sunnudagur, apríl 21, 2002

Á lausu strikes again!!!
Þar sem þessi helgi stefndi í blankheit og útafliggjandi rólegheit má segja að hún hafi tekið krappa beygju og inná veg óstöðugleikans. Ég og Gaui vorum að reyna að vinna framúr kvöldinu í gær þegar okkur datt í hug að skella okkur á djammið. Hringt var í Hrefnu um 22.00. og málum reddað. Við vorum á leið á reunion hjá réttó. Þar mundi enginn eftir mér þegar ég sagði við viðkomandi að það væri nú langt síðan við sáumst síðast en það var allt í lagi, ég mundi ekkert eftir þeim heldur enda var ég aldrei í réttó. Svo var það bærinn. byrjað á Ara í ögri og þar var keyptur grjónagrautur, þetta er snilldardrykkur sem er staup sem samanstendur af ainhverju og einhverju og eldi og kanilsykri. Stakasta snilld. Næst komið við á prikinu og hittum við þar nokkrar stelpur sem voru/eru hver annarri fallegri og þar var spjallað í einhvern tíma. Peningaleysi er ekki vandamál því Atli bjargar málunum. Hann var straujaður óspart og er ég orðinn helvíti góður í að skrifa Guðbjörn G. þó ég hafi kannski ekki alltaf hitt á réttan stað á kvittunninni þá gekk það samt. Þó svo að Hrebbna hafi afsalað sér öllum karlkyns eiginleikum á fim. síðasta þá ætlaði hún nú bara samt að ráðast á einhvern unglinginn sem var svo ógæfusamur að þekkja hana og kýla hana, og þá kastaði hún frá sér öllum kvenlegheitum og var orðin eitthvað sem ég veit ekki hvað skal kalla fyrir utan Hrebbna. En endað á viktor (reyndar bara því að strákurinn hljóp þangað inn en hann fannst aldrei), hann var sorglegur núna, fyrir utan austur-þýska techno gógódansarann, þaðvar sýning útaf fyrir sig að fylgjast með honum reyna við miss Tæland 54. og hann kunni bara eina hreyfingu á gólfinu og hann var fastur í henni örugglega allt kvöldið. Ekki hefði ég nú viljað vakna í hans sporum í morgun. :)En þegar þar lokaði þá var okkur hent út sem var eftir minni klukku kl. korter í 12. en hún var víst bara stop. Gaui þurfti að komast á klósettið svo hann gerði atlögu að klósettinu sem þarf að borga inná fyrir utan hlöllabáta. Peningarnir virkuðu ekki svo hann reyndi að nota kveikjara og hársprey það gekk ekki betur en að hann þarf ekki að raka hárin af höndunum á sér á næstunni. Við nefnilega skildum kúbeinið eftir heima núna en hann eyddi örugglega 30 mín. í að reyna að komast inn, hann bara fattaði ekki að klósettið var lokað. það var miði og allt sem sagði það. En á meðan þetta var að gerast og við hlógum að honum þá kom þessi líka svaka sjarmur að okkur og spurði hrebbnu hvort hún væri ekki til í að fara úr að ofan fyrir sig. Þið getið ímyndað ykkur svarið. En jæja þá var farið heim. Þar sem við fengum enga kerru lánaða var ekki um annað að gera en að fá taxa og kom ég snemma heim eða um korter í 12 (rauntími = ???). En í dag er engin þynnka!!!!, nema alveg pottþétt hjá Hrebbnu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home