föstudagur, júní 28, 2002

Föstudagur flöskudagur.....allir að fara á ættarmót!

fimmtudagur, júní 27, 2002

Sko skanner, tölvur, framkallanir.....eitt í einu takk fyrir....all in good time.
Svo á ég líka eftir að sía út myndir sem ég vil ekki að sjáist....hehehe.

miðvikudagur, júní 26, 2002

Hey já nokkrar myndir hafa verið framkallaðar af Þránni frá árshátíðinni.......

Ég var líka þunn! Svo varð Hrebbna barasta veik....ekki skemmtilegt. Eva þú mátt endilega koma með sögu frá þínu sjónarhorni....ég veit við vorum ansi drukkin.
Það er allavega kominn miðvikudagur aðeins tveir dagar í helgi....veiiiiii. Útileiga í Heiðmörk um helgina....allir rétta upp hönd sem ætla að vera með.

mánudagur, júní 24, 2002

ég er mættur aftur á bloggið!!! Þar sem þessi helgi var aðeins lengri hjá mér, Gauja og Gudjó en flestum öðrum þá verð ég að segja að hún var bara fjári skemmtileg. Það er svona að vera einn heima og láta mig vera húsráðanda (þá er aldrei að vita hvað gerist ) en í þessu tilfelli var bara grillað og drukkið föstudag og laugardag. Á föst. var ekki einu sinni farið í bæinn heldur bara setið og drukkið fram til 4 um nótt. En laugardagurinn var hins vegar dálítil (eiginlega ekkert lítil en við höfum þetta svona) önnur saga. Grill og Drykkja hjá mér, Fúsa, Gudjó, Huga og Hrebbnu og Gaui mætti svo á Ara í ögri. Um kl 3 mætti Eva að sækja mig hrebbnu og gudjó og við fórum á Ara. GRJÓNAGRAUTUR!!! Þar var líka staupað tequila og eitt sett svo eitthvað sé nefnt. Lagt var svo af stað útí óvissuna sem beið út á götu eftir þetta. Vegna óvæntrar uppákomu fyrir utan hús málarans hlupum ég og gaui inn á nellys til að fela okkur á barnum. Eftir aðeins eina mínútu var staðan orðinn verri þar inni en hún hafði verið úti. Það voru tvær kellingar á barnum (kellingar er notað hér því þær voru greinilega eldri en við) , Þær voru farnar að rífast um það hvorri fannst ég vera sætastur og hvor fengi að fara með mig heim og þá fórum ég gaui upp á 3. hæð en ein þeirra elti. Eftir miklar vangaveltur um það hvernig ætti að losna við hana þá fór hún á klósettið og þá tókum við til fótanna og beinlínis hlupum niður stigann, skelltum glasinu á borðið og ég ýtti gaua í gegnum hóp sem lokaði fyrir leiðina og kallaði bara babú fariði frá, neyðartilvik!! Það var einn sem var aðeins fúll en ég ýtti gauja bara í gegnum hann og út. þ'a var farið á glaumbar og hitt hina. Það versta var samt að þangað kom svo kellinginn sem elti okkur áður þannig að nú bjó ég til mína ímynduðu kærustu og sagði að hún væri hinu megin á barnum og benti á stelpu sem ég þekki en það stoppaði hana ekki svo ég fór til minnar ímynduðu kærustu og þá hætti hún. Það er greinilega einhver áhrif sem ég hef á kvenfólk eldra en ég hef áhuga á því sú sem elti mig ( og by the way er ennþá að senda mér sms, já hún plataði símanémerið mitt til sín, við segjum ekkert hverjum það er að kenna) er ekki nema þrítug og hin er ekki nema fertug ( og er orðin amma!!!) Ég held að ég líti út eins og einhvers konar bangsi eða hvolpur í þeirra augum, svona líkt og kettlingar líta út í augum flestra stelpna. Verst að þetta gerist bara með þennann aldurshóp en ekki á mínum aldri!! : ) En það var svo endað heima hjá hrebbnu eftir að glaumbar lokaði og gist þar í báða 2 tímanna sem sofið var því hrebbna þurfti að vinna. Fúsi og Gudjó voru vaktir með pott og pottloki ( ekki góð aðferð fyrir þunna). Farið é prestó og étin kaka og svo heim. þá fór fúsi heim en ég gaui og gudjó héldum bara áfram til kl 3 aðfaranótt mánudags. og þess ber að geta að enginn er þunnur! : ) nema fúsi...

