fimmtudagur, desember 27, 2001

Jó hóhóhó
Þá er maður búin að éta yfir sig af dýrindis krásum. Sofa alltof mikið og tala enn meira í símann.
Yndisleg þessi jól. En nú hefst átakið. Ég ætla að vcera geðveikt dugleg í líkamsrækt og hætta að borða óþverra. Jafnvel já jafnvel hætta að reykja.
Annars fór ég á NASA í gærkvöldi og það er geðveikur staður stór, flottur og góð tónlist. Að vísu svolítið dýr ég borgaði 500kr fyrir lítin bjór og Kristín borgaði 1100 kr fyrir einfaldann malibu í ananassafa. Og þar að auki kostaði 1000 kr inn. En við fórum á okkar ástsæla vínbar fyrst en honum var lokað kl. 1 þannig eitthvert þurftum við að fara.

Veistu ég var að gera mér grein fyrir því að núna er ekkert frí heldur bara lífsins alvara ég workinggirl (ekki í vændiskonumerkingu) og ég er orðin fullorðin. Very scary!! Mig langar að vera áfram krakkaskratti sem þarf ekki að hafa neina ábyrgð og þarf ekki enn að fara að vinna að því að verða "eitthvað".
Mjög heimspekilegar hugsanir eða þannig.
Jæja best að halda áfram að vera löt í vinnunni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home