þriðjudagur, janúar 15, 2002

Einn brandari sem ég varð að pósta!! Ætli ég verði svona á næstunni?

Ég veit hann er langur en hann er frábær.


einn frekar svekktur

Í ÍÞRÓTTASALNUM
Um síðustu jól gaf konan mín mér vikukort í einkatímum í
heilsuræktarstöð.
Þó ég væri enn í frábæru formi frá því að ég var í
skólaskákliðinu ! Þá ákvað ég nú að það væri ekkert
svo slæm hugmynd að prófa þetta. Ég hringdi inn og
staðfesti tíma með einhverri kallaðri Tanya,
sem sagðist vera 26 ára eróbikkennari og
íþróttafata módel. Konan mín virtist mjög ánægð með
það hve mikinn áhuga ég hafði á því að byrja.
Dagur eitt
Þau ráðlögðu mér að halda þessa "æfingar dagbók"
til að skrá árangur minn þessa vikuna. Byrjaði
morguninn klukkan 7:00. Erfitt að koma sér á fætur,
en vel þess virði.
Þegar ég mætti á heilsuræktarstöðina beið Tanya
eftir mér. Hún er nokkurs konar gyðja, með ljóst
hár og töfrandi hvítt bros. Hún sýndi mér tækin og
tók svo af mér púlsinn eftir fimm mínútur á
göngubeltinu. Henni sýndist dálítið brugðið við
því hversu hár hann var, en ég held að hafa staðið við
hliðina á henni hafi bætt við tíu stigum. Naut
þess að horfa á eróbiktímann. Tanya var
mjög hvetjandi þegar ég gerði magaæfingarnar,
þó að mig hafi byrjað verkja fyrr á því að halda
vömbinni inni allan tímann sem ég var að tala við hana.
Þetta verður FRÁBÆRT.
Dagur tvö
Það tók mig tvo lítra af kaffi til þess að komast
í gegnum útihurðina, en ég hafði það niður á stöð.
Tanya lét mig leggjast á bakið og lyfta þessari
þungu járnslá upp í loftið. Síðan setti hún lóð
á hana, í Jesú nafni ! Fæturnir voru
dálítið óstöðugir á göngubeltinu, en ég náði
heilum kílómetra. Brosið hennar gerði það þess virði.
Mér líður FRÁBÆRLEGA í vöðvunum.
Dagur þrjú
Eina leiðin fyrir mig að bursta tennurnar er með
því að leggja burstann á vaskinn og hreyfa munninn
fram og aftur ofan á honum. Ég er viss um að ég
hafi fengið tvöfalt kviðslit. Það var í lagi að
keyra, svo lengi sem ég reyndi ekki að stýra.
Lagði ofan á Bjöllu. Tanya var dálítið óþolinmóð
við mig og sagði að öskrin í mér trufluðu hina
meðlimina. Göngubeltið gaf mér brjóstverki,
svo ég reyndi Stiga Skrímslið. Því ætti einhver
að vera að búa til vél sem hermir eftir aðgerð
sem varð úrelt við uppfinningu lyftunnar?
Tanya sagði mér að reglulegar æfingar myndu auka
lífsmöguleika mína. Ég gæti ekki ímyndað mér nokkuð verra.
Dagur 4
Tanya beið eftir mér með, það glitti í
vampýrutennurnar hennar. Ég get ekki að því gert
að ég var klukkutíma of seinn. Það tók mig það
langan tíma bara að reima skóna mína. Hún vildi
að ég færi að lyfta lóðum. Ekki sjéns,Tanya.
Ég faldi mig inní karlaklefanum þangað til
hún sendi Láka á eftir mér. Sem refsingu setti
hún mig á róðrarvélina..... hún sökk.
Dagur 5
Ég hata Tönyu meir en nokkur manneskja hefur
hatað aðra í allri mannkynssögunni.
Ef það væri einhver partur líkama míns sem
ekki væri stórþjáður myndi ég kýla hana með
honum. Hún hélt að það væri góð hugmynd að þjálfa
upphandleggsvöðvana mína. Ég er með fréttaskot
til þín Tanya, ég er ekki með neina helvítis
upphandleggsvöðva. Og ef þú villt ekki fá
beyglur í gólfið skaltu ekki rétta mér
neinar lyftistengur. Ég tek ekki ábyrgð
á skaðanum sem gæti orðið. ÞÚ fórst í
sadistaskóla, það er ÞÉR að kenna.
Göngubeltið henti mér á einhvern vísindakennara,
sem var helvíti vont. Af hverju gat það ekki verið
einhver mýkri, eins og tónmenntakennari eða
félagsvísindakennari?
Dagur 6
Fékk skilaboð Tönyu á símsvaranum mínum, vildi
vita hvar ég væri. Mig skorti styrkinn til þess
að nota fjarstýringuna svo ég horfði á Veðurrásina í
ellefu tíma óslitið.
Dagur 7
Jæja, þá er vikan búin. Guði sé lof að hún er búin.
Kannski gefur konan mín mér
eitthvað örlítið skemmtilegra næst, eins og
ókeypis tannborun hjá tannlækninum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home