Útivistarfélagið Díonýsus lét til skarar skríða um helgina. Sumir byrjuðu á föstudegi og voru ölvaðir fram á mánudag.....hugsanlegt að einhverjir séu enn ölvaðir.
Ég skemmti mér ótrúlega vel sérstaklega gaman að hitta fólk og ljúga að því bigtime....... já ég og fúsi erum búin að vera saman í 8 mánuði en vorum í smá fýlu út í hvort annað á laugardagskvöld því hann var að reyna við einhverja stelpu og ég hefndi mín með að reyna við einhvern strák.....yeah right!

Humm Rónarnir verður líklega ný deild innan Díonýsusar en einungis þeir sem eru fullir í ákveðinn tíma stanslaust komast í þá deild. Þetta er svona eiginlegt Hall of Fame í drykkju og svefnleysi.
Ok ég er búin að sofna nokkrum sinnum í dag fyrir fram helvítis tölvuna og sofnaði næstum áðan þegar ég var að keyra þannig ég held að það sé beinasta leið eftir vinnu upp í rúm. Síðan kaffihús í kvöld!

föstudagur, júní 21, 2002

Allir sem vilja mega kíkja á Prestó þar sem ofurþjónninn Hrebbna fer hamförum um kaffihúsið.

fimmtudagur, júní 20, 2002

Sælt veri fólkið.....
Nei nei ekki dauð bara það gerist ekki neitt. Ég er bara búin að vera að stússast í þessu skóladæmi hjá mér. Aumingja Þráin kom í heimsókn í gær....fyrst þurfti ég að laga til (gat þó talað við hann á meðan) en svo hringdi strákur sem var í skólanum úti og ég var í símanum ansi lengi. Þráinn sat bara og horfði á sjónvarpið. Einstaklega skemmtileg.
Geisp... farin að vinna... leiter

þriðjudagur, júní 18, 2002

I´m not dead just sleeping.....
Í gærkvöldi var haldið á 17.júní skemmtun í Höfuðborginni. Margir meðlimir Díonýsusar mættu; í raun hittumst við alveg óvart en það var náttúrulega ákveðið að halda hópinn. Lang skemmtilegast var þar sem gamlafólkssviðið var en þar var ekki ómerkara fólk en Bjöggi og Sigga Beinteins að syngja.... að sjálfsögðu dönsuðum við þar eins og vitleysingar. Einhver hafði orð á því að þegar maður skemmtir sér betur hjá litla sviðinu þá er maður orðinn aðeins eldri en maður vill viðurkenna. Hey maður kunni öll lögin sem voru spiluð.... ég er ekki svo viss um að ég hefði þekkt helminginn af lögunum á gelgjusvæðinu. Mér fannst allavega gelgjur (ölvaðar) mjöööög áberandi og svo náttúrulega Gaui (mjöööög fuglur).
Minns meikaði ekki mikið af fullum unglingum þannig ég ákvað að halda heim á leið rétt fyrir miðnætti. Sumir héldu áfram og fóru á Glauminn. Mig langar bara alls ekki í áfengi eftir föstudag og laugardag.

föstudagur, júní 14, 2002

Þessar helv... núðlur.....borðaru ekkert annað barn???

Takk allir fyrir frábæran dag!!! Ég skemmti mér konunglega og við verðum að endurtaka þetta. Hér er saga um kvöldið

fimmtudagur, júní 13, 2002

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ HREBBNA!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
VELKOMIN Í HEIM HINNA FULLORÐNU :o)

Stelpur mínar!!! Sko ég er bara miklu skemmtilegri en þið....til samans. muhahahahaha! Núðlur og bjór.....humm.....þarf að prófa það saman. Þriggja minútu núðlur eru ansi vinsælar þessa dagana hjá mér enda komin með ógeð á brauð með osti í vinnunni. MMMM kaka í dag.... vegna komu minnar á þrítugsaldurinn.

miðvikudagur, júní 12, 2002

Hey people.....
já djúpsteikt MJÓLK.... sko þetta er ekki svo ólíkt ábrest. Þetta er svona eitthvað spænskt dæmi bragðast mjög vel.
Elín Ása mín ég held ég þurfi enga leiðsögn í að detta í það.... og alls ekki leiðsögn í að detta.
Oh... bara út af því ég er að fara út þá þarf ég að hætta við ýmislegt sem ég hafði ætlað mér að gera í sumar t.d. Danmerkurferð, Travis tónleikar og Þjóðhátíð....svo verða fylleríin eitthvað færri. Minns þarf að spara bigtime núna.... arg ég er að flytja af hótel mamma og pabbi.
jæja sæl að sinni.... ætla að fara að gera eitthvað af viti eins og skoða þetta.

