mánudagur, júní 10, 2002

Til að byrja með verð ég að lýsa yfir vonbrigðum mínum með mætinguna en allt skemmtilega fólkið mætti og var það nóg fyrir mig. Ég og gaui kláruðum strax um daginn nokkra bjóra þannig að við fórum aftur í ríkið til að fylla á birgðirnar og var ekki laust við það að við værum bara orðnir helvíti nálægt því að vera fullir þar. En það slapp fyrir horn og við mættum í matinn og borðuðum allt sem sett var fyrir framan okkur, þetta áttu bara að vera 7 réttir en þeir urðu 8 sem mér fannst bara vera nokkuð gott. Ég hafði heyrt fyrir matinn talað um djúpsteikta mjólk með kanínusykri og var ég lengi að spá í hvað í ósköpunum væri kanínusykur, síðar kom í ljós að þetta var þá bara kanilsykur en allavega þá hafði ég ekki hugmynd um hvað þetta var, hélt að þetta væri einhver kokteill svo ég pantaði einn af forvitni og gaui vildi líka svo þeir urðu tveir. Seinna fengum við að vita að það væri ekkert alkóhól í þeim og þá var næstum hætt við að taka við því en við tókum og smökkuðum og VAÁ! þetta var ótrúlega gott fyrir utan möndlulíkjörinn sem fylgdi, þannig að þjóninn lét okkur fá spænskt brandy með og sagði okkur að staupa þau í röð. fyrst þetta ógeðslega vonda og svo þetta vonda, þetta var alveg rótsterkur andskoti! Ég og Gaui fórum af Tapas vel fullir og klukkan ekki nema 9. Restin af kvöldinu er þekkt held ég og svo kemur bara í ljós þegar myndirnar verða framkallaðar hvort eitthvað krassandi sjáist. Daginn aftir voru allir að deyja úr þynnku nema ég hahaha (og fúsi víst líka, held samt að hann hafi bara verið fullur áfram) Bara svona rétt í lokinn þá segist fúsi vera dead sexy (dæmi svo hver fyrir sig).

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home