mánudagur, apríl 15, 2002

Ónýtur sími, laus tönn og klikkaður hausverkur ekki amaleg helgi. Drykkjan var svoldið mikil og sést það einna helst á stöðunni á bankareikningnum mínum. Ný sögn var færð inn í íslenska málið og hún er að geldast þýðir að láta eins og hálfviti. Ég varði deginum í gær í að fá sögur af því sem ég var að tjá mig og gera á laugardagskvöldið. Rannveig segir að ég hafi verið ansi skondin og haldið ræður um tilfinninglegt gildi símans míns.
Sella segir að ég hafi ætlað að ræna öllum jökkunum inni á Casa grande í leit að jakka Þórunnar. Gyða man ekki hvað gerðist. Þráinn varð þunnur sem hann verður aldrei. Fúsi fór af kostum og Þórunn var ansi skemmtileg. Ég veit ekkert hvenær ég var komin heim en man það að ég fór í leigubíl með Rannveigu.
En þetta var geðveikt skemmtilegt kvöld þrátt fyrir ótrúlega mikla ölvun. Á lausu klúbburinn er kominn til að vera.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home