þriðjudagur, júní 11, 2002

Gleðin er að gera út af við mig! Ég er að flytja út til Florida í ágúst. Ó mæ god ég á eftir að gera svo margt. En sorry elsku danirnir mínir ég kem ekki í sumar. Ég fékk sem sagt að vita í gær að ég hefði komist inn í þennan skóla. Í gærkvöldi hittumst við nokkrir meðlimir Díonýsusar að fagna þessum merka áfanga í lífi mínu og audda að rifja upp hver var að gera hvað á árshátíðinni. hehe.
Útskýringar:
Dj Gummi=Dj something....bróðir Gaua sem sá um tónlistina.
Óvissuferðin.... átti að fara í tangó-salsa dans í kramhúsinu og eitthvað fleira.

Jæja ég ætla að halda áfram að vera upptjúnuð og prenta út eyðublöð og annað þess háttar. Minns er svoooo spenntur.

mánudagur, júní 10, 2002

Til að byrja með verð ég að lýsa yfir vonbrigðum mínum með mætinguna en allt skemmtilega fólkið mætti og var það nóg fyrir mig. Ég og gaui kláruðum strax um daginn nokkra bjóra þannig að við fórum aftur í ríkið til að fylla á birgðirnar og var ekki laust við það að við værum bara orðnir helvíti nálægt því að vera fullir þar. En það slapp fyrir horn og við mættum í matinn og borðuðum allt sem sett var fyrir framan okkur, þetta áttu bara að vera 7 réttir en þeir urðu 8 sem mér fannst bara vera nokkuð gott. Ég hafði heyrt fyrir matinn talað um djúpsteikta mjólk með kanínusykri og var ég lengi að spá í hvað í ósköpunum væri kanínusykur, síðar kom í ljós að þetta var þá bara kanilsykur en allavega þá hafði ég ekki hugmynd um hvað þetta var, hélt að þetta væri einhver kokteill svo ég pantaði einn af forvitni og gaui vildi líka svo þeir urðu tveir. Seinna fengum við að vita að það væri ekkert alkóhól í þeim og þá var næstum hætt við að taka við því en við tókum og smökkuðum og VAÁ! þetta var ótrúlega gott fyrir utan möndlulíkjörinn sem fylgdi, þannig að þjóninn lét okkur fá spænskt brandy með og sagði okkur að staupa þau í röð. fyrst þetta ógeðslega vonda og svo þetta vonda, þetta var alveg rótsterkur andskoti! Ég og Gaui fórum af Tapas vel fullir og klukkan ekki nema 9. Restin af kvöldinu er þekkt held ég og svo kemur bara í ljós þegar myndirnar verða framkallaðar hvort eitthvað krassandi sjáist. Daginn aftir voru allir að deyja úr þynnku nema ég hahaha (og fúsi víst líka, held samt að hann hafi bara verið fullur áfram) Bara svona rétt í lokinn þá segist fúsi vera dead sexy (dæmi svo hver fyrir sig).

Árshátíð Díonýsusar!!!

Mættum klukkan 12 í félagsheimili Vals fyrir utan fjós og hlöðu. Nema hvað við biðum þar í geðveikt langan tíma eftir skipuleggjendum!Við fórum bara í fótbolta á meðan. Fáir ákváðu að láta sjá sig þannig óvissuferðin sem var ákveðin var aflýst. Ákveðið var bara að skella sér í keilu. Mjög gaman. Gaui vann Sólveigu með einu stigi. Síðan var farið aftur út í félagsheimili og við fengum okkur bjór. Næst var farið heim að gera sig sætan fyrir kvöldið…en sumir áttu eftir að fara í ríkið. Hittumst nokkur í flottustu mjólkurbúð á Íslandi (eina ríkið sem er opið til 18 á laugardögum).

