Árshátíð Díonýsusar!!!
Mættum klukkan 12 í félagsheimili Vals fyrir utan fjós og hlöðu. Nema hvað við biðum þar í geðveikt langan tíma eftir skipuleggjendum!Við fórum bara í fótbolta á meðan. Fáir ákváðu að láta sjá sig þannig óvissuferðin sem var ákveðin var aflýst. Ákveðið var bara að skella sér í keilu. Mjög gaman. Gaui vann Sólveigu með einu stigi. Síðan var farið aftur út í félagsheimili og við fengum okkur bjór. Næst var farið heim að gera sig sætan fyrir kvöldið…en sumir áttu eftir að fara í ríkið. Hittumst nokkur í flottustu mjólkurbúð á Íslandi (eina ríkið sem er opið til 18 á laugardögum).
Klukkan 18 áttum við að vera mætt á Tapas… en eins og fyrri daginn þá kann enginn á klukku í félaginu nema Gaui(2) og Tobba. En þó voru nú verstar Kristín, Sólveig, Þórunn og Snædís sem mættu einum og hálfum klukkutíma of seint!!! Það var víst eitthvað erfitt að ákveða í hvaða bol átti að vera.
Við snæddum alveg ótrúlega góðan mat. Þjónustan var flottust. Mæli 210% með þessum stað. Það var allt gert fyrir okkur. Þegar allir voru orðnir saddir og sælir nema Þráinn og Gaui urðu að smakka á djúpsteiktu mjólkinni. Þjónninn hellti í þá einhverjum vibba staupum. Hehe. Ég, Þráinn, Gaui og Kiddi stoppuðum aðeins við á Ara og fengum okkur grjónagraut.
Þegar í salinn var komið var farið í liðakeppni (sem átti að vera fyrr um daginn). Þar áttum við að teikna, skrifa sögu, semja ljóð, kjósa og skrifa niður góðar og lélegar pikk-up línur. Verðlaun voru veitt fyrir flottasta liðið.
Fyrstu verðlaun voru: Freyðivínsflaska og þrír dagar í Hreyfingu.
Önnur verðlaun: 1.8 kg af rauðkáli og ½ kg af grænum baunum frá Ora.
Þriðju verðlaun: sápukúlur
Þegar leikurinn var næstum búinn var skemmtiatriði….leynigestur. Það var enginn annar en töframaðurinn Bjarni. Við hlógum alveg í dágóðan tíma. Maðurinn er snillingur. Þórunn var held ég eina mannsveskjan sem fílaði hann ekki.
Drykkjan hélt áfram…. Síðan voru úrslit kvöldsins kynnt.
Ungfrú Díonýsus: Sólveig
Herra Díonýsus: Þráinn
Mesta fatafrík: Sólveig
Mesta Dúlla: Þórunn
Mesta byttan: Hrebbna
Brosmildasta manneskjan:Kristín Erla
höstler Díonýsusar:Þráinn
Fúsi var kosinn herra bringuhár.
Það voru ekki allir sáttir við úrslit úr leiknum. Persónulega finnst mér að liðið mitt hafi átt skilið að vinna.
Enn meiri drykkja… stjörnuljósa og blys sýning að hætti Þráins….bara muna að stinga ekki blysunum upp í augun á ykkur. Dansað Makarena að hætti Strumpana. Fólk orðið vel í glasi. Sumir ákveða að fara að ganga berfættar í grasinu. Annar óvæntur gestur engin önnur en Katla…
Jafnvægisskynið hjá mér ákvað að fara í frí… ég náði að flækjast í fataslánni og hrynja niður. Týpískt ég.
Ákveðið var að halda niður í bæ. Í mínu crewi eru Sólveig, Katla og Hera. Við byrjum á Ara náttúrulega slammaðir grjónagrautar og svo var mjög sniðugt bjórtilboð…2 fyrir 1. J Við ákveðum að hella aðeins í Kötlu. Við röltum yfir á prikið tökum einn hring. Síðan er haldið á Hús Málarans… þó ég segi sjálf frá þá átti ég mjög athyglis og eftirtektaverða innkomu. Náttúrulega datt um þröskuldinn og flaug nokkra metra. Síðan hló ég svo mikið að ég barasta gat ekki staðið upp. Það sáu nokkur hundruð manns þetta.
Everything is kinda a blur.
Þetta var allavega mjög skemmtilegt kvöld. Og allar slúðursögur og aðrar sögur af kvöldinu er vel þegnar. Ég er nú búin að heyra nokkrar sögur. tíhíhí
Verðlaun fyrir að vera fullastur held ég fái Gaui!!!
Stórt knús til Þráins og Gaua fyrir að skipuleggja þetta! Og ef ég er að gleyma einhverju látið mig þá vita.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home