þriðjudagur, febrúar 26, 2002

Hvað er dæmið eiginlega með ömmur og halda að maður borði ekki. Allavega fór ég og dabbi í mat til ömmu í gær. Lööööngu búið að ákveða þetta. Kerlingin þurfti fyrirvara. Enda ekki á hverjum degi sem hún eldar. Okay ég skil það vel hún býr ein og allt það. En vá hvað það er mikið fyrirtæki að fara í mat til hennar. Okay byrjaði á því að fara með henni í búð. Amma mín er yndisleg en á það til að vera smámunasöm og fara svolítið í taugarnar á mér. Ég vafraði um nóatún í frekar langan tíma en kerlingin fór fram og aftur ég veit ekki hvað oft. Strákurinn í kjötborðinu var farin að vorkenna mér ég sá það á honum. Hallo ég var meira að segja spurð hvar grænar baunir voru geymdar og fáranlega við það er að ég gat svarað! jæja svo er farið heim til hennar ömmu og byrjað að elda. Eftir að hafa hlustað á þessa frægu setningu billjón sinnum, ég kann nú eiginlega ekki að elda lengur. Maturinn smakkast mjög vel. Og við verðum að troða í okkur endalaust því annars færi hún í fýlu. ég þekki ömmu mína. Málið er ég borða ekki hrásalat en vá ég þori ekki að segja nei við kerlinguna þannig ég borðaði það og sagði að mér finndist það rosalega gott.
Okay ég búin að borða 20 fiskibollur eða eitthvað álíka og dabbi orðinn grænn í framan. Kemur hún ekki þá með eftirrétt! úff meira át. Hey ekki einn heldur tvær tegundir. Það var bæði frómas og heimatilbúinn ís. Ég get ekki meir. Á þessari stundu átti ég erfitt með að hreyfa mig. Frómas er ekki mitt uppáhald mér finnst hann meira að segja vondur. Hefur einhver verið svo saddur og verið við að springa og einhver treður eitthvað sem þér finnst vont upp í þig? Það er sko kvöl og pína. Amma er þannig að það er ekki gott að hafa hana í fýlu og ef maður borðar ekki þá fer hún sko að væla eða eitthvað álíka. Ok náði að kyngja nokkrum bitum af frómas og ís. Ég gat ekki hreyft mig á eftir og mig langaði mest til að æla. Þegar ég fékk hreyfigetuna aftur og Dabbi líka sko hann var mun verr settur en ég. Hann var látin éta örugglega líter af ís. Við fyrsta tækifæri flúðum við! Við vorum meira að segja með tilbúna afsökun áður en við komum til ömmu.
Þegar við vorum að kveðja fór hún að kvarta yfir því að við höfðum ekki borðað neitt!
Ekki hægt að gera henni til geðs.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home