Hildur við finnum eitthvað út úr þessu. Ég er að vinna til 4 og svo getum við farið í leiðangur.
Annars er fullt að gerast um helgina.
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ TELMA Í DAG!!
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ÍRIS DRÖFN Í DAG!!!
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ FLÓRA Á MÁNUDAG!!!
Ok nóg um afmæliskveðjurnar ég man ekki eftir fleiri afmælum í dag! En ég er örugglega að gleyma einhverjum.
Nú ætla ég að segja ykkur frá ferðinni minni á fæðingardeildina.
Birna er að fara að eiga tvíbura og bað mig um að skutla sér í skoðunarferð á fæðingardeildina. Allavega ég fer með henni og við erum leidd þarna um allt eins og hálfvitar. Svo fer guidinn eitthvað að spyrja hvort þetta sé fyrsta barn hjá öllum. Nei nei það var misjafnt. Svo er ég spurð er etta fyrsta barn hjá þér og ég reyndi að útskýra að ég væri ekki ólétt heldur væri ég bara aumur bílstjóri fyrir einn hýsilinn. Ég held hún hafi nú samt ekki fattað það eða haldið að ég væri að ljúga. OK ég var í íþróttagalla og risastórum jakka æ bara svona kósíföt því ég var á leiðinni í ræktina. En úff.
Mig langar ekki í barn á næstunni og mér finnst fæðingardeildir ekki sérlega aðlaðandi allt kalt og grænt með fullt af leiðslum. Sogskálar, tangir, súrefnisgrímur, hitakassar, naflastrengshaldarar og allt það er ekki það sem mig langar að pæla í núna.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home