laugardagur, desember 25, 2004

Gleðileg Jól öll sömul!!!!

Vonandi eru allir búnir að borða á sig gat og hafa það massa gott. Ég veit ég er massa sátt við allt.... að vísu sit ég í vinnunni núna en það er allt í lagi.

En vonandi hitti ég ykkur sem flest fljótlega.

þriðjudagur, desember 21, 2004

Meðlimir félagsins hafa staðið sig með sóma í djammi og drykkju. Næstum of vel... en nú tekur við að minnsta kosti ein helgi í frí. Sumir vilja meina að þetta sé kærkomið frí en aðrir halda því fram að það verður bara tekið enn meira á því helgina þar á eftir.

Síðasta djamm var súrt....en á góðann máta. SingStar keppni var tekin og auðvitað uppboðsdrykkjuleikurinn og fleira sem tilheyrir góðum Díónýsusarfundi.

Formaður var alveg einstaklega lúinn á sunnudag og jafnvel fram á mánudag.

En hvað ætlar fólk að gera á áramótum?

miðvikudagur, desember 01, 2004

Kaffi

Ég skil ekkert í ykkur... enginn búinn að koma og heimta konfekt nema Birta Sif.

Ætliði að djamma eitthvað um helgina?


Gleðilegan útborgunardag.... og ó já Fullveldisdag líka.