Jæja gærdagurinn gekk vel.
En vá sjokkið sem ég fékk þegar það var komið að mér í röðinni ég leit á spjaldið og sá 3 nöfn en ég heiti bara tveimur og ég var viss um að ég ætti ekki að vera að útskrifast en þegar betur var að gáð var búið að bæta orðinu Stúdent fyrir framan.
Mér fannst þetta samt svolítið sorglegt, hvað nú-spurningin kom ansi oft í hugann í gær. Ég er orðin fullorðin og þarf að fara að verða eitthvað. OUCH!
Annars hittumst við stelpurnar heima hjá Elín Ásu og borðuðum góðann mat saman og drukkum smá ethanól með. Síðan var haldið í bæinn við byrjuðum á að fara á Café Victor og hittum þar fullt af fólki en síðan fórum við á LA cafe þar sem stúdentarnir hittust allir. Ég var einhvern veginn of þreytt til að nenna að djamma. En gerði það samt. Það var geðveikt gaman.
En það á að endurtaka leikinn á föstudaginn þá ætlum við öll að hittast í bænum með hvítar húfur.
Dagurinn í dag virðist ætla að vera svona hrakfallabálkadagur!
Ég gat engan veginn vaknað í morgun og var hálfsofandi hérna í vinnunni þannig að ég fer og fæ mér kaffi. Það var verið að hella upp á þannig það var vel heitt. Ég hugsa mmmmkaffi, fæ mér bolla en helli honum yfir hendina á mér. MJÖG VONT. Ég er hrikalega brennd og svíður brjálæðislega.
Ég nenni ekki að vinna eða öllu heldur hef ekki orku í það.
En ég verð að reyna. BLAH
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home