fimmtudagur, janúar 17, 2002

>Subject: Súkkulaði er hollt !!
>
>Súkkulaði er grænmeti: Súkkulaði er gert úr Cocoa baunum. Baunir =
>grænmeti. Sykur er unnin úr plöntum, þannig að sykur er grænmeti, til að
>segja aðeins meira að þá er í súkkulaði líka mjólk, sem er auðvitaði
>holl og góð. Þannig að þegar litið er til alls þá er súkkulaði
>heilsufæða.
>
>Súkkulaði inniheldur rúsínur, ber og allarahanda ávexti, svo að þú mátt
>borða eins mikið af þeim og þú vilt.
>
>Ef þú ert útötuð í bráðnuðu súkkulaði þá ert þú að éta það of hægt
>
>Eitt vandamál: hvernig á að koma heim kílói af súkkulaði á heitum degi í
>heitum bíl ? Éta það á bílastæðinu.
>
>Megrunarráðgjöf: éttu súkkulaðistöng áður en þú ferð að borða máltíð, þá
>hefur þú ekki eins mikla lyst á matnum og þú borðar minna.
>
>Settu miða á ískápinn "borða súkkulaði" þá allavega gerir þú eitthvað af
>því sem þú ætlaðir að gera.
>
>Í einu súkkulaðiboxi er nóg af daglegum kaloríuþörfum er það ekki
>frábært að geta haft það á einum stað í einni súkkulaðistöng ?
>
>Ef ekki væri til súkkulaði, færum við aldrei í sokkabuxur, væri það ekki
>ömulegt að hafa aldrei not fyrir sokkabuxur ? Og þær væru ekki
>framleiddar, og það má ekki gerast því þá er ekki nóga vinnu að hafa
>fyrir fólk.
>
>Mundu þessa ensku orðaútgáfu: "Stressed" er stafað afturábak "desserts."

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home