fimmtudagur, október 28, 2004

Heyrst hefur að Díónýsusarteiti muni verða haldið næstkomandi laugardag. Þetta eru þó óstaðfestar heimildir... frekari frétta er að vænta er ég hef náð í viðkomandi aðila.

Bíðið spennt!

laugardagur, október 23, 2004

Danmörk

Fundur verður haldin í dag (veit iggi alveg kl. hvað) varðandi væntanlega Danmerkurför, við stefnum á janúar og höfum þegar talað við fulltrúa okkar þar í landi. Þau segjast reiðubúin að taka við okkur og sýna okkur útibú okkar í Köben.

Helena, Þórunn og undirrituð hafa þegar ákveðið fyrir víst að skella sér.

Áhugasamir er bent á að tala við formann.

miðvikudagur, október 20, 2004

Vildi nota tækifærið og óska Þránni til hamingju með 24 ára afmælið! Hehehehe gamli kallinn!

föstudagur, október 15, 2004

knusipus

halluuuuu allesammen!
langt sidan eg hef sed tolvu, man ekki alveg hvernig thetta virkar, ehehe.
anyways er i Torino og hef thad gott. Sma thynnka herna megin lika. Joy Joy i gaer og aftur i kvold, raudvin, sambucca, kampavin....ekki god blanda.

Komin med nytt blogg:

www.blog.central.is/solveigiris

sunnudagur, október 10, 2004

Drúuuuuu

Fundur var haldinn heima hjá Gudjó í gærkveldi.... mæting var einstaklega slæm! Formaður var á bíl... ekki slæmt fyrir liðið að hafa einkabílstjóra... æ ok ég stakk af um 3 leytið og fór heim að lúlla. Svo var maður mættur hress og kát í vinnuna klukkan 8 í morgun.

laugardagur, október 09, 2004

Höfuðstöðvarnar standa sig ávallt í að halda uppi heiðri félagsins... einn meðlimur hefur boðið vor í teiti og haldið verður þangað.
Sumir félagar hittust á Ara í Ögri í gærkveldi... einhver bjór teigaður en formaður var heldur þreytt eftir 12 tíma drykkju. Þynnka var til staðar hjá a.m.k. tveimur félögum en ef ekki haft afspurnir af fleirum.

Jæja best að fara að gera sig sæta fyrir kvöldið bið að heilsa öðrum útibúum...sem eru ekki að standa sig.

Ég hef haft fréttir af einhverjir úr Danaútibúi muni sýna sig og sjá aðra að höfuðstöðvum félagsins um miðjan nóvember... aldrei að vita ef félagið taki sig til og haldi upp á þetta tilefni.


sunnudagur, október 03, 2004

Djamm!

Yo fólk!

Díonýsus var hylltur bæði á föstudag a.k.a. flöskudag og Laugardag. Fjölmargir meðlimir mættu en það eru alltaf sömu sem standa sig best í drykkjunni og djamminu. Þið vitið hverjið þið eruð.

Jæja hver er til í Akureyrardjamm ekki næstu helgi heldur þarnæstu???