mánudagur, júní 24, 2002

ég er mættur aftur á bloggið!!! Þar sem þessi helgi var aðeins lengri hjá mér, Gauja og Gudjó en flestum öðrum þá verð ég að segja að hún var bara fjári skemmtileg. Það er svona að vera einn heima og láta mig vera húsráðanda (þá er aldrei að vita hvað gerist ) en í þessu tilfelli var bara grillað og drukkið föstudag og laugardag. Á föst. var ekki einu sinni farið í bæinn heldur bara setið og drukkið fram til 4 um nótt. En laugardagurinn var hins vegar dálítil (eiginlega ekkert lítil en við höfum þetta svona) önnur saga. Grill og Drykkja hjá mér, Fúsa, Gudjó, Huga og Hrebbnu og Gaui mætti svo á Ara í ögri. Um kl 3 mætti Eva að sækja mig hrebbnu og gudjó og við fórum á Ara. GRJÓNAGRAUTUR!!! Þar var líka staupað tequila og eitt sett svo eitthvað sé nefnt. Lagt var svo af stað útí óvissuna sem beið út á götu eftir þetta. Vegna óvæntrar uppákomu fyrir utan hús málarans hlupum ég og gaui inn á nellys til að fela okkur á barnum. Eftir aðeins eina mínútu var staðan orðinn verri þar inni en hún hafði verið úti. Það voru tvær kellingar á barnum (kellingar er notað hér því þær voru greinilega eldri en við) , Þær voru farnar að rífast um það hvorri fannst ég vera sætastur og hvor fengi að fara með mig heim og þá fórum ég gaui upp á 3. hæð en ein þeirra elti. Eftir miklar vangaveltur um það hvernig ætti að losna við hana þá fór hún á klósettið og þá tókum við til fótanna og beinlínis hlupum niður stigann, skelltum glasinu á borðið og ég ýtti gaua í gegnum hóp sem lokaði fyrir leiðina og kallaði bara babú fariði frá, neyðartilvik!! Það var einn sem var aðeins fúll en ég ýtti gauja bara í gegnum hann og út. þ'a var farið á glaumbar og hitt hina. Það versta var samt að þangað kom svo kellinginn sem elti okkur áður þannig að nú bjó ég til mína ímynduðu kærustu og sagði að hún væri hinu megin á barnum og benti á stelpu sem ég þekki en það stoppaði hana ekki svo ég fór til minnar ímynduðu kærustu og þá hætti hún. Það er greinilega einhver áhrif sem ég hef á kvenfólk eldra en ég hef áhuga á því sú sem elti mig ( og by the way er ennþá að senda mér sms, já hún plataði símanémerið mitt til sín, við segjum ekkert hverjum það er að kenna) er ekki nema þrítug og hin er ekki nema fertug ( og er orðin amma!!!) Ég held að ég líti út eins og einhvers konar bangsi eða hvolpur í þeirra augum, svona líkt og kettlingar líta út í augum flestra stelpna. Verst að þetta gerist bara með þennann aldurshóp en ekki á mínum aldri!! : ) En það var svo endað heima hjá hrebbnu eftir að glaumbar lokaði og gist þar í báða 2 tímanna sem sofið var því hrebbna þurfti að vinna. Fúsi og Gudjó voru vaktir með pott og pottloki ( ekki góð aðferð fyrir þunna). Farið é prestó og étin kaka og svo heim. þá fór fúsi heim en ég gaui og gudjó héldum bara áfram til kl 3 aðfaranótt mánudags. og þess ber að geta að enginn er þunnur! : ) nema fúsi...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home