Búúúú! Gettu hver?!
Nú er ég búin að skipuleggja og framkvæma brúðkaupsveislu! Ég var á billjón í allann gærdag, ég skal bara segja þér það að þetta var erfitt. Þegar ég kom var kokkurinn (Nonni) bara í góðum gír að slæpast! Ég var frekar pissed. Þannig ég fór að skipa honum fyrir og koma honum af stað. Síðan leit ég á salinn... aaaaaarrrrrrrrggg það var ekki einu sinni búið að taka óhreinu diskana af borðinu síðan í morgunmatnum, og klukkan var að verða tvö. Ég gekk frá öllu þurfti náttúrulega að henda eitthvað af borðum burt og raða öllu upp á nýtt. Þetta var að minnsta kosti mettími sem ég gerði þetta á. Síðan þurfti að dúka... sumir dúkarnir voru með gati eða blettum þá þurfti ég að vera sniðug og raða þeim þannig að það sæist ekki. Svo var það THE MASTERPIECE úff, skreyta borðið. Það kom rosalega vel út. Ég kláraði að ryksuga og henti öllum aukastólunum inn á Broadway shit klukkan var orðin fjögur ég enn í íþróttagallanum og fullt sem á eftir að gera! Hí hí ég fékk alla sem ég sá í að gera eitthvað. Fór heim í sturtu,klæddi mig fór í blómabúð, keyrði bróður minn, málaði mig og þetta tók hálftíma. Hey ég á nú heima í Kópavogi og Hótel Ísland er í Reykjavík og það var miiiikil umferð.
Þegar ég kom aftur voru brúðhjónin mætt á svæðið.Þau voru alveg stórglæsileg. Þá var að klára allt svo ekkert myndi bera á. Það var einn réttur á borðinu sem á að vera bakaður en var það ekki, Nonni hélt því fram að þetta væri betra svona! Neibb kom ekki til greina inn í ofn með þetta.
Klukkan fimm á slaginu var allt klárt og fínt og ég gjörsamlega búin á því.
Gestirnir komu og allir að spjalla. Svoooo voru það ræðurnar! Ouch, ég var orðin svo þreytt og allt í einu geðveikt stressuð að ég mundi nú ekki alveg allt sem var í ræðunni minni en ég held að hún hafi komið svona út: Já einmitt TIL hamingju Skál. Kannski var ein setning á milli ég veit það ekki híhí. Síðan hélt Stebbi ræðu well hann var ótrúlegur hann mundi ekki neitt og hann var með hana á blaði fyrir framan sig, hann átti nú að tala á ensku en neiiii hann gleymdi því. Alveg ótrúleg.
Svo leið og beið. Klukkan var orðin sjö hálfátta. Fólk farið að koma sér heim (Thank god).
Ég hjálpaði að ganga frá og soleiðis. Aumingja Hrefna Líneik var með geðveikan hausverk og leið eitthvað illa og þau voru að fara út að borða.
Hlutverki mínu var lokið og ég fór heim að læra.
Dagurinn var samt alltof fljótur að líða.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home