miðvikudagur, janúar 16, 2002

Fréttir dagsins
Elín Ása er búin að fresta Danmerkur ferðinni. Ég veit ekki alveg alla sögu málsins en ég mun vita allt bráðum.
Kristín Erla er farin að sakna Bjarka (ekki skrítið þetta er æðislegur strákur.)
Það eru allir í skólanum þessa dagana nema ég og Elín Ása. Hildur í heimspeki, Kristín í Þjóðfræði, Sólveig að læra undir læknisprófið og Eva Rut í nútímafræðum í HA og einhverjir fleiri líka að læra eitthvað sniðugt.

Gamla settið er að fara til Florida í febrúar og ég hefði ekkert á móti að fara með. Þau verða í geðveikri íbúð. Pabbi segir að þetta sé golfferð en mamma segir að þetta sé afslöppunarferð. Mér er nett sama hvað þau kalla þetta en mig langar með! Á þessu tímabili bíð ég til rauðvíns og ostakvölds... nánar síðar.

Ég er að spá í að fara eftir vinnu í dag að æfa golf í tennishöllinni. Ef ég ætla að geta eitthvað í sumar þá verð ég að byrja að æfa núna. Aðstaðan þarna í tennishöllinni er víst alveg frábær. Einhversstaðar verður maður nú að byrja.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home