mánudagur, febrúar 25, 2002

Þráinn er sadistï!!!
Eftir langa og erfiða helgi sá ég loksins tækifæri til að slappa af og sofa vel og lengi á sunnudeginum. Um hádegi á sunnudag hringir síminn minn og dyrabjallan líka og þar að verki voru Þráin og Fúsi. Ég hefði getað myrt þá á þeirri stundu. Erindi þeirra var að draga mig á skíði. Ég var þunnari en allt og ég var svo glær að það hefði verið hægt að taka mynd af einhverju fyrir aftan mig. Hausinn á mér var við það að springa. já ég var þunn! En eftir smá tíma féllst ég á að koma með. Þá var það að finna græjurnar uppi á lofti úff klöng spliff bonck þvílíku lætin í mér. En þetta tókst.
Loksins koma þau svo aftur að sækja mig. Eftir nokkra brandara um ástand mitt komum við að Skálafelli. Brrrr mjög kalt ég smelli mig í græjurnar. Æ já man þá að skíðaskórnir mínir meiða mig alveg hrikalega. En ég er sterk ég get þetta! Tár tár af sársauka. Ég fer eina ferð niður án þess að fljúga á hausinn en vá hvað þetta var sárt. Ég reyni að laga blessuðu skónna. Önnur tilraun! Þráin, Fúsi og Þórunn eru einhversstaðar annarsstaðar best að drífa sig núna.
Yesss loksins komin upp. Vegna sársauka voru skórnir ekki alveg nógu vel festir en só ég get alveg skíðað! Ok fínt vá þetta er bara gaman. AAAAARRRRGG boink búmm ouch!! Flottasta bylta í heimi í MIÐRI brekkunni þar sem allir sjá. Bandið sem heldur upp snjóbuxunum mínum rifnar þannig buxurnar eru á hælunum í mínu yndislegu falli. Jæja standa upp telja sér trú um að enginn sá þetta. Kemur ekki þá einhver lítil stelpa "er ekki í lagi?" djöfulsins andskotans helvítis bííííííb. Festi skíðið aftur. Búmm dett aftur Okay þetta er ekki eðlilegt. Skoða bindingarnar er þá ekki önnur bindingin laus. Eftir nokkur vel valin blótsyrði klára ég að skíða niður með annað skíðið laust. Ég fer inn í skála og er þar þangað til hin þrjú eru búin að fá nóg. Það fannst öllum þetta voðalega fyndið.
Næst þegar ég er þunn þá ætla ég að slökkva á öllum símum og neita að fara til dyra.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home