Hey fólk!
Úff erfið helgi.
Föstudagur:
Eftir vinnu skemmti ég mér konunglega við að leika við Tvistana og Heklu. Oh það er svo gaman ég alveg uppáhalds frænka þeirra núna. Ok kannski bara hjá Heklu því tvistarnir eru nú bara 4. mánaða. Ég ætlaði að fara í afmæli en eftir að hafa verið að passa og svona gat ég varla hreyft mig af þreytu. Kvöldið áður var ég að vinna og náði bara að sofa í tæpa fjóra tíma. Ekkert djamm þetta kvöldið... fékk að vísu mudslide.
Laugardagur:
Ég vaknaði snemma...án djóks. Síðan var tjillað með familíunni. Ég var búin að lofa Heklu að fara með henni "að gellast niður í bæ" sem sagt gefa öndunum brauð og fara á kaffihús. Íris kom með okkur. Mér finnst ótrúlegt hvað einn þriggja ára krakki getur borðað mikið! Sko risastór súkkulaðikaka a la Brennslan og fullt af nachos og svali..... við vorum sko búnar að borða áður en við fórum í bæinn. Well ég var búin að segjast ætla að sækja ömmu gömlu til systur hennar. Þegar þangað var komið var árás. Allir ákváðu að koma í heimsókn að sjá tvistana. Shit árás 9 kvenmanna allar að tala í einu. Þetta var of mikið fyrir mig meira að segja! úff ég þurfti bjór til að lifa þetta af. Hálftíma seinna komu enn fleiri í heimsókn en þau voru öllu rólegri enda foreldrar Írisar. Það voru tæplega 20 manns í heimsókn á einu tímabili. Þegar farið var að róast fór ég í Barbí (ógislega gaman) hehe. Diiiiinnnnertime...... massa góður matur plús red vino.
Jæja ég ákveð að djamma með Írisi. Hún kemur í heimsókn og við byrjum að djúsa. Það var eitthvað smá sull á fólkinu heima þannig það var bara tjilluð stemming. hehe me drunk. Dabbi skutlar okkur niður í bæ að ganga þrjú. Við byrjum að fara á Ara því eitthvað af liði var þar..... maður labbar inn og þekkir næstum alla á staðnum. nokkrir grjónagrautar slammaðir.... haldið á Prikið. Var nú samt ekki alveg að fíla mig þar inní. Íris stakk af að hitta eitthvað fólk. Ég og Sólveig ákveðum að rölta á Vegamót hittum Írisi á leiðinni og því er haldið á Astró.... já ég veit ég segist hata þennan stað.... en ég er bara fordómafull gagnvart honum eða eitthvað. Nei ég er ekki orðin fastagestur....ok on with the story. Við förum þarna inn og ég hitti frænda minn.... mjög hott fyrir Sólveigu...vinur hans hyper aggressive. Nei sorrý er á föstu....nei ég vil ekki kyssa þig.... höndin þín á ekki að vera á rassinum á mér.... nei ég ætla ekki með þér heim. Ok þá er dansað og dansað og dansað uns það er dansað meira. Ég er ekki enn að fatta hvernig mér tókst að dansa allan þennan tíma á þessum líka hælum....að vísu er mér hrikalega illt núna....splittar ekki diff vel þess virði. Úúúú me kinda drunk. Allt í einu er allt liðið horfið og ég ein með einhverjum kunningja Írisar eða eitthvað.....best að forða sér. Þegar maður hættir að dansa fatta ég að ég er ekki alveg eins edrú og ég hélt. Hitti Sólveigu og við ákveðum að komið sé gott leigubílaröð dauðans......arg! Komin heim um sjö.....hrot hrot hrot.
Sunnudagur:
Vakna við massa hausverk.... I don´t wanna move. Húsið frekar hljótt....herdeildin fór í heimsókn eða eitthvað. Í sturtu og föt og svona....humm heilsan ekkert skárri! Kók og verkjatöflur= lifesaver! Best að hringja í ömmu gömlu (var búin að lofa að fara með henni í rúmfatalagerinn og eitthvað) hún bara stungin eitthvert af. Great! Síðan um fimm hefst götuveisla...grill og leikir og þvílíkur þemi. Ég sit sem sagt í sandkassanum með Heklu og moka.....að vísu er ég bara að leika við hana þangað til ég fer að sofa....bara í sandkassanum, klifurveggur, lita, barbí, lesa. Ég bara gengin í barndóm. Enda er ég bestasta frænka hennar. :) Ég gerði heiðarlega tilraun að lesa blaðið upp í rúmi....vakna klukkan þrjú í nótt með síðu tvö fasta við andlitið á mér.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home