Klukkan 18 áttum við að vera mætt á Tapas… en eins og fyrri daginn þá kann enginn á klukku í félaginu nema Gaui(2) og Tobba. En þó voru nú verstar Kristín, Sólveig, Þórunn og Snædís sem mættu einum og hálfum klukkutíma of seint!!! Það var víst eitthvað erfitt að ákveða í hvaða bol átti að vera.

Við snæddum alveg ótrúlega góðan mat. Þjónustan var flottust. Mæli 210% með þessum stað. Það var allt gert fyrir okkur. Þegar allir voru orðnir saddir og sælir nema Þráinn og Gaui urðu að smakka á djúpsteiktu mjólkinni. Þjónninn hellti í þá einhverjum vibba staupum. Hehe. Ég, Þráinn, Gaui og Kiddi stoppuðum aðeins við á Ara og fengum okkur grjónagraut.

Þegar í salinn var komið var farið í liðakeppni (sem átti að vera fyrr um daginn). Þar áttum við að teikna, skrifa sögu, semja ljóð, kjósa og skrifa niður góðar og lélegar pikk-up línur. Verðlaun voru veitt fyrir flottasta liðið.
Fyrstu verðlaun voru: Freyðivínsflaska og þrír dagar í Hreyfingu.
Önnur verðlaun: 1.8 kg af rauðkáli og ½ kg af grænum baunum frá Ora.
Þriðju verðlaun: sápukúlur

Þegar leikurinn var næstum búinn var skemmtiatriði….leynigestur. Það var enginn annar en töframaðurinn Bjarni. Við hlógum alveg í dágóðan tíma. Maðurinn er snillingur. Þórunn var held ég eina mannsveskjan sem fílaði hann ekki.

Drykkjan hélt áfram…. Síðan voru úrslit kvöldsins kynnt.

Ungfrú Díonýsus: Sólveig
Herra Díonýsus: Þráinn
Mesta fatafrík: Sólveig
Mesta Dúlla: Þórunn
Mesta byttan: Hrebbna
Brosmildasta manneskjan:Kristín Erla
höstler Díonýsusar:Þráinn

Fúsi var kosinn herra bringuhár.
Það voru ekki allir sáttir við úrslit úr leiknum. Persónulega finnst mér að liðið mitt hafi átt skilið að vinna.

Enn meiri drykkja… stjörnuljósa og blys sýning að hætti Þráins….bara muna að stinga ekki blysunum upp í augun á ykkur. Dansað Makarena að hætti Strumpana. Fólk orðið vel í glasi. Sumir ákveða að fara að ganga berfættar í grasinu. Annar óvæntur gestur engin önnur en Katla…

Jafnvægisskynið hjá mér ákvað að fara í frí… ég náði að flækjast í fataslánni og hrynja niður. Týpískt ég.

Ákveðið var að halda niður í bæ. Í mínu crewi eru Sólveig, Katla og Hera. Við byrjum á Ara náttúrulega slammaðir grjónagrautar og svo var mjög sniðugt bjórtilboð…2 fyrir 1. J Við ákveðum að hella aðeins í Kötlu. Við röltum yfir á prikið tökum einn hring. Síðan er haldið á Hús Málarans… þó ég segi sjálf frá þá átti ég mjög athyglis og eftirtektaverða innkomu. Náttúrulega datt um þröskuldinn og flaug nokkra metra. Síðan hló ég svo mikið að ég barasta gat ekki staðið upp. Það sáu nokkur hundruð manns þetta.

Everything is kinda a blur.

Þetta var allavega mjög skemmtilegt kvöld. Og allar slúðursögur og aðrar sögur af kvöldinu er vel þegnar. Ég er nú búin að heyra nokkrar sögur. tíhíhí

Verðlaun fyrir að vera fullastur held ég fái Gaui!!!

Stórt knús til Þráins og Gaua fyrir að skipuleggja þetta! Og ef ég er að gleyma einhverju látið mig þá vita.

sunnudagur, júní 09, 2002

hey people!!! æðisleg árshátíð yfirstaðin sem einkenndist af mikilli drykkju. Því miður er heilsan mín í fríi þannig ég segi frá öllu á morgun. (líka þegar ég veit sjálf betur hvað ég var að gera!) Adios farin að vorkenna sjálfri mér í þynnkunni.

fimmtudagur, júní 06, 2002

Mæting á hádegi (kl 12) stundvíslega á laugardag í félagsheimili Valsmanna. Þá hefst óvissuferðin. Þetta verður brjálað stuð trúið mér! Þetta er búið um 16:30. Klukkan 18 er mæting í fordrykk á Tapas. Borðum þar og höfum það barasta nice!
Síðan er haldið í sal Valsmanna þar sem djammað verður fram á nótt. Athugið við fáum til okkar leynigest. Nú er bara að fara að taka til fötin og vera klár fyrir árshátíðina. Allt þetta kostar 4000 kall á manninn en mætið með eigin áfengi.

miðvikudagur, júní 05, 2002

nennir fólk virkilega að lesa annarra manna blogg? æi mér finnst ekki gaman að lesa á nöldur ókunnugra...ég fæ nóg af því hér :o) tíhí bara djók, ekki móðgast! en leiðinleg vinna getur fengið fólk til að gera crazy hluti, þekki það sjálf svo ég segi ekki meir.

Buhu . . . ég vil lýsa óánægju minni yfir fyrirhugaðri aflýsingu grímuballsins!!! ég heimta haldbæra skýringu! Verður þá bara ekkert afmæli? Best að hringja í Hrebbnu. Jæja skelli mér þá bara í sumarbústaðarfyllerísferð þá helgi :o)

Hrebbna snillingur var að opna eigin nöldursíðu... tjékkið á essu

Ég nenni ekki að hlusta á meira væl um árshátíðina ég ætla bara að mæta og skemmta mér..... óháð því hvað þetta kostar og hvað er gert. Þeir sem vilja geta böggað Þráinn eða Gauja....ef ykkur vantar símann látið mig vita.
Hey já Grímuballið sem átti að halda í tilefni af afmæli mínu og ´Þórunnar er ekki alveg ákveðið. Kannski verður það haldið og kannski ekki. Damn og ég sem var búin að finna alveg frábæran búning. Æ þetta kemur allt í ljós.

þriðjudagur, júní 04, 2002

Hrebbna er voðalega glöð þessa stundina. Hún var að fá bréf frá matskrifstofu í USA. Ég sendi öll gögnin mín út og þurfti að borga morðfjár fyrir þetta en það greinilega borgaði sig. Ég er samkvæmt þeim búin með rúmlega tvö ár af háskóla þarna ytra (meira en Íslendingar fá yfirleitt). Þetta auðveldar inngöngu mína alveg rosalega. Ég hefði ekki fengið neitun í UF ef ég hefði haft þetta í höndunum....pabbi var búinn að tjekka á því. Þannig nú sit ég bara og bíð eftir svörum frá fleiri skólum. En ég er svoooo innilega að vona að ég fari í ágúst. Það er verið að breyta öllu hérna í vinnunni og ég er ekki viss um að ég vilji taka þátt í því.

En hvaða vesen er etta á liðinu með árshátíðina??? Ætliði að vera félagslegabæld eða eitthvað?

mánudagur, júní 03, 2002

Næsta Laugardag er árshátíðin!!!!
Dagskrá er sem hér segir:
upp úr hádegi hefst óvissuferð!!! náttúrulega fer ég ekki að segja hvert það verður farið en ég get fullvissað alla um að þetta verður mjöööööög skemmtilegt. Ég býst við að ferðin verði búin um fimm leytið eða eitthvað.
Um kvöldmatartíma er haldið á Tapas að borða allir skemmta sér konunglega þar...nóg af mat og gikkirnir ættu líka að finna ýmislegt við sitt hæfi.
Seinna þegar allir orðnir saddir verður haldið í sal við Hlíðarenda og djammað fram á nótt.
Maturinn og óvissuferðin og leynigestur kosta alls 4000 kr á manninn. ekki há upphæð skal ég segja ykkur.
Áfengi er ekki innifalið í þessari upphæð. reddið því sem þið viljið drekka sjálf!

Látið mig eða Þráinn vita ef þið komið eða ekki.

Hey fólk!
Úff erfið helgi.
Föstudagur:
Eftir vinnu skemmti ég mér konunglega við að leika við Tvistana og Heklu. Oh það er svo gaman ég alveg uppáhalds frænka þeirra núna. Ok kannski bara hjá Heklu því tvistarnir eru nú bara 4. mánaða. Ég ætlaði að fara í afmæli en eftir að hafa verið að passa og svona gat ég varla hreyft mig af þreytu. Kvöldið áður var ég að vinna og náði bara að sofa í tæpa fjóra tíma. Ekkert djamm þetta kvöldið... fékk að vísu mudslide.

Laugardagur:
Ég vaknaði snemma...án djóks. Síðan var tjillað með familíunni. Ég var búin að lofa Heklu að fara með henni "að gellast niður í bæ" sem sagt gefa öndunum brauð og fara á kaffihús. Íris kom með okkur. Mér finnst ótrúlegt hvað einn þriggja ára krakki getur borðað mikið! Sko risastór súkkulaðikaka a la Brennslan og fullt af nachos og svali..... við vorum sko búnar að borða áður en við fórum í bæinn. Well ég var búin að segjast ætla að sækja ömmu gömlu til systur hennar. Þegar þangað var komið var árás. Allir ákváðu að koma í heimsókn að sjá tvistana. Shit árás 9 kvenmanna allar að tala í einu. Þetta var of mikið fyrir mig meira að segja! úff ég þurfti bjór til að lifa þetta af. Hálftíma seinna komu enn fleiri í heimsókn en þau voru öllu rólegri enda foreldrar Írisar. Það voru tæplega 20 manns í heimsókn á einu tímabili. Þegar farið var að róast fór ég í Barbí (ógislega gaman) hehe. Diiiiinnnnertime...... massa góður matur plús red vino.

Jæja ég ákveð að djamma með Írisi. Hún kemur í heimsókn og við byrjum að djúsa. Það var eitthvað smá sull á fólkinu heima þannig það var bara tjilluð stemming. hehe me drunk. Dabbi skutlar okkur niður í bæ að ganga þrjú. Við byrjum að fara á Ara því eitthvað af liði var þar..... maður labbar inn og þekkir næstum alla á staðnum. nokkrir grjónagrautar slammaðir.... haldið á Prikið. Var nú samt ekki alveg að fíla mig þar inní. Íris stakk af að hitta eitthvað fólk. Ég og Sólveig ákveðum að rölta á Vegamót hittum Írisi á leiðinni og því er haldið á Astró.... já ég veit ég segist hata þennan stað.... en ég er bara fordómafull gagnvart honum eða eitthvað. Nei ég er ekki orðin fastagestur....ok on with the story. Við förum þarna inn og ég hitti frænda minn.... mjög hott fyrir Sólveigu...vinur hans hyper aggressive. Nei sorrý er á föstu....nei ég vil ekki kyssa þig.... höndin þín á ekki að vera á rassinum á mér.... nei ég ætla ekki með þér heim. Ok þá er dansað og dansað og dansað uns það er dansað meira. Ég er ekki enn að fatta hvernig mér tókst að dansa allan þennan tíma á þessum líka hælum....að vísu er mér hrikalega illt núna....splittar ekki diff vel þess virði. Úúúú me kinda drunk. Allt í einu er allt liðið horfið og ég ein með einhverjum kunningja Írisar eða eitthvað.....best að forða sér. Þegar maður hættir að dansa fatta ég að ég er ekki alveg eins edrú og ég hélt. Hitti Sólveigu og við ákveðum að komið sé gott leigubílaröð dauðans......arg! Komin heim um sjö.....hrot hrot hrot.

Sunnudagur:
Vakna við massa hausverk.... I don´t wanna move. Húsið frekar hljótt....herdeildin fór í heimsókn eða eitthvað. Í sturtu og föt og svona....humm heilsan ekkert skárri! Kók og verkjatöflur= lifesaver! Best að hringja í ömmu gömlu (var búin að lofa að fara með henni í rúmfatalagerinn og eitthvað) hún bara stungin eitthvert af. Great! Síðan um fimm hefst götuveisla...grill og leikir og þvílíkur þemi. Ég sit sem sagt í sandkassanum með Heklu og moka.....að vísu er ég bara að leika við hana þangað til ég fer að sofa....bara í sandkassanum, klifurveggur, lita, barbí, lesa. Ég bara gengin í barndóm. Enda er ég bestasta frænka hennar. :) Ég gerði heiðarlega tilraun að lesa blaðið upp í rúmi....vakna klukkan þrjú í nótt með síðu tvö fasta við andlitið á mér.