sunnudagur, mars 24, 2002

Ég fer að komast á þá skoðun að árshátíðin verði í júní. Sökum mikils skorts á peningaflæði í vasa minn. Þar að auki var ég á árshátíð FBSR í gær og kostaði það sitt. Byrjað kl 17. Drukkið mikið og stíft til 2 um nótt og farið þá í bæ. Mikil ölvun sýnileg, mikið stuð gangandi og jafnvel farið í flöskustút inni á Húsi málarans. Farið úr bænum þegar okkur var það tjáð að búið væri að loka og við beðin um að fara. Þá var farið heim til Fúsa í eftirpartý og gekk stuðið til kl 8 að morgni þessa dags. Enn sem komið er vottar ekki fyrir þynnku eftir brölt helgarinnar og erum við til fyrir næsta djamm. Hvort heldur sem árshátíðin verður haldin í apríl eða júní þá reddast þetta og ef hún verður í júní þá ætti það ekki að koma í veg fyrir að eitthvað fjörefnalegt verði gert í apríl. Því heyrt hef ég ýmsar hugmyndir fyrir félagsandann.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home