mánudagur, febrúar 18, 2002

Frábær ferð til Akureyrar!!! Ég er enn þunn!
FERÐASAGA:
VIð lögðum af stað um 2 á föstudag hittumst í Heiðrúnu og vorum þar ansi lengi að versla og keyptum full mikið. Við höfðum samt áhyggjur hvort við hefðum keypt nóg. Híhí. Fjórar flöskur af sterku og ég veit ekki hvað mikið af bjór og við vorum bara fjögur. :)
Færðin var ekki eins og maður hefði kosið og á Öxnadalsheiðinni var svo slæm færð að það sást ekkert og það varð bara að fara stiku eftir stiku. Samt ótrúlegt hvað sumt fólk keyrir eins og hálfvitar í slæmri færð. Bílar voru takandi framúr á heiðinni þó ekki neitt sást. En Ég Kristín og Þórunn fengum okkur bara nokkra bjóra á leiðinni og sungum eins og vitleysingar. Aumingja Bjarki.
Við komumst loks til Akureyrar um átta leytið. mmmmm bjór glugg glugg glugg. Ok það var ákveðið að panta pítsur og Það fóru allir með að sækja þær nema ég, Krúsi og Bjarki. Við sátum eftir og drukkum. Nema hvað það var ákveðið að fara í drykkjuleik og ég var tekin fyrir þegar krakkarnir komu aftur var ég á eyrunum. Ég drakk 5 bjóra og fáeinum mínútum. Jæja við borðuðum en enginn hafði lyst lengur á pítsu og við vorum étandi þetta næsta sólarhringinn og mig langar ekki í pítsu á næstunni.
Eftir kvöldmat var farið í fleiri sniðuga drykkjuleiki suma vafasamari en aðra. Við vorum öll að minnsta kosti vel í glasi. Og ég held að eiturgufurnar af naglalakkinu mínu bættu ekki úr.
Við ákváðum nú að skoða djammlíf Norðlendinga en gvuð minn almáttugur hvað það er slappt. Við fórum á eitthvað sem heitir Kaffi Akureyri= ömurlegur staður. OK gelgjutónlist, leiðinlegt fólk og ég veit ekki hvað og hvað. Við hefðum átt að sleppa því að fara í bæinn og vera bara í íbúðinni. Sissi og Krúsi fóru víst af kostum sökum ofdrykkju og gengu heim úr bænum gólið í þeim heyrðist langar leiðir. Sissi var mjög góður og mokaði af tröppunum um miðja nótt.
Við vorum frekar árrisul morgunin eftir þegar ég vakna rétt fyrir tíu eru Þórunn og Sissi búin að vaska upp og ganga frá öllu. Æðislegt. Við ætluðum á skíði. Við biðum og biðum og biðum eftir Krúsa (svefnpurkan) nei nei segi svona. Hildur, Bjarki og Kristín ákváðu að fara ekki á skíði. Gott og vel sofið bara á meðan! Dómari dómari!
Á leiðinni upp í fjall tilkynnir Eva mér að hún hefur ekki farið á skíði í átta já 8 ár úps við hin frekar vön skíðum og svona. En jæja þetta er eins og að hjóla hélt ég maður kann etta um leið og maður byrjar. Við leigjum skíði ég og Eva. svolítið nettur gaur í skíðaleigunni. Híhí
Við þurftum að kenna Evu að smella skíðaskónum hljómar ekki vel og svo toppurinn hvernig á að festa skíðapassann?! Ok þetta hlýtur að skána þegar við erum komin á skíði. Halló ég er bjartsýnismanneskja. Við forum upp í stólinn og eftir nokkra bið eftir Evu og eina byltu (sem Þórunn hjálpar henni upp við) skíðum við af stað Well Eva náði ekki að fara hálfa brekkuna áður en hún slasar sig. Við köllum á vélsleða að sækja hana. Skíðaferðin hennar búin! Við hin skemmtum okkur konunglega á skíðum og Þórunn er svo góð að henda yfir mig tveimur snjóflóðum. En það er allt í lagi því þórunn var með stykki í buxunum sem færi að pípa í snjóflóði. Híhí
Það var frekar kalt og skyggnið ekkert sérlega gott. En ég var bara ánægð með að vera á skíðum. Sissi show-off ætlar að vera voða flottur að stoppa rétt hjá Þórunni og flýgur á hausinn og tekur hana næstum með líka.
Við komum heim og þá ákveða sumir að fara í sund. Ég er letingi og ákvað að leggjast í sófann með svefnpokann minn og horfa á Skjá einn. Steinsofna náttúrulega.
Þegar þau koma aftur hefst undirbúningur fyrir djammið. Við pöntum okkur kínamat og vesenið. Það kemur einn sendill og posinn verður batteríslaus og þá kemur annar með annan posa. Svo kemur hann í þriðja skiptið með kvittunina hennar Þórunnar. Hún alger höstler maður. Híhí. Drykkjuleikirnir halda áfram. Úff úff ekki sniðugt. Við vorum öll á eyrunum enn og aftur. Við fórum í actionary heimatilbúið af Þórunni einstaklega skemmtilegt og gaman.
Hildur frekar aktív í tequilainu enda þurfti að halda henni uppi megnið af kvöldinu. Í hvert skipti sem einhver fékk sér tequila fékk Hildur sér með til að manneskjan þyrfti ekki að drekka ein. Ímyndið ykkur ástandið á henni.
Eftir skemmtilegan leik var ákveðið að halda niður í bæ á ball með stórhljómsveitunum Ber og Spútnik. Ok við komum þarna um half tvö og það var enginn inni á staðnum. Og þeir sem voru þar voru 16-18 ára. Gaman gaman. Spútnik byrjar að spila. Algert gelgjupopp. Svo byrjar fávitinn að öskra eru einhverjir rokkarar hér inni? Viljið hlusta á rokk! Og svo byrja þeir að spila Blink 182 lag. Þvílíkt rokk við hlógum og hlógum. Ber byrjaði að spila um þrjú leytið. Sjálf var ég orðin frekar þreytt og fannst ekkert sérstaklega skemmtileg stemming þarna. En við dönsuðum eins og fífl. Svaka stuð. Síðan var farið heim og það smá herbergispartý inni herbergi hjá mér og Þórunni allavega söfnuðust allir nema Bjarki( hann sofnaði eða drapst) þar inni og sátum og spjölluðum.
Við vöknum öll rétt fyrir hádegi daginn eftir, pökkum saman og leggjum í hann upp úr 14:30 og stoppum hér og þar. Ökulag ökumanna var ekki öllum að skapi. En færðin var betri en á leiðinni norður. Ég hélt að keyrslan heim myndi engan enda taka. Við vorum öll komin heim um átta leytið. Það er ekki gaman að sitja í bíl í svo langan tíma þunn. Mæli ekki með því.
Allavega Takk fyrir frábæra ferð.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home