miðvikudagur, febrúar 06, 2002

Sko að tala við Lín er eins og að reyna að skilja japönsku, nema hvað allt er mun ókurteisara. Ég fór til LÍN og var einmitt að fá lánaáætlun ok ég var búin að koma einu sinni og þá átti ég að geta komið daginn eftir að sækja blaðið en neeeiiii þegar ég kom þá sögðu þær að prentarinn væri bilaður eins og það séu ekki tuttugu prentarar þarna. Æ vá allavega þá átti ég að koma aftur seinni partinn við erum að tala um ég var í brjálaðri tímaþröng. Ég kem aftur ekkert mál jújú þetta var tilbúið en samt þurfti ég að bíða í hálftíma ég held bara til að láta mig bíða. Algerlega tilgangslaust. Annars átti ég að fá ágætan pening held ég. En náttúrulega ég á safnað þannig að það reddast allt hjá mér.
Eva ef þú gerir þér ekki grein fyrir því þá var gaur í hermannafötum með skotvopn sem gekk af göflum í húsinu þínu þannig hermaðurinn þinn hefur þegar komið en þú varst sofandi. híhí hvernig gengur að installa MSN?
Kemuru í bæinn um helgina eða á bara að vera í sveitinni?

Ég fór út að borða með Hrefnu, Ben og Stebba í gær. Þetta var alveg eins og það var hérna fyrir nokkrum árum. Þvílíkt bull frá okkur öllum og við hlæjandi eins og vitleysingar. Við vorum án efa leiðinlegustu gestir á staðnum! Í fyrsta lagi var gellann sem var þjónninn okkar ein ljóshærðasta ljóska sem hægt er að finna og hún hagaði sér eftir því! Við áttum ekki til orð. Hún var horror. Passið ykkur bara á ljóshærðum þjónum á Ruby Tuesday. Flýið ef þið sjáið eina slíka.

Annars er ekkert að frétta af mér alls ekki neitt. Mamma og Pabbi fara til Florida 15. febrúar og þá vonandi verður eitthvað meira að frétta af mér. Allavega finnst mér alltaf æðislegt að vera ein heima ég get gert nákvæmlega allt sem ég vil. Það á amk að halda rauðvíns og ostakvöld, fondue-kvöld, stelpu-dekurkvöld, videodag, og eitthvað sem ég man ekki í augnablikinu. Vííííííí

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home