þriðjudagur, júní 04, 2002

Hrebbna er voðalega glöð þessa stundina. Hún var að fá bréf frá matskrifstofu í USA. Ég sendi öll gögnin mín út og þurfti að borga morðfjár fyrir þetta en það greinilega borgaði sig. Ég er samkvæmt þeim búin með rúmlega tvö ár af háskóla þarna ytra (meira en Íslendingar fá yfirleitt). Þetta auðveldar inngöngu mína alveg rosalega. Ég hefði ekki fengið neitun í UF ef ég hefði haft þetta í höndunum....pabbi var búinn að tjekka á því. Þannig nú sit ég bara og bíð eftir svörum frá fleiri skólum. En ég er svoooo innilega að vona að ég fari í ágúst. Það er verið að breyta öllu hérna í vinnunni og ég er ekki viss um að ég vilji taka þátt í því.

En hvaða vesen er etta á liðinu með árshátíðina??? Ætliði að vera félagslegabæld eða eitthvað?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home