Ég er enn södd eftir að hafa farið í mat til ömmu í gær. Hún heldur örugglega að við systkinin erum ófær um að afla okkur næringu.
Heimalingarnir Kristín og Bjarki mættu heim til sín í gær, að vísu ekki sú einu því Hrefna Líneik kíkti líka við. Við spiluðum ólsen ólsen og það þurfti nú að rifja upp reglunar fyrir suma já og Bjarki var ekki alveg að gera sér grein fyrir því að áttur breyta því sem er í borði.
Við héldum áfram með alþjóðlegu geðsjúkdómaviku Hrebbnu. Þetta var alveg að ganga sko í gær vorum við stjarfageðklofar, haldin víðáttufælni, innilokunarkennd, og eitthverja fleiri einstaklega skemmtilega geðsjúkdóma.
Já endilega láta mig vita hver mætir á stelpukvöldið. Ok hugmyndin er að gera þetta:
Drekka
Vera stelpur
Drekka en sleppa bæjardæminu. Bara vera í góðu chilli.
Allar ábendingar um hvað við getum viðhafst eru vel þegnar. HAFið samband við 554-BLAH!
Það sem ég best veit verða þetta Ég, Kristín, Hildur, Snædís, Sólveig, Þórunn, Birta, Hrefna (smá stund) og vonandi Helena.
Dagurinn byrjar alveg hrikalega vel í dag. Svaf yfir mig vakna nokkrar minútur yfir átta. Ég man mig var að dreyma símann minn og eitthvað að tala í hann en man ekkert eftir því að hafa slökt á vekjaraklukkunni. Týpískt ég. Svo kem ég í vinnuna og kíki á e-mailið mitt og hvað er þar að sjá ég vann tvo bíómiða. Kúl ég ætla sem sagt í bíó í kvöld á Arnold Schwarzenegger mynd (erfitt að skrifa etta nafn)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home