Lægðin er horfin
ÉG er virkilega að reyna að aflétta þessari lægð sem hefur verið yfir fjelaginu í fjarveru minni í útlandinu.
Fyrsta skrefið var ammælispartýið um daginn. Gerði heiðarlega tilraun að plata meðlimi á ball í tengslum við víkingahátíð í Hafnarfirði. En þess í stað hittust nokkrir meðlimir á Ara í Ögri og teiguðu nokkra öllara.
Ég auglýsi eftir þeim sem telja sig vera virka meðlimi félagsins... þá veit maður hvern maður á að bögga í tengslum við hinar ýmsu hugdettum mínum um uppákomur.