mánudagur, janúar 21, 2002

Eva mín væri nú ekki ráð að fara á deit með þessum gæja( lúðar eru líka fólk) og hver veit kannski er etta æðislegur strákur.
Hey já annað Eva þegar þú ert að pósta blogg gerðu póst and publish þá birtist þetta strax.

Laugardagskvöld: Skemmtilegasta djamm sem ég hef farið á síðan ég veit ekki hvenær.
Mjög busy dagur! En strax að því góða. Ég ætlaði alls ekki að djamma! Við vorum heima hjá Elín Ásu og allir að komast í fíling og þar á meðal ég. Því tók ég þá ákvörðun að fara heim skipta um föt ná í áfengi og mála mig meira. Síðan greiddi Flóra mér geðveikt flott.
Við tókum þetta líka nostalgíuflipp við dönsuðum við lögin sem voru vinsæl þegar við vorum á 10-12 ára diskótekunum. Híhíhí
Síðan var haldið niður í bæ. Við fórum á gaukinn þar sem Sálin spilaði. Ég var allt í einu á eyrunum, það var alltaf verið að rétta mér bjór. Annars er´ég þarna bara að skemmta mér með mínum vinum en vá það var engin smá athygli sem maður fékk þarna.
Ekki öll góð!
Það var einn gaur sem réðst á mig og byrjaði að slumma mig, ég reyndi að losa mig en var ekkert að ganga. Hildur varð alveg brjáluð og ætlaði að hjóla í strákinn. Ég reyndi og reyndi að losa mig við fíflið en það var ekkert hægt. Einhver annar sá þetta dæmi og kom mér til björgunar. Æ mér var nett sama og fór bara á efri hæðina og settist þar að. En nei þá byrjaði einhver annar að bögga mig...honum var hent út af dyravörðunum. híhí Svona gekk kvöldið, nota bene ég var ekki að reyna við neinn og ekki einu sinni að daðra, ég var búin að ákveða að skemmta mér. Það var eitthvað major að öllum þarna inni. En ég var góða stelpan og gerði ekkert af mér.

Vill einhver taka SAT fyrir mig? Ég er orðin stressuð fyrir þetta próf.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home