miðvikudagur, febrúar 27, 2002

Í gær komst ég að þeirri sorglegu staðreynd að ég er ein af mjööööög fáum sem er enn á lausu í útivistarfélaginu Díonýsus. Margir hafa komið að máli við mig og bent mér á þessa staðreynd en ég hef bara ekki velt þessu fyrir mér fyrr en núna. En eins ég segi alltaf Who cares!
í gærkvöldi fór ég á kaffihús með einni vinkonu minni sem tilheyrir þessum fámenna hópi í samfélaginu. Við skemmtum okkur hið besta og sáum það að það er er betra að vera á lausu en í sambandi. Auðvitað vorum við að réttlæta þetta karlmannsleysi okkar. Ég skemmti mér hið besta og fékk slúður og fréttir af fólki sem ég hef ekki hitt í langan tíma. Þetta var kærkomin tilbreyting. Í ljósi þessa hef ég ákveðið að umgangast meira þennan fámenna en góðmenna hóp fólks sem kennir sig við "á lausu". Einnig hef ég ákveðið að stofna klúbb innan Útivistarfélagsins Díonýsus sem samanstendur af þessum hópi. Mun þessi klúbbur standa fyrir uppákomum sem einungis þessir meðlimir hafa aðgang að. Dæmi um uppákomur: "á veiðar kvöld", "grát- snökt-hvað er að mér kvöld" og önnur kvöld sem stuðla að bættri vellíðan þessa hóps í heimi giftra. Að sjálfsögðu ætla ég að leita eftir nýjum félögum sem tilheyra þessum hópi.
Ef einhver vill aðgang að þessum klúbbi hafið samband við mig (hrebbna@hotmail.com) og við getum dissað þetta sambandspakk saman.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home