DÍSES!!!! Það er nú ekki hægt að segja annað en að það sé smá þynnka í gangi akkúrat núna. Þynnka dauðans á sumu fólki, kóklítrarnir hverfa hver á fætur öðrum og spegilinn greinir ekki þá sem standa fyrir framan þá. einhverjir hafa kannski vaknað og ekki fundið fyrir einhverjum líkamspörtum og enn aðrir (eða þeir sömu) jafnvel með lausar tennur. Þið eruð kannski að velta því fyrir ykkur hvað hafi gengið á hjá þessum aðilum í gær og loks áttið þið ykkur á þessu. Jújú það passar, Á lausu klúbbur Útivistarfélagsins Díonýsus gerði sér glaðan dag/kvöld/nótt og fór á djammið. Skotmarkið var salsa kvöld á Casa grande. Söfnuðust meðlimir saman hjá Hrebbnu og tóku þar við auðvitað drykkjuleikir af ýmsum toga, en allir meðlimir ættu að vita hvaða leikir það eru. þá var farið í bæinn. Sú bílferð var sú versta í langann tíma, þar sem bílstjórar voru bara tveir fyrir 11 manns þá var ansi þröngt og ég fékk þann heiður að liggja yfir Fúsa, Kidda og Gauja, ekki gott. Jæja hvað um það þá erum við á Casa G. og þá er óhææt að segja að drykkjan byrji fyrir alvöru. Á fyrstu 10 mín. þar drakk ég vondann kokteil, stórann bjór og 3 staup sem vor aftershock og fullnægingar. Meðlimir gerðu heiðarlega tilraun til að dansa eitthvað í líkingu við salsadans en með misjöfnum dómum og til votts um það þá hló söngvari hljómsveitarinnar stanslaust að meðlimum Dío. meðan á þessum afskræmingum stóð. Hápunktur kvöldsins á Casa var samt þegar undir/yfirritaður tókst á einhvern óskiljanlegan hátt að henda símanum hennar Hrebbnu ekki í hana heldur beint ofan í bjórglasið hennar sem akkúrat þá var fullt, og er síminn ennþá steindauður. RIP Þegar Casa ákvað að loka er óhætt að segja að hópurinn hafi tvístrast. Veit ég eigi hvert meirihlutinn fór en þau hörðustu fóru af stað í leit að ævintýrum (ég, fúsi, hrebbna, þórunn og rannveig). Glaumbar, inni í 30 mín. og þá var farið á Viktor. mér leist nú ekki á það til að byrja með en það rættist nú úr því. Bara á fyrstu mín. hrundi hrebbna í stiganum um sína eigin kápu (ef einhver veit hvernig það er hægt þá má hinn sami segja mér það) og reyndi í fallinu að bíta í handriðið. Afleiðing = nú á hún mjög erfitt með að borða pizzu. En við komumst upp án frekari áfalla og þar var hin ágætasta tónlist og tel ég mig hafa átt gólfið í gleði minni og sorg. Þar voru ýmsir nýbúar og vildi ekki betur til en eftir smástund að tælensk kona og kall komu og dönsuðu frekar nálægt mér og fúsa (stelpurnar sátu bara og þögðu held ég, þær hafa greinilega ekki það úthald sem þarf í svona). sama hversu mikið ég færði mig á gólfinu þau fyldgu alltaf á eftir. Svo kom að því, þau voru að reyna við okkur. Kallinn kleip fúsa í rassinn og konan reyndi við mig þannig að hreyfinginn um gólfið varð enn meiri. En stelpurnar aumkuðu sig yfir okkur og komu stöku sinnum til okkar á gólfið. Þetta er nú það merkasta við kvöldið og miðað við ástandið sem maður vaknaði í þá held ég að ég hafi verið ansi drukkinn undir lok kvölds/nætur, hvenar sem það nú var. Tekinn leigari heim og við sáumst ekki meira það sem af var nætur. En eftir þetta kvöld verð ég að biðja nokkra aðila afsökunar á ýmsu sem ég gerði eða sagði og þá sérstaklega einn meðlim. Þannig að hér endar lýsing mín á fyrsta opinberlega fundi Á lausu klúbbsins en óttist ei, því önnur helgi byrjar á næstunni og verður vonandi einhver hugmynd um hvað gera skuli þá. En nú skal þessu slúttast og ég er farinn í símann............
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home