Ég þakka öll þessi jákvæðu orð um skipulagshæfni mína. :)
Nú er ég einnig búin að taka hið erfiðiða og laaaanga SAT próf. Nú líður mér eins og ég megi vera laus við allt samviskubit og þarf ekki að vera gera eitthvað annað þegar ég ákveð að leggja mig eða fara á kaffihús eða jafnvel ákveð að fara að djamma. Þetta er mjööög góð tilfinning þar sem ég hef aldrei fundið fyrir þessu á ævinni. Enda búin að vera í skóla stanslaust síðan ég byrjaði í leikskóla tæplega tveggja ára. Ansi löng skólaganga. Annars var prófið rosalega erfitt ég fór ekki að sofa vegna þess að ég var svo stressuð. Ég lá uppi í rúmi og hummaði. Ég fór svo loksins á fætur eitthvað um hálf-fimm. En ég var komin til Keflavíkur fyrir sjö um morguninn, me insane I know. Annars var mæting um 7:30 þannig ég var ekki svo geðbiluð því það voru einhverjir mættir á undan mér. Annars byrjaði prófið ekki fyrr en um 8:30 og við fengum ákveðinn tíma til að klára hvern hluta og það er sko ekki auðvelt að klára 45 spurningar af stærðfræði á 30 minútum! Og ég náði að klára hvern hluta. Ég kláraði loksins klukkan korter yfir eitt!!! Við fengum eina tíu mínútna pásu og eina eins mínútna. Hallo prófið tók 4 klukkutíma og 45 mínútur. Ótrúlegt. Ég var orðin verulega þreytt. En þegar ég kom heim úr prófinu ákvað mamma að ég væri að fara í Smáralind með henni, gleymdi að spyrja mig. En ég fékk bjórkippu fyrir að fara með :) ÞAð er alls ekki gaman að versla ef maður nennir því ekki og sérstaklega þegar mamma nennir því.
Beint úr blessuðu limalindsferðinni fór ég og hitti Önnu Jónu og Gyðilíus á kaffihúsi. mmmmm coffee.
Ég kom heim úr þeirri blessuðu ferð þá varð ég að hjálpa að elda. Ég lá dauð fyrir framan sjónvarpið í smá stund líka híhíhí
Við fengum rauðvín með matnum og vegna þreytu minnar kikkaði það svona rosalega inn. MIG LANGAÐI 'A DJAMMIÐ hringdi í Kristínu og hún kom í heimsókn.
Það var farið fyrst á Kofann og setið þar í heimsókn hjá Önnu Jónu, gott útsýnið þar, dyravörðurinn sko. Við fórum því næst á Glaumbar þar sem við vissum að Þráin, Fúsi og einhverjir fleiri sátu ´þar að sumbli. Stuð þar. Síðan var farið á Málarann fullt af fólki og ótrúlega fyndið. Kristín fór heim og skildi mig eina eftir hjá strákunum og ég verð að segja að þetta var mjöög fyndið, skemmtilegt og furðulegt kvöld. Ég var á eyrunum því strákarnir fylltu mig ég þurfti ekki mikið skal ég segja ykkur. Ég veit að við fórum aftur á Kofann, síðan aftur á Málarann og enduðum á Glaumbar.
Ég er ekki viss hvað klukkan var þegar ég kom heim. En ég sofnaði um leið og ég lagðist í rúmið. LAAAAAngur dagur.
Í gær fór ég í ræktina og hitti Hildi, Krúsa, Elín Ásu og Kristínu á Victor þegar ég var búin að hoppa og skoppa eins og fífl. Við rifjuðum upp blessaða djammið á gauknum þar síðustu helgi. Við ætlum að endurtaka það um helgina. híhí. Ég má alveg djamma án samviskubits núna.
Jæja ég ætla að vinna smá. blogga seinna.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home