. ÁRSHÁTÍÐ þann 8. JÚNÍ en ekki þann 8. maí eins og sumir prófarar vilja halda. Þetta er laugardagur og skuluð þið taka hann frá, reyndar ættuð þið líka að taka sunnudaginn frá því ég efast um að nokkur maður nenni neinu þann daginn. vonandi sofnuðuð þið ekki yfir þessum fáu orðum mínum og við sjáumst.




0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home