föstudagur, apríl 19, 2002

Sko Elín ef þú hefur ekki tjekkað á meilinu þá er þetta slóðin á síðu þar sem við getum öll sett inn myndir, atburði í dagatal, og bara allt sem okkur dettur í hug. http://communities.msn.com/Dionysus Endilega kíkið á þetta!

Annars fóru nokkrir félagar á uppistand á Sportkaffi í gærkvöldi. Radíusbræður eru frekar slappir verð ég að segja. En upphitunaratriðið var schniiilllld. Hildur vonandi ertu búin að jafna þig á öllu tali um leðurgorma og þessháttar hluti. Á tímabili hélt ég að Þráinn ætlaði að kafna. Já anda inn anda út.
Ég er snillingur í að skipta um dekk! Það sprakk hjá Sólveigu í gær og vitiði hvað ég gerði..... ég hringdi í Þráin. hehe. Ég reyndi samt og Sólveig líka. Gaui var mjög öflugur að taka dekkið af og setja leikfangadekkið undir. Ég og Sólveig reyktum bara og horfðum á. Getur einhver sagt mér auðveldari leið en þetta að skipta um dekk?

Mér finnst við virkilega þurfa að fara að endurskoða alla titla og sérsvið! Það er enginn að standa við sitt. Sjáið bara starfandi varaformann: hún hefur ekki sést í margar vikur ég held henni sé haldið sem kynlífsþræl fyrir Bjarka. Bjarki hvernig væri að gefa henni frí í eitt kvöld?
Elín Ása segist vera hætt að daðra.... Menntunarfulltrúi okkar er að hætta í skóla.... Sumir eru að vísu að standa sig alveg stórkostlega vel en við verðum að íhuga nafnabreytingar.

Katla þetta með myndirnar fer allt að koma. Það stendur til að skanna inn myndir af öllum á meðan verðuru að láta þér nægja þessar fjórar myndir sem ég póstaði á hinn vefinn.

Hvað á svo að bralla um helgina